Sælir
Er með orginal Explorer '96 og er að spá setja hann á 36'' eða 38'' dekk. Hef bara ekki hugmynd hvaða breytingar þarf að framkvæma. Er einhver sem hefur breytt svona bíl ? Hvernig eru þeir eftir breytingu ? Er það þess virði að breyta svona bíl ? ;)
Breyting á Explorer
Re: Breyting á Explorer
mundi mæla með að setja heila frammhásingu undir hann
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Breyting á Explorer
juddi wrote:mundi mæla með að setja heila frammhásingu undir hann
Af hverju þarf að setja heila framhásingu ?
Hef ekki breytt svona Explorer en aðeins forvitnast og snuðrað um slíkan bíl á 38" Það er lítið mál að breyta þeim held ég. 4 tommur upp á boddíi og skera úr. Hækka eitthvað að aftan t.d. með fjaðrahengslafærslu. Kannski þarf að skrúfa upp vindustangir að framan en vonandi ekki. Með 4l vél er Ford 8,8 - 31 rílu öxull að aftan og Dana 35 að framan sem ætti að duga. Hlutföll fáanleg örugglega að aftan og líklega að framan líka. Sama gildir um læsingar.
Re: Breyting á Explorer
Hjólalegur að framan eru td ekki það öflugasta svo er vesen með hjólastillingu á ttb hásingum, reyndar er til flott stýristanga kitt sem leysir það en ég held að það hafi eingöngu verið í boði fyrir dana 44 ttb
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Breyting á Explorer
juddi wrote:Hjólalegur að framan eru td ekki það öflugasta svo er vesen með hjólastillingu á ttb hásingum, reyndar er til flott stýristanga kitt sem leysir það en ég held að það hafi eingöngu verið í boði fyrir dana 44 ttb
Twin Traction Beam er ekki lengur í 95 árgerð og uppúr. í þessum bíl er IFS og tannstangarstýri og sambyggð framhjólalega og naf.
Er með Ranger með TTB og framhjólegurnar eru ekki litlar. Báðar að sömu stærð og stærri legan í Ford Dana 44 heillli hásingu. Málið er bara - allt of stutt á milli leganna fyrir stór dekk - 8mm. Miðað við lýsingar hérna á vefnum og á F4x4 er svona svipað streð á framhjólalegum með TTB á 36/38 og á Patrol á 44.
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Breyting á Explorer
Ég er á Musso á 38" og honum var breitt 98 af Benna.
Þeir síkkuðu klafana og settu önnurhlutföll og það svínvirkar.
Þarf aðeins að hugsa meira um hjólalegur að framan en vinir mínir á 38" forrunner og patrollum, en ég hef á 2 árum hent um 3 ára gömlum legum sem voru ornar slitnar og svo þurfti ég að henda fljótlega eftir það legum sem skemdust þegar bíllin var á kafi í vatni að framan í umþað bil sólahring, annas eru þeir búnir að vera til friðs.
Hann er á Dana 35 klöfum að framan og Dana 44 að aftan.
Svo klafarnir ættu að halda, ef þetta eru Dana 35 klafabúnaður.
Þeir síkkuðu klafana og settu önnurhlutföll og það svínvirkar.
Þarf aðeins að hugsa meira um hjólalegur að framan en vinir mínir á 38" forrunner og patrollum, en ég hef á 2 árum hent um 3 ára gömlum legum sem voru ornar slitnar og svo þurfti ég að henda fljótlega eftir það legum sem skemdust þegar bíllin var á kafi í vatni að framan í umþað bil sólahring, annas eru þeir búnir að vera til friðs.
Hann er á Dana 35 klöfum að framan og Dana 44 að aftan.
Svo klafarnir ættu að halda, ef þetta eru Dana 35 klafabúnaður.
Re: Breyting á Explorer
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 19:08, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 01.feb 2010, 19:49
- Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
- Bíltegund: 38" Musso
- Hafa samband:
Re: Breyting á Explorer
Þeir á verkstæðinu hjá Bílabúð Benna ættu að geta sagt þér flest allt um þessa framkvæmd á Musso.
Síminn hjá Bílabúð Benna er 590-2000
Árni F.
Lækurinn
Síminn hjá Bílabúð Benna er 590-2000
Árni F.
Lækurinn
Re: Breyting á Explorer
Sæll, ég er að breyta explorer ´96 fyrir 38 tommu.
Það er fáránlega einfalt. 4 tommu boddy hækkun og aðeins að klippa úr, ég hækka ekkert á fjöðrun.
Kv. Siggi Hall
Það er fáránlega einfalt. 4 tommu boddy hækkun og aðeins að klippa úr, ég hækka ekkert á fjöðrun.
Kv. Siggi Hall
Re: Breyting á Explorer
Steinar á Renniverkstæði Ægis er að breyta svona Explorer á 38", hann setti hann á hásingu að framan. Getur örugglega rent þangað og fengið að skoða og forvitnast um aðgerðina.
_________________
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"
Pontiac Trans Am GTA '88
GMC Yukon Denali XL 22" ´04
Jeep Wrangler 44"
Jeepster 1971 35"
Willys Overland 38"
Scout '77 38"
Ford Bronco 38"
Re: Breyting á Explorer
Ég villdi frekar hækka boddyið og klippa en að setja hásingu og lyfta honum þannig, til að halda sem mestu af orginal aksturseiginleikunum
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur