SOS- allir að mæta


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 28.mar 2014, 12:45

Sælir félagar.

Nú er ég og Ögmundur frændi minn að fara á Geysi á sunnudaginn til að mótmæla ólöglegri gjaldtöku ræningjafélags (landeigendafélags) Geysis. Er að vinna í blaðagrein sem birtist fljótlega um þessi mál. Endilega sýnið samstöðu í því að svara þessari árás á almannaréttinn, sem landeigendur hafa boðað víða um land. Allir að mæta á sunnudaginn á Geysi.
Ég þekki náttúruverndarlögin vel, og þetta er skýlaust brot sem verið er að fremja við Geysi og við Kerið. Við erum í fullum rétti til að ganga um báða þessa staði, endurgjaldslaust. Almannarétturinn er skýr og verður ekki tekinn af okkur.
Endilega deilið þessu og "like"ið á þetta, sendið á vini og vandamenn.

Kveðja, Stebbi Þ.

http://www.dv.is/frettir/2014/3/28/okey ... ag-R6FGNE/

http://www.dv.is/blogg/ogmundur-jonasso ... -sunnudag/




ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá ivar » 28.mar 2014, 18:18

hmmm... Ég ætla að kasta hér inn sprengju.

Ég er bara nokkuð hrifinn af því að við skulum ná eh peningum af þessum ferðamönnum. Finnst bara mjög fínt að það sé byrjað að rukka þá fyrir allan þennan ágang sem þeir valda. Þrátt fyrir það er ég samt þeirrar skoðunar að ég sem íslendingur eigi að geta skoðað þetta frítt og finnst að landeigendur Geysis eiga að veita íslendingum ókeyps aðgang. Það myndi friða alla innanlands og ná peningum af þýskum túristum sem skilja lítið eftir sig nema mörg fótspor


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 28.mar 2014, 18:49

Það er mismunun og brot á lögum, samræmist því miður ekki EES-samningnum. Þetta er einnig prinsipp mál sem snýst um það hvort landeigendum verði í sjálfsvald sett að rukka Íslendinga eftir eigin hentisemi.
Útlendingar eyddu meira en 275 milljörðum hér á landi árið 2013. Það hlýtur að vera hægt að kroppa eitthvað af því.

Sjáið þið annars fyrir ykkur að hægt sé að eyða 300 milljónum á ári í Geysissvæðið? Ef þá að vera einhver rukkari, þá verður það ríkið.

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá heidar69 » 28.mar 2014, 19:07

Ég hugsa gjaldtöku ríkisins með hrillingi... Þeir eru ekki enn búnir að málbika hringveiginn Þút þéir séu búnir að inheimta margfalt þann kosnað... Eg ríkið inheimtir skatt og gjald þá munu þeir peningar ekki skila sér á þá staði sem þeir þurfa..... þeir mun einfaldlega vera settir í annað... Því er ekki að neita að mér fyrnst þetta gjald sem verið er að innheimta á geysi hátt..... Helmingur af þessum gjöldum renna til ríkisins og rúmlega það ef þeir borga vsk.... Ég er alveg til í að borga eitthvað inná þessi svæði ef það skiptir ekki þúsundum fyrir fjölskilduna....
Ég tel að þeir skattar og gjöld sem fást af ferða mönunum ætti ríkið að sjá sóma sinn í að nota á einkvern hátt till uppbyggingar... Þeir eru tilbúnir til að skuldsetja okkur hálfa æfina til að byggja álver og lofa lansvirkjun að traðka á ósnortu landi....
Miðað við það sem á undan er geingið stið ég Geysis menn en biðla til þeirra að hafa gjaldið mun lægra.... Ætti að duga þeim 100m á ari til uppbyggingar og viðhals...

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá snöfli » 28.mar 2014, 19:19

Það eru til fullt af leiðum til að rukka án þessa ansk náttúrupassa. T.d, með að taka venjulega VSK af gistingu. Eins og er eru þessi fyrirtæki að fá nettó greitt til sín VSK þe innkattur er hærri en útskattur hvað ansk. atvinnugrein er það?


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 28.mar 2014, 19:46

Það er greinilegt að sumir skilja ekki að þetta er prinsipp mál og býður upp á óþolandi ástand um allt land. Hvar haldiði að þetta endi? Þetta er ekki bara spurning um Geysi. Ef menn eru sáttir við að landigandi geti rukkað íslendinga fyrir aðgöngu að þeirra landi (í tilfelli Geysis á ríkið reyndar landið) ef þeim sýnist svo, þá gefst ég upp. Þetta er fordæmisgefandi og ef þetta verður látið óáreitt, þá mun þetta dúkka upp um allt land. Halda menn að landsskemmdir eigi alltaf við rök að styðjast, ekki aldeilis. Er eðlilegt að leggja út nokkrar milljónir í stofnkostnað og hala inn tugi milljóna á ári í siðlausri gjaldtöku.
Aðalmálið hér er það, að þessi gjaldtaka er ólögleg og án allra heimilda, það hef ég fengið staðfest hjá Umhverfisstofnun.

User avatar

birgirn
Innlegg: 49
Skráður: 29.maí 2011, 19:52
Fullt nafn: Birgir Nielsen

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá birgirn » 28.mar 2014, 20:14

[quote="heidar69"]Ég hugsa gjaldtöku ríkisins með hrillingi... Þeir eru ekki enn búnir að málbika hringveiginn Þút þéir séu búnir að inheimta margfalt þann kosnað... Eg ríkið inheimtir skatt og gjald þá munu þeir peningar ekki skila sér á þá staði sem þeir þurfa....]


Afsakið ef ég fer með rangt mál en var það ekki ástæðan fyrir að þeir settu vinsælu bifreiðagjöldin á okkur? Hvert eru þeir peningar að fara? Mér finnst hálf undarlegt að fólk skuli ekkert spá í hvert bifreiðagjöldin fara.

Annars afsaka ég offtopic, langaði bara að kasta þessu fram


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá lecter » 28.mar 2014, 20:21

Ég er ekki að skilja hvernig hægt er að horfa upp á þessa ferðamanna staði troðna niður þar til ekkert er eftir af þvi það er ekki til peningur til að halda fólki frá ,, og smiða gönguleiðir um svæðin ,,,T,D ,það tekur um 50ár að laga skemdirnar sem eru við silfru þar er ekkert að sjá nema drullu flag , margir staðir hér þola ekki nema 2-3 ár i viðbót á þessum þunga ferðmanna þar til þarf að loka þeim , og hvað leingi ,,,50ár eða þar til þeir gróa upp aftur og það höfum við ekki hugm um hvað tekur langan tima,,

ég stið gjaltöku eftir að hafa farið um Þingvellina og séð auðnina sem er að verða þar og skil ekki þjóðgarsvörðinn þar að loka ekki svæðinu fyrir allri umferð næstu 10 ár ,, eða taka upp gjaldtöku til að hægt sé að ráða smiði til að girða af og gera gaungu stiga

en talið er að kosti 500 millur að koma þessu i skikkanlegt horf i landinu ,,

deila má um hvernig staðið er að þessu og hvað mikill hluti fer i að gera svæðin klár til að taka á móti 1,000,000 mans á ári
en vonandi laga geysis menn sitt svæði strax fyrir peninginn

þessi grein hér ber vott um öfund i peningana sem eiga eftir að koma þarna inn


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 28.mar 2014, 20:35

Ég gefst upp. Ég veit ekki einu sinni hvernig á að svara svona vitlausu innleggi, eins og hjá þér Hannibal. Þetta er allt vitlaust hjá þér, og ég fæ bara bjánahroll.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Stebbi » 28.mar 2014, 21:02

Algjör óþarfi að gefast upp nafni, þú ert held ég að beina kröftum þínum í vitlausa átt. Ástæðan fyrir þessari gjaldtöku bæði í Kerinu og á Geysi er sú að alþingi og núna innanríkisráðuneytið eru búin að sitja með þumalinn á kafi í rassgatinu á sér með þessi gjaldtökumál í allt of langan tíma, og þar er frændi þinn Ögmundur meðtalinn. Það er búið að tala og tala og tala um þetta, svo er búið að rífast um þetta helling líka en enginn hefur gert neitt í málinu nema landeigendur.
Ég er persónulega ekki hrifin að því að borga við hliðið eins og í skemmtigarði fyrir að fá að skoða landið mitt sem ég held uppi með svívirðilegri skattheimtu. Þetta á að sjálfsögðu að rukka af ferðaiðnaðinum á einn eða annan máta og eyrnamerkja í uppbyggingu á þessum stöðum, það er endalaust hægt að eyða í þetta þannig að það er engin hætta á því að það verði nokkurn tíman afgangur af þeim peningum. Þangað til að ríkið fer að rukka ferðamenn um þetta þá munu landeigendur gera það og eru tilneyddir til þess sumstaðar eins og á td. Geysi. Svæðið þar er til háborinar skammar, sóðalegt og illa hirt. Gangstéttin öll í klessu og hverirnir ekki nógu vel girtir af.
Get vel skilið að þér finnist þetta vera prinsip mál að það sé ekki rukkað inn og ég skil það vel, en á meðan ekki er tekin ákvörðun á alþingi um þessi mál þá er hinn valkosturinn hreinlega að loka svæðinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá ellisnorra » 28.mar 2014, 21:13

Mér finnst sjálfsagt að borga fyrir að sjá Geysi eða Gullfoss eða Hraunfossa ef það kemur aðstaða sem sómi er af. Með skýrum fyrirvara að löggildur eigandi svæðisins sjái um framkvæmdina. Það er víst eitthvað flókið á Geysissvæðinu. Ég borga fyrir að fara í bíó, afhverju á ég ekki að borga fyrir að sjá náttúrufegurð þar sem er góð aðstaða fyrir ferðamenn?
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá StefánDal » 28.mar 2014, 21:25

Það þarf klárlega að ná inn peningum einhverstaðar. Ekki bara til landverndar heldur líka til þess að styrkja bjögrunarstarf almennt.
Ég er á því að svona lagað verði eingöngu til þess að fæla fólk frá og þá sitjum við uppi með hugmyndina hans Hannibals. Að loka Þingvöllum með öllu næstu 10 árin? Til hvers er náttúrufegurð tilstaðar ef það má ekki skoða hana með eigin augum?
Er fegurð yfir höfuð fegurð ef það er enginn til þess að sjá hana?

Ég tók eftir því um daginn þegar ég var að skoða flug til Kúbu að þar í landi borgar maður brottfarargjald. Það er að mínu mati mun farsælli leið í svona peningaplokk.

User avatar

Gulli J
Innlegg: 168
Skráður: 22.mar 2010, 20:25
Fullt nafn: Guðlaugur Jónasson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Gulli J » 28.mar 2014, 22:17

Eina að viti væri að ferðaþjónustu aðilar sem selja ferðir á þessa staði rukkuðu kannski 200 kall fyrri heimsókn á hvern stað og væru með fyrirtæki sem tæki við aurnum og sæi um að gera góða aðstöðu fyrir ferðamenn.

Eins og þetta stefnir í þá munu landeigendur rukka um 400 millur fyrsta árið svo hækka gjaldið og ná í einn miljarð fljótlega, svo- láta þeir meta fyrirtækið sitt og þar sem það halar inn miljarð á ári þá metur bankinn það á 8-10 miljarða, þá geta þeir slegið lán út á það upp á kannski 8 milljarða og síðan stofna þeir fjárfestingafélag með 8 milljarða í hlutafé og slá lán upp á 50 milljarða í viðbót og þá byrjar ballið og VIÐ VERÐUM ÖLL RÍK, EÐA HVAÐ HALDIÐ ÞIÐ ?????

Svo munu aðrir landeigendur fara sömu leið í kjölfarið og ef einfaldur auðtrúa og heimskur skrílinn vill banna þetta þá verður honum sagt að ríkið sé þá bótaskylt ef þetta verði dregið til baka.

Bóndi sem á slóða inn á heiði mun rukka ykkur um 5þ kall ef þið viljið fara hann því hann segist vera að selja ykkur í útsýnisferð þangað.

Ég hvet alla sem vetlingi geta valdið til að taka þátt í því að stoppa þessa helvítis þvælu sem er að bresta á.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2

Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.


Fordinn
Innlegg: 377
Skráður: 03.feb 2010, 21:47
Fullt nafn: Mikkjal Agnar Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Fordinn » 28.mar 2014, 22:29

Það er hægt að laga og græða allt... það kostar vinnu og peninga.... ríkið á alveg að geta komið þvi þannig fyrir að þeir geti veitt peningum i svona verkefni með gjaldheimtu á ferðamenn til landsins... þad þarf enga hundruði milljona i morg ár til að laga ástandið á geysi td. þetta er hægt að laga á einu til tveimur sumrum svo sómi sé af. hvað haldiði að það kosti að vera með allt þetta fólk þarna i hliðinu..... liggur ansi mikill launakostnaður í þessu.... þeim peningum væri betur varið i uppbyggingu staðarins sem þyrfti svo lágmarks viðhald morg ár á eftir.


olistef
Innlegg: 72
Skráður: 04.feb 2010, 18:39
Fullt nafn: Ólafur Ágúst Stefánsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá olistef » 28.mar 2014, 23:53

Þetta er þörf áminning hjá þér StebbiÞ.
Sem útivistarmaður tek ég heilshugar undir með þér. Gangi ykkur vel.

User avatar

Hagalín
Innlegg: 760
Skráður: 01.feb 2010, 07:44
Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
Staðsetning: Akranes
Hafa samband:

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Hagalín » 29.mar 2014, 02:38

Mín skoðun er sú að uppbygging þarf að eiga sér staðar áður en gjald er tekið inn á svæðin. Sjáið Kerið, hvað hefur verið byggt upp síðan gjaldtaka hófst þar? Ekki neitt.
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur

E-1870

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá gislisveri » 29.mar 2014, 06:50

Ég borga með glöðu geði og treysti einkaðaðilum 100 sinnum betur en ríkinu til að ráðstafa peningunum. Svo er þessi náttúrupassahugmynd arfavitlaus í alla staði.
Það þarf auðvitað að veita einkaaðilunum aðhald eins og öðrum, ekki spurning.
Ef að allt er í lagi, þá ætti þjónusta og öryggi að batna við þessa staði, sem veitir ekkert af.

Kerið finnst mér hins vegar ljótt og ómerkilegt og færi ekki þangað þó ég fengi 600kr. greiddar fyrir.


Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Aparass » 29.mar 2014, 10:31

Fyrir utan svívirðilega háa skatta þá veit ég ekki betur en að ef við ákveðum að keyra gullna hringinn eða eitthvað álíka til að skoða þessar perlur okkar þá þarf í það bensín fyrir kanski 10 þús íslenskar krónur, af því fer rennur öruglega sex þús til ríkis. Erum við þá ekki búnir að borga aðganginn að þessu og þessar 20 krónur sem þurfti fyrir klósettpappírinn ?
Verðum við endilega að borga 6 þús og líka 800 krónur í aðgang ?


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá kjartanbj » 29.mar 2014, 11:15

Kjarni málsins er sá að landeigendur þarna sem eiga landið í kringum Geysi ásamt ríkinu, er að selja aðgang að Geysi og strokk sem er alfarið í eigu ríkisins semsagt okkar..

Ferðaþjónustan skilar mörgum milljörðum í ríkis kassann á ári
Peningarnir sem koma inn á svona gullhring fara að stórum hluta í ríkis kassann í formi skatta tildæmis olíugjalda og þessháttar, mér finnst stundum eins og fólk haldi að ferðaþjónustu fyrirtækin séu bara að mala gull og engin nema eigendur fyrirtækjanna græði, mér finnst að ríkið geti bara séð sóma sinn í að laga það sem þarf að laga þessum stöðum sem er verið að fara með ferðamenn á, enda skilar það sér margfalt til baka

Það vinna tæplega 40 þúsund manns við ferðaþjónustu á Íslandi, hvað ef ferðamenn hætta að koma útaf græðgi landeigenda á Íslandi, ferðaþjónusta er orðin stærri atvinnugrein en fiskveiðar og stóriðja á Íslandi og alveg komin til að henni sé sinnt að einhverju ráði
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

heidar69
Innlegg: 142
Skráður: 20.maí 2012, 18:22
Fullt nafn: gudmundur heidar asgeirsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá heidar69 » 29.mar 2014, 13:09

Frá mínum bægja dyrum séð þá er alveg öruglega ríkunu ekki treistandi fyrir fjármunum.... Svo það má prufa alla aðra kosti.... Ef eg fer á Geysi í framtíðinni með alla krakkanna sem eru 15-23ára og borga 1200Oþ bensín 600kr Geisir 3800kr. Gullfoss 3800kr. þíngvellir 3800kr. sjopann einusinni 4000kr... Þá gera það 27400kr þess vegna finst mér gjaldið sem þeir hja Geysi rukka of hátt.. Ríkið stórgræðir þega búið er að innheimta skattanna... Ég reindar skil ekki skattanna á annann boginn taka þeir vsk af ímsu eins og gistingu og hinboginn vildu þeir setja sérstakan gistinátta skatt... Eg bara skil ekki svona.... Það er nú eitt sem græðist á að taka gjald hingað og þangað um landið það er bygðastefna.... Ég vinn sjálfur fyrir spænska ferðaþjónustu bæði hér heima og á Grænlandi og eru þeir með á þriðja þúsund ferðamenn í hvoru landi .... hver ferða maður er að borga um 280þ til 350þ fyrir ferðinna.... Þessar ferðir eru með allt inni falið... við verslum í bónus og krónunni kaupum eldsneiti á um 16 smá rútur pöntum gistingu á hostelum og sumarhúsum um allt land, skála á laugaveiginum, leigjum pláss fyrir kulutjald í landmannalaugum og ótal markt fleira.... Ég hef einga trú á að þessir ferðamenn hætti að koma þótt við tækjum 10þ í gjöld á svona stöðum.... en ef það er mykið meira þá hef ég áhiggjur... Hvað með allan landbúnaðinn sem þarf að fæða alla þessa ferðamenn ég gæti trúað að ferða menirnir borði helminginn af öllu labakjöti sem við framleiðum. versli öruglega helminginn í verslununum út á lansbygðinni.... haldi uppi svona 80% af ollu gististöðum á landinu.... Ég veit ekki um neina atvinugrein sem kemst nálagt því að bú til eins mörg störf og fermanna brasan ... og auðvita þarf banka,kenar,og framveigis í kringum þessi störf.... Mér leiðist að hlusta á menn tala illa um ferðamenn eins og þá sem ferðast aðeins ódýrara en gista ekki altaf á fimmstjörnu hótelum og panta þirluflug.... Ég gleðst til dæmis yfir öllum þessum Þjóðverjum að þeir traðki niður landið okkar er bara hroki það erum við sem bregðumst við erum ekki að gera þær ráðstafanir sem þarf. Við erum að skita í buxurnar ekki ferðamennirnir... Við myndu einfaldlega ekki lifa af á ferðamannanna og landsbigðinn myndi legjast í eiði að stærstu hluta ef þeirra væri saknað. Til að byggja upp fjöldreitt atvinulíf um land allt er að hafa blandaða atvinustarfsemi....
Nátturu passi er ljót lausn og enn ljótara að fela ríkinnu að gæta peninganna...glatað fé. útvarps skaturinn , bifreiðagjöldin til dæmis sanna það.....
Ef til dæmis ákveðin svæði vildu selja passa til dæmis Geysir ,Gullfoss og Þingvellir í einum passa þá litist mér betur á það... eða fí og útivist sægi um það litist mér vel á þeir hafa staðið sig með priði í uppbyggingu þútt þeir gætu gert meira ef þeir gætu inheimt svona gjald.. Til dæmis í landmanna laugum sem eru að spriga þar hefur verið gerðir góðir hlutit en ég sægi alveg fyrir mér gjaldtöku þar og væru þjónustugjöldinn af salerninu innifalinn.... Ég hef séð marga ferðamenn koma þar bæði erlenda og innlenda nota aðstöðunna það og borga ekkert fyrir....
Mér er ant um landið mitt og seigi þessum tilögum ríkisins stjórnar og stjórnarandstöðu stríð á hendur.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Stebbi » 29.mar 2014, 14:05

heidar69 wrote: Við myndu einfaldlega ekki lifa af á ferðamannanna og landsbigðinn myndi legjast í eiði að stærstu hluta ef þeirra væri saknað.


Eins gott að við höfðum ferðamannaiðnanðinn í upphafi til að koma af stað byggð utan höfuðborgarsvæðisins. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Hrútur1 » 29.mar 2014, 14:57

Sunnudags rúntur með fjölskylduna austur fyrir fjall 4 í fjölskyldu 3 borga og eitt barnið undan þegið greiðslu, miðað við að 600 kr á hvern stað á .einstakling

Þingvellir 3 = 1800, Kerið 3 = 1800, Faxi 3= 1800, Geysir 3 = 1800, Gullfoss 3= 1800 Heildar verð inn á staðina = 9000 kr Bensín kosnaður = 5000 á Ford Focus, nesti og sjoppur =3000 kr .
Ferða kostnaður 8000. Aðgangseyrir = 9000. samtals = 17000 þúsund kr einn sunnudagur.
Hvað kemur þá hringferð um landið til með að kosta sömu fjölskyldu, er þetta það sem við viljum sjá

User avatar

heimir páll
Innlegg: 64
Skráður: 24.okt 2010, 22:26
Fullt nafn: Heimir Páll Birgisson
Bíltegund: patrol 95 38"
Staðsetning: Akureyri eða A-Hún eftir hvort henntar betur

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá heimir páll » 29.mar 2014, 20:45

ég veit nú ekki betur en að þegar við erum túristar í útlöndum að þá þurfum við að borga okkur inn á svona ferðamannastaði það vantar pening til að byggja þetta upp svo af hverju ekki bara að rukka hann inn frekar en að hækka skattana á okkur við ráðum því bara alveg sjálfir hvort við skoðum þessa staði eða ekki menn eru ekki alla daga að fara á geysi eða einhverja aðra þanig staði þanig að þetta eru nú ekki margir þúsunkallar á ári sem fara í þetta.
bara mín skoðun
kveðja Heimir Páll sem mundi glaður borga þúsund kall til að skoða staðina og fá þá alemennilega göngustíga og klósett
Ég stend hann flatan hann kemst bara ekki hraðar


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Hrútur1 » 29.mar 2014, 21:36

Hver segir að það ekki eigi að rukka, í mínum huga snýst þetta frekar um hvar á að rukka td komugjöld við komu til landsins líklegast einfaldasta og ódýrasta aðferðin, eða rukka vask af ferðaþjónustu fyrirtækjum eða fellaniður afslætti til kaupa á bílaleigum, gistigjöldum, rútufyrirtækjum.
Sumir vilja ekki að ríkið rukki inn gjöld vegna þess að þau myndu ekki skila sér þá segi ég hvað með einkaframtakið er hægt að treysta því.
Nei er mitt svar ( hverir settu bannkana á hausinn, stálu öllum peningum á landinu og fluttu út og eru svo að reina koma með það aftur núna, eru ekki um 70-80 prósenta Íslenskra fyrir tækja búnir að fá afskriftir til að lifa eru þetta aðilar sem við getum treyst?.

Menn tala svalir um að þetta muni ekki kosta nema nokkra þúsund kalla, en ég held að mönnum bregði illa við þegar þeir fara í tíu daga sumarferð um landið með fjölskylduna og átta sig að þeir eru að eiða meira í glápgjald en eldsneyti i ferðinni


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá kjartanbj » 29.mar 2014, 22:01

svo er þetta enn og aftur kjarni málsins.. þarna eru menn að rukka og stinga í sinn vasa fyrir aðgang að landi sem ríkið á 100% , þeir eiga landið í kringum geysina í sameign með ríkinu , þannig þeir eiga ekkert land þarna aleinir, þetta kallast þjófnaður á góðri íslensku , hvað yrði sagt ef þið mynduð mæta niður í bæ með posa og fara rukka fólk fyrir að skoða sig um

Landeigendur á geysisvæðinu hafa ekki getað sýnt fram á kostnað vegna viðhalds á svæðinu, það er einfaldlega vegna þess að ríkið hefur lagt til peninga til gerðar göngustíga, vissulega mega þeir gera betur.. en það er bara ekki satt að þessir þjófar sem eru að rukka séu búnir að vera borga úr sínum eigin vasa fyrir viðhald á svæðinu, þeir leigja þarna land undir rekstur verslana á svæðinu og hafa af því tekjur , skil bara ekki afhvejru það er ekki búið að mæta þangað og stöðva þessa vitleysu, vissulega á að hafa einhverskonar gjald, en það verður að vera eitt gjald sem er borgað við komu eða brottför frá landi, eitthvað sem fólk tekur ekki eftir, ekkert sem skemmir meira upplifun heldur en að vera sífellt að taka upp veskið og borga hér og þar

svo getum við farið út í náttúruverndarlögin og allan þann pakka, við megum ganga um landið án hindrana samkvæmt vissum skilyrðum og þeir geta ekki neitað okkur um það að heimsækja þetta ríkisland sem þeir eru að selja inná

Image
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Stebbi » 29.mar 2014, 22:17

Hrútur1 wrote:..... þá segi ég hvað með einkaframtakið er hægt að treysta því.
Nei er mitt svar ( hverir settu bannkana á hausinn, stálu öllum peningum á landinu og fluttu út og eru svo að reina koma með það aftur núna )


Þetta er nú bara hlægilegt, hvernig heldur þú að virðisauki verði til í landinu. Eru það ríkið eða einkaframtakið sem borgar skattana sem ættu að fara í að laga þessi svæði. Einkaframtakið eins og þú kallar það er allt frá einyrkjum upp í þessa hvítflibba-glæpona sem settu bankana á hliðina, frekar takmörkuð hugsun að dæma allan hópin út frá 10-20 manns.
Einfaldast væri að gjaldið inn á þessa staði væri minnsti seðill sem væri í umferð á hverjum tíma og frítt fyrir 12 ára og yngri. Í dag væri það 500 kall og eftir 15 ár verður það örugglega 1000 kall en þá eru laun og annað komið upp um 100% eins og eðlilegt þykir á Íslandi. Ef það gerist ekki þá og verðlag helst óbreytt þá er 500 kallinn ekkert að fara neitt.
Lang best er að þeir sem hafa hag að því að svæðin séu í lagi sjái um að halda þeim við og þarmeð rukki glápgjaldið. Þá fá mestu álagssvæðin mest af pening og drullupollar eins og Kerið fá minna. Allir fá borgað í takt við átroðning.
Ekki treysti ég einhverjum blýantsnagara í einhverju ráðuneyti í 101 til þess að sjá til þess að hlutirnir séu í lagi á þessum stöðum, hann hefur engan hvata til þess að græja hlutina og hafa allt 100%.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Hrútur1
Innlegg: 36
Skráður: 29.apr 2013, 17:50
Fullt nafn: Jökull Einarsson
Bíltegund: Ram

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Hrútur1 » 29.mar 2014, 23:07

Það er kannski rétt að það voru ekki fleiri sem komu peningum úr landi en það er dálítið fleiri sem fóru í kennitölu flakk og komust upp með það og afskriftir hjá fyrirtækjum hafa verið gífurlegar síðan um hrun og virðisauki hlýtur að hafa aukist frá hruni vegna þess að við hrun varð hann að engu allt í boði einkaframtaksins.


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 30.mar 2014, 01:43

Gaman að sjá að umræðan hefur verið fjörug síðan ég gafst upp eftir innleggið hans Hannibals.
Auðvitað eru menn missáttir við að greiða aðgangseyri til að skoða náttúruperlu. Sumum finnst það ekkert mál og spá ekkert í hvort gjaldið sé nýtt til uppbyggingar og viðhalds, eða því stungið að mestu í vasa landeigenda.
Þetta er ekki spurning um það í tilviki Geysis og Kersins.

ÞAR FER FRAM ÓLÖGLEG GJALDTAKA, Í TRÁSSI VIÐ LÖG.

Umræðuna um það hvort þetta sé æskileg leið til fjármögnunar við ferðamannastaði, má taka eftir að búið er að stöðva þessa lögleysu.

Kv, Stebbi Þ.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá ivar » 30.mar 2014, 07:18

Mér finnst frábært ef umræðan er að fara út í það að virða lög og reglur.
Margir búinir að nefna það að þetta sé í trássi við lög sem er setning sem viðkomandi apar upp eftir öðrum. Hinsvegar hefur enginn í þessum hópi bent á hvaða lög og vitnað í texta.
Ætla að skoða þetta betur en mig minnir að það séu takmarkinir á landi sem er ræktað eða búið að laga til á annan hátt. T.d. sé ég ekki mun á stéttinni hjá landeigendafélagi geysis og heimtröðinni hjá Ögmundi? Við ættum kannski að fara og halda útihátíð í garðinum hjá honum byggt á sömu lögum og reglum.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá ivar » 30.mar 2014, 07:26

IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni.
17. gr. Réttindi og skyldur almennings.
Almenningi er heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga vel um náttúru landsins.
Á ferð sinni um landið skulu menn sýna landeiganda og öðrum rétthöfum fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, m.a. vegna búpenings og ræktunar, þar á meðal skógræktar og landgræðslu, og fylgja leiðbeiningum þeirra og fyrirmælum varðandi ferð og umgengni um landið.
Fara skal eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum eftir því sem auðið er, hlífa girðingum, fara um hlið eða stiga þegar þess er kostur og ef farið er um lokuð hlið skal loka þeim eftir að gengið hefur verið um þau. Forðast skal að valda öðrum óþægindum og truflun með hávaða. Skylt er að gæta fyllsta hreinlætis og skilja ekki eftir sorp eða úrgang á áningarstað eða tjaldstað.
Sérstök aðgát skal höfð í nánd við búsmala, selalátur, varplönd fugla, veiðisvæði og veiðistaði. Forðast skal að eyða eða spilla gróðri með mosa-, lyng- eða hrísrifi eða á annan hátt.
Almenningi er frjáls för um vegi og vegslóða þar sem akstur er heimill samkvæmt kortagrunni, sbr. 32. gr., með þeim takmörkunum og skilyrðum sem kveðið er á um í lögum þessum og í vegalögum, og reglugerðum settum eftir þeim.
För manna um landið er ekki á ábyrgð eiganda lands eða rétthafa að öðru leyti en því sem leiðir af ákvæðum annarra laga og almennum skaðabótareglum.
18. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Þó er í sérstökum tilvikum heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og stiga för manna og dvöl á afgirtu óræktuðu eignarlandi í byggð ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess eða verndunar.
För um ræktað land, sbr. 20. tölul. 5. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

Svo getur auðvita hver sem er lesið það sem hann vill út úr þessum lögum og reglum en ég myndi segja að aðal spurningin sé hvort þetta sé ræktað land eða ekki og ég myndi túlka þetta sem ræktað land væri það mitt eigið þar sem búið er að leggja stíga, girða af hveri og vinna á annan hátt með landið til að stýra umfærð. (Ræktað fyrir túrista)


s.f
Innlegg: 308
Skráður: 08.feb 2010, 20:50
Fullt nafn: steinþór friðriksson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá s.f » 30.mar 2014, 08:37

elliofur wrote:Mér finnst sjálfsagt að borga fyrir að sjá Geysi eða Gullfoss eða Hraunfossa ef það kemur aðstaða sem sómi er af. Með skýrum fyrirvara að löggildur eigandi svæðisins sjái um framkvæmdina. Það er víst eitthvað flókið á Geysissvæðinu. Ég borga fyrir að fara í bíó, afhverju á ég ekki að borga fyrir að sjá náttúrufegurð þar sem er góð aðstaða fyrir ferðamenn?

mun eðlilegra að þú borgaðir þá fyrir að nota aðstöðuna enn ekki fyrir að skoða landið.

User avatar

jongud
Innlegg: 2625
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá jongud » 30.mar 2014, 09:25

ivar wrote:IV. kafli. Almannaréttur, útivist og umgengni.
18. gr. Umferð gangandi manna.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Þó er í sérstökum tilvikum heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og stiga för manna og dvöl á afgirtu óræktuðu eignarlandi í byggð ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess eða verndunar.
För um ræktað land, sbr. 20. tölul. 5. gr., og dvöl þar er háð samþykki eiganda þess eða rétthafa. Sama gildir um skógræktarsvæði í byggð sem ekki eru í eigu eða umsjá ríkis eða sveitarfélaga, önnur en náttúrulega birkiskóga og kjarr. Sé skógrækt styrkt með opinberu fé skal kveða svo á í samningi við eiganda eða rétthafa lands að hann tryggi almenningi með reglum sem hann setur frjálsa för um landið eftir að fyrstu stigum skógræktar er lokið.

Svo getur auðvita hver sem er lesið það sem hann vill út úr þessum lögum og reglum en ég myndi segja að aðal spurningin sé hvort þetta sé ræktað land eða ekki og ég myndi túlka þetta sem ræktað land væri það mitt eigið þar sem búið er að leggja stíga, girða af hveri og vinna á annan hátt með landið til að stýra umfærð. (Ræktað fyrir túrista)


Þegar talað er um ræktað land er átt við tún, kornakra og þess háttar, EKKI göngustíga. Svo er hvergi sagt í lögunum að heimilt sé að rukka fyrir aðgengi. Lögin segja að það sé bara heimilt að banna umgengni ef það er nauðsynlegt vegna nýtingar þess eða verndunar.
Þannig að annaðhvort skulu landeigendur leyfa almennt aðgengi eða banna það alveg.
Að auki eru ekki allir landeigendur á Geysissvæðinu sammála um gjaldtökuna.


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá kjartanbj » 30.mar 2014, 13:58

Þjófarnir í bláu göllunum létu sig hverfa kl 12 og opnuðu bæði hliðin, eitthvað hlýtur það að segja manni
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-

User avatar

Lindemann
Innlegg: 147
Skráður: 02.feb 2010, 17:24
Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
Bíltegund: Cherokee ZJ

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Lindemann » 30.mar 2014, 15:54

Kjarni málsins er náttúrulega eins og búið er að koma fram að menn geta ekki tekið af fólki gjald fyrir að skoða land sem þeir eiga ekki sjálfir, nema þeir hafi umráðarétt yfir landinu(leigusamning eða eitthvað þessháttar)
Ég hef ekki heimild til að koma fyrir skúr við Hljómskálagarðinn og rukka þar inn, ekki frekar en landeigendafélag Geysis hafi heimild til að rukka inná það landsvæði sem ríkið á þar.

Hitt er svo annað mál að ég er hlynntur því að hægt sé að taka gjald af ferðamönnum fyrir að njóta náttúrufegurðar, en ég hef ekki lausn á því hvernig það á að fara fram.
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá grimur » 30.mar 2014, 16:33

Það vantar kannski svolítið í þessa umræðu að ríkið hefur lítið sem ekkert lagt til viðhalds á svæðinu þrátt fyrir að eiga 1/3 í því, en jafnframt bannað nýtingu á t.d. heitu vatni af svæðinu að miklu leyti. Þessi kergja ríkisins hefur þvælst fyrir öðrum eigendum svæðisins í áratugi, ríkið hefur svosem enga hagsmuni af því að nýta heitt vatn þarna enda ekki með neinar byggingar þarna á sínum vegum. Þar af leiðandi hefur ekkert mátt gera og allt í lamasessi.
Það er örugglega ekkert gaman að vera þarna og þurfa að horfa upp á túrista skaðbrenna sig á hverju ári þar sem ekki er gengið almennilega frá girðingum, stígum og merkingum.
Þetta mál á sér semsagt langa sögu og flókna, sem verður ekki gerð skil í fjölmiðlum eða á vefnum að neinu gagni. Hvað varðar samstöðu eigendanna á svæðinu í dag varðandi gjaldtöku veit ég ekkert um, en það er ekki ólíklegt að mismunandi hagsmunir séu þar að baki og mismunandi sjónarmið.

Svo má færa rök fyrir því í þessari umræðu að um leið og ríkið leggur til styrki í uppbyggingu á svona svæðum, þá séu skattborgarar landsins búnir að greiða fyrir aðgang, get ekki séð að einhvert evrópubatterí geti mótmælt því. Ég hef heldur ekki séð neitt um það að landeigendur Geysissvæðisins séu mótfallnir því að hleypa Íslendingum frítt inn.

Enn eitt sem ég hef orðið var við frá því "sumarbústaðavæðingin" byrjaði fyrir alvöru: Borgarbúar sem eignast landskika einhvers staðar úti í sveit víggirða sín lönd, jafnvel þvert á gamlar þjóðleiðir og út að árbökkum, án þess að setja hlið og loka slóðum með merkingunni "Einkavegur". Lönd af þessari gerð virðast því vera töluvert meira "prívat" heldur en jarðir sem notaðar eru t.d. undir hefðbundinn landbúnað.
Það er ekki sama hvort það er Jón eða Séra Jón eða hvað?


kv
G


kjartanbj
Innlegg: 899
Skráður: 06.jún 2011, 18:30
Fullt nafn: kjartan Björnsson
Bíltegund: Ford Ranger
Staðsetning: Reykjavík

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá kjartanbj » 30.mar 2014, 20:38

ástæða fyrir því að það má ekki taka vatn af svæðinu er sú að það getur raskað grunnvatnstöðu svæðisins og mögulega geta hvernirnir hætt að gjósa ef of mikið vatn væri tekið, þess vegna er allt hitað upp þarna með rafmagni í dag , og finnst mér það bara mjög skiljanlegt, ef það væri bara farið að tappa vatni af svæðinu þá gæti gerst eitthvað óafturkræft sem enginn vill

ríkið hefur greitt fyrir gangstígana og viðhald á svæðinu, "landeigendur" hafa ekki getað sýnt framá kostnað við viðhald á svæðinu eins og þeir segjast hafa verið að standa kostnað af
Ford Ranger 91 351w 39.5" -Seldur-
Dodge Ram 2500 5.9 Cummins -Seldur-
-Seldur- Land cruiser 80 VX 44" -Seldur-


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 30.mar 2014, 23:07

Jæja, þá er góðum degi lokið. Við vorum um 100 manns þarna í dag og ræningjarnir flúðu með skottið á milli lappanna þegar við komum.
Ég skal segja ykkur hvaða lög þeir eru að brjóta, þeir vita það sjálfir mætavel.

Í núgildandi náttúruverndarlögum er til ákvæði um gjaldtöku og er það 32.grein.
Hún er svohljóðandi:
"Náttúruvernd ríkisins eða sá aðili sem falinn hefur verið rekstur náttúruverndarsvæðis getur ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu. Rekstraraðili náttúruverndarsvæðis getur enn fremur ákveðið gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum.
Tekjum samkvæmt síðari málslið 1. mgr. skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því”.

Takið eftir að þarna er talað um aðila sem FALINN HEFUR VERIÐ REKSTUR NÁTTÚRUVERNDARSVÆÐIS.

Þá komum við að 30.grein, sem heitir "Umsjón falinn öðrum"
Þar stendur:
"Náttúruvernd ríkisins getur falið einstaklingum eða lögaðilum umsjón og rekstur náttúruverndarsvæða að þjóðgörðum undanskildum. Gera skal sérstakan samning um umsjón og rekstur svæðanna sem umhverfisráðherra staðfestir. Í samningnum skal kveða á um réttindi og skyldur samningsaðila, mannvirkjagerð á svæðunum og aðrar framkvæmdir, landvörslu, menntun starfsmanna, móttöku ferðamanna og fræðslu, svo og gjaldtöku, sbr. 32. gr. Náttúruvernd ríkisins hefur eftirlit með því að umsjónar- og rekstraraðili uppfylli samningsskuldbindingar".
Varðandi gjaldtökuákvæðið sjálft þá kemur þar ennfremur fram að allar tekjur af gjaldtöku skuli varið til lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins.

Þarna er lögbrotið, rekstraraðilinn þarf að vera með samning við UST sem verður að vera undirritaður af ráðherra. HVORKI GEYSISMENN NÉ KERFÉLAGIÐ HAFA ÁÐURNEFNDAN SAMNING.

Þarna stendur þetta skýrum stöfum og hjá þessu verður ekki komist. Þetta er skýrt lögbrot, Þeir tóku bara upp á þessu sjálfir og ætla að stinga peningunum í vasann.

Takið líka eftir því hvar stendur: "öllum tekjum skal varið til eftirlits, lagfæringar eða uppbyggingar svæðisins eða aðkomu að því”.
ÞAÐ ERU ÞVÍ ENGAR ARÐGREIÐSLUR MÖGULEGAR. þegar þessir "þykjustu"náttúruunnendur átta sig á því, má búast við því að áhugin hverfi eins og dögg fyrir sólu.



Þetta er einnig ólöglegt út frá almannaréttinum. Landeigandi hefur reyndar heimild til að loka svæði ef það er sannarlega undir álagi, en hann getur ekki tekið upp einhliða gjaldtöku. Svæðið er þá einfaldlega opið eða lokað fyrir umferð fólks.

Þannig að brot þeirra er tvíþætt.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Stebbi » 30.mar 2014, 23:29

stebbiþ wrote:Þarna stendur þetta skýrum stöfum og hjá þessu verður ekki komist. Þetta er skýrt lögbrot, Þeir tóku bara upp á þessu sjálfir og ætla að stinga peningunum í vasann.



Hvað hafið þið fyrir ykkur í því. Þessi gjaldtaka er tilkomin vegna þess að nú fer ferðamannafjöldinn að fara yfir milljón manns á ári og ríkið er gjörsamlega búið að drulla upp á bak með að græja þessa vinsælustu náttúruperlur þannig að sómi sé af. Ef að ég væri í sömu stöðu og þeir og væri búin að bíða eftir ríkinu í mörg ár þá væri ég löngu búin að þessu, til þess að geta haft svæðið eins og það sé ekki rekið af þriðja heims ríki.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
stebbiþ
Innlegg: 304
Skráður: 26.feb 2010, 17:14
Fullt nafn: Stefán Þ. Þórsson

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá stebbiþ » 31.mar 2014, 00:04

Þér finnst þá aukaatriði að farið sé að lögum.

Ég hef nú komið þarna í Geysi frá því ég var barn og á hverju ári undanfarin 7-8 ár. Það er ekkert alvarlegt að þessu svæði, það fullyrði ég. Eflaust má bæta ýmislegt þarna, en þessar lygar landeigendafélagsins um hrikalegt ástand ástand svæðisins eru óþolandi. Allt sem gert hefur verið þarna hefur í ofanálag verið kostað af ríkinu og þeir hafa ekki lagt krónu í þetta. Enda bað ríkið um að fá að sjá reikningana fyrir öllum kostnaðinum sem þeir þykjast hafa orðið fyrir, hvað kom út úr því? Ekki neitt, enda haugalygi.
legg til að menn fari þangað og skoði svæðið með berum augum.
Sama sagan í Kerinu, ekkert að viti hefur verið gert þar. Öll uppbygging þar var kostuð af ríkissjóði.

Ekki trúa öllu sem þessir andskotar segja.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: SOS- allir að mæta

Postfrá Stebbi » 31.mar 2014, 00:17

Nei mér finnst það ekki aukaatriði að það sé farið að lögum, en ef þessi aðgerð þeirra verður til þess að setja eitthvað í gang hjá ríkinu þá er hún vel þess virði. Mér finnst það samt vera meira aðalatriði að dæma menn ekki sem ótýnda þjófa og svikara fyrr en þeir hafa sýnt það í verki, þetta er klárlega gjörningur til að koma málunum af stað.
Þetta svæði er gullgæsin þeirra þarna uppfrá og fyrr skal ég hundur heita en að þeir fari að drulla í súpuna sína með því að fæla ferðaþjónustuna frá sér fyrir nokkra hundraðkalla, sjoppan þeirra veltir meira á einum degi en þessi gjöld koma til með að skila þeim á einu ári.
Afhverju er Ögmundur frændi þinn ekki sveittur við að skrifa sanngjarnt frumvarp sem allir geta sæst við svo það sé hægt að hætta þessu rugli? Afhverju er hann ekki að keyra þetta mál í gegnum þingið? Afhverju er hann ekki að vinna vinuna sína í staðin fyrir að standa í einhverjum fjölmiðlaleik?
Mér finnst það vera miklu merkilegri spurningar en "afhverju eru þeir að rukka inn á Geysissvæðið".
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir