Gera við rafgeymi

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 26.mar 2014, 14:47

Sælir félagar.
Ég lenti í því óláni að skemma rafgeymi. Það kom sprunga á hann á miðjum gaflinum og nú vantar mig ráð hvað ég ætti að gera. Mér datt í hug að sjóða í þetta og þá vantar mig ráðleggingar með hvaða græjum og hvaða efni er best að nota til að fylla í rifuna.
Kannski væri svo sniðugt að setja einhverja drullu yfir líka, tveggja þátta stuðaraviðgerðarefni eða eitthvað slíkt, til að hafa bæði belti og axlabönd.

Eins með sýruna, er bara ein ríkis sýra eða þarf að hafa áhyggjur af að velja rétta gerð eða styrk af sýru?

Þess má geta að ég stillti geyminum upp ca 45 gráður upp í loftið til að eins lítil sýra færi af eins og mögulegt er til að þurrka ekki sellurnar.
Viðhengi
20140325_132803.jpg
20140325_132803.jpg (175.22 KiB) Viewed 8396 times


http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 26.mar 2014, 15:13

elliofur wrote:Sælir félagar.
Ég lenti í því óláni að skemma rafgeymi. Það kom sprunga á hann á miðjum gaflinum og nú vantar mig ráð hvað ég ætti að gera. Mér datt í hug að sjóða í þetta og þá vantar mig ráðleggingar með hvaða græjum og hvaða efni er best að nota til að fylla í rifuna.
Kannski væri svo sniðugt að setja einhverja drullu yfir líka, tveggja þátta stuðaraviðgerðarefni eða eitthvað slíkt, til að hafa bæði belti og axlabönd.

Eins með sýruna, er bara ein ríkis sýra eða þarf að hafa áhyggjur af að velja rétta gerð eða styrk af sýru?

Þess má geta að ég stillti geyminum upp ca 45 gráður upp í loftið til að eins lítil sýra færi af eins og mögulegt er til að þurrka ekki sellurnar.

Það er alltaf best að sjóða í plast með sömu gerð af plasti. Reddaði mér eitt skipti með með P 40 og pússaði fyrst með mjög grófum sandpappír og entist geyminn. Sýran er blönduð í einhverju hlutfalli sem ég man ekki, best að hringja í Skorra eða álíka fyrirtæki.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Sævar Örn » 26.mar 2014, 17:38

hef gluðað trebba yfir álíka sprungu í rafgeymi hjá mér og hann hélst í lagi í marga mánuði á eftir og var ekkert farinn að dafna þegar ég hætti að nota hann, ég lét að vísu mæla sýrustigið í honum og bæta á hann þar sem talsvert hafði lekið af honum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


juddi
Innlegg: 1242
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá juddi » 26.mar 2014, 21:20

Hef brætt svona sprungu saman með lóðbolta og setti svo yfir Bosh svart hitalím
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá biturk » 26.mar 2014, 21:27

persónulega myndi ég bræða með lóðbolta og fylla með viðeigandi plasti úr þá gömlum rafgeimi eða álíka ef uppá vantar

en það er örugglega ekkert að því að trebba þetta, bara passa að hafa hann dáltið grófann þar sem trebbinn fer á til að fá örugglega góða viðloðun


svo ættiru líka að gera gert við þetta með plast epoxý dóti eða jafnvel sýruþolnu kítti, það er örugglega möguleiki
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 26.mar 2014, 21:51

Ég var svolítið að bræða plast með lóðbolta í gamla daga, það er ekkert æðisleg viðgerð en gæti dugað, sérstaklega ef maður ætti eitthvað plast til að hrúga í þetta líka, smella svo trebba utaná og eitthvað meira stöff :)
Mér datt líka í hug að nota svona svipað og dúkarar nota, hitabyssu þráðardót eða þannig blæs heitu lofti minnir mig, hef aldrei notað svoleiðins, bara séð það notað.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1391
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Járni » 26.mar 2014, 22:25

Góð viðgerð með lóðbolta er góð viðgerð. Þú gætir samt þurft auka plast eða styrkingarnet.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 29.mar 2014, 19:57

Aðeins að velta þessu aftur upp ef fleiri hugmyndir kvikna hjá ykkur eða einhver pro plastviðgerðarmaður er með sína skoðun :-)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Polarbear » 29.mar 2014, 22:34

en að hringja bara í t.d. rafgeymasöluna? þeir mausa jú með rafgeyma allan daginn og gætu kanski haft góða hugmynd handa þér (mögulega að pranga uppá þig nýjum geymi? :) eða annað áhugavert).....


hrappatappi
Innlegg: 123
Skráður: 11.feb 2010, 22:13
Fullt nafn: Hjalti Melsted

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá hrappatappi » 30.mar 2014, 08:44

http://www.directindustry.com/prod/ses- ... 71269.html

þar sem ég er tölvuheftur og kann greinilega ekki að setja inn myndir af netinu þá er þetta slóðin..

allir dúkarar eiga þetta ef þú þekkir einhvern nálægt þér.. annars gæti ég soðið í þetta fyrir þig ef þú kíkir á mig á vinnutíma.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 30.mar 2014, 15:41

Takk fyrir þetta Hjalti, ég hef einmitt séð dúkara nota svona græju.
Ég náði mér í plast handföng af öðrum rafgeymi í gær, vonast til þess að þar nái ég svipuðu efni. Það er allavega af mjög svipuðum geymi. Síðan er ég ekki alveg búinn að ákveða hvað ég geri, hvort ég reyni að redda þessu sjálfur eða fæ einhvern til að gera það fyrir mig. Ég hringdi í Skorra og þar voru menn tilbúnir að reyna að föndra fyrir mig. Aðal málið finnst mér samt að fá rétta sýru á geyminn eftir viðgerð, láta mæla það sem er á honum og setja sama styrk. Sennilega gæti ég klórað mig fram úr viðgerðinni.
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1067
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Suzuki Fox
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá gislisveri » 30.mar 2014, 16:14

Ég er mjög hlynntur hvers kyns veseni, en ég er farinn að gruna að þú værir búinn að redda þér öðrum geymi fyrir lítið eða ekkert með sömu fyrirhöfn.
Fylgist spenntur með.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 30.mar 2014, 17:19

Ég náði mér í plast handföng af öðrum rafgeymi í gær, vonast til þess að þar nái ég svipuðu efni.

Elli athugaðu hvort sé stimplað á geyminn PP, PELD eða PLHD, það segir til hvaða plasttegund er í geyminum og auðvitað er best að nota rétta tegund.
Lóðboltasuða er oftast ónýt suða þar sem ekki má hita plastið svo harkalega.
Blásararnir eru fínir fyrir litlar viðgerðir en fyrst þarf að fasa sprungu og aðeins í kring þar sem er soðið með sköfu eða grófum pappír. Þegar byrjað er að sjóða þá hita svæðið þar til að þú sérð koma smá glampi á efnið og draga síðan þráðinn rólega eftir suðusvæði, hraði fer eftir hitastigi. Varast skal að ofhita plastið þar sem það brýtur niður mólikúlurnar í plastinu og gerir það stökkt, akkurat það gerist með lóðboltasuðu og erfitt að stjórna hita.
Búinn að sjóða einhverja kílómetra með litlum blásara og líka exstruder suðuvél. Mátt ekki einusinni skilja fitu af fingrum eftir þar sem á að sjóða.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 30.mar 2014, 17:52

Takk fyrr þessi flottu ráð Villi. Ég legg höfuðið í bleyti, vill alveg endilega að þessi geymir lifi þessi ósköp af.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 30.mar 2014, 17:57

elliofur wrote:Takk fyrr þessi flottu ráð Villi. Ég legg höfuðið í bleyti, vill alveg endilega að þessi geymir lifi þessi ósköp af.

Það ætti auðveldlega að vera hægt að sjóða í þetta, grunar að það sé Polyetenlin þá minnsta mál.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Freyr » 30.mar 2014, 19:09

Hvað með gasmyndun í geyminum og hitamyndunina í hitabyssunni? Er það ekki varasöm blanda? Sjálfur hef ég varann á kringum geyma því ég hef 2x sprengt rafgeyma og það er ágætis dúndur í aðalrétt með sýrugusu í eftirrétt....

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 30.mar 2014, 21:11

Góður punktur Freyr. Ég sendi bæði Skorra og rafgeymasölunni póst með myndum og útskýringum og bað um tilboð í að laga þetta. Sjá hvað þeir segja.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 30.mar 2014, 22:07

Freyr wrote:Hvað með gasmyndun í geyminum og hitamyndunina í hitabyssunni? Er það ekki varasöm blanda? Sjálfur hef ég varann á kringum geyma því ég hef 2x sprengt rafgeyma og það er ágætis dúndur í aðalrétt með sýrugusu í eftirrétt....

Ef geymirinn er ekki nýkominn úr hleðslu og allir tappar opnir og blásið ofaní sellur með hóflegum þrýstingi þá er hættan hverfandi. Svo til öryggis er hægt að vera með lítinn blásara sem blæs á geyminn (bara loftskipti) þá held ég að þetta sé öruggt, ét minnst hattinn minn og stígvélin ef eitthvað gerist.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Freyr » 30.mar 2014, 22:56

Ég vildi ekki draga úr ykkur með þessu, bara nefna þetta ef menn skyldu ekki hafa hugsað út í þetta.


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 31.mar 2014, 00:27

Freyr wrote:Ég vildi ekki draga úr ykkur með þessu, bara nefna þetta ef menn skyldu ekki hafa hugsað út í þetta.

Rétt veitir ekki af , margir prufað að baða sig í sýru með leiðinda árangri, þreytandi til lengdar.

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 31.mar 2014, 18:44

Ég fékk svar frá Skorra í dag, þeir eru tilbúnir að laga þetta fyrir 3-4 þúsund, sem sennilega er fjandi vel sloppið. Maður er ekki að græja sig upp og klístra eitthvað í þetta og redda sér sýrumælingu og sýru fyrir minna. Þó maður þurfi að bruna með hann suður til að láta gera þetta fyrir sig þá margborgar það sig.
Maður æfir sig að sjóða í plast með eitthvað annað bara :)

Takk kæru félagar fyrir góða umræðu og góð ráð, þau fara í reynslubankann :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá StefánDal » 31.mar 2014, 20:13

Settu inn myndir ef þú ferð í það að laga þetta. Einhverra hluta vegna er ég mjög spenntur fyrir viðgerð á rafgeymi.

En farðu varlega og reyndu að enda ekki eins og indversk brúður eftir fjöldskylduhneyksli.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Startarinn » 01.apr 2014, 21:37

Afhverju ertu svona hræddur Elli við prósentuna á sýrunni, ég hef margoft sett geymasýru á hina og þessa geyma, úr sama brúsanum.

Eina sem ég sé athugavert er að ef þú ert að bæta á geymi þá gæti borgað sig að skipta um hana alla, því maður veit aldrei hvað er búið að gufa upp úr geyminum. En uppgufunin samkvæmt bókunum ætti bara að vera vatn, því held ég að það gefi ekki rétta mynd að mæla á geyminum, því það er ekki gefið að sýru% sé sú sama og á að vera á.

Ef ég man rétt þá er geymasýran 35% brennisteinssýra í vatn, til gamans má geta þess að stíflueyðirinn Trausti hrausti er 96% brennisteinssýra
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 01.apr 2014, 22:33

Hann sagði það við mig hjá Skorra að það skipti miklu máli að hafa réttan styrk af sýru á geyminum, ég einhvernveginn gleypti það bara.
Ef þeir eru tilbúnir að laga þetta, og hafa reynslu í því, þá finnst mér betra að láta einhvern sem veit hvað hann er að gera dunda sér við þetta fyrir ekki meiri pening. Það er heill geymir upp á tugi þúsunda í hættu ef ég klúðra þessu. Ég kann að sjóða járn og smíða hús, en ekki að sjóða plast :)
http://www.jeppafelgur.is/

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá svarti sambo » 01.apr 2014, 23:43

Smá fróðleiksmoli fyrir þá sem ekki vita, að það skiftir líka öllu máli að nota eimað vatn á rafgeymir en ekki ísl. kranavatn.Bakteríurnar í vatninu leiða rafmagn og geta þar af leiðandi skammhleyft sellunum á meðan að hreint vatn er einangrari. Hreint vatn fæst í apótekunum.
Fer það á þrjóskunni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 02.apr 2014, 00:13

svarti sambo wrote:Smá fróðleiksmoli fyrir þá sem ekki vita, að það skiftir líka öllu máli að nota eimað vatn á rafgeymir en ekki ísl. kranavatn.Bakteríurnar í vatninu leiða rafmagn og geta þar af leiðandi skammhleyft sellunum á meðan að hreint vatn er einangrari. Hreint vatn fæst í apótekunum.

Það sem ég gerði varðandi vatnið var að setja upp síu fyrir kalda vatnið, eftir það þá var vatnið notað á alla lyftara og aðra rafgeyma. Sendi vatnið fyrst í ransókn sem sýndi að það væri mjög gott og engin hætta á neinu varðandi endingu rafgeyma. Sumir hafa keypt sér eimingagræjur fyrir sína lyftara, vatn keypt í apoteki kostar verulegar upphæðir og ekki forsvaranlegt þegar einn lyftari notar 10-15 ltr. vikulega.
Þetta er smá fróðleikur sem getur sparað mönnum verulegar peningaupphæðir, ef vatnið er nógu gott til að hægt sé að nota síu.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Stebbi » 02.apr 2014, 19:35

Svo eru það stein- og snefilefni ekki bakteríur sem valda kölkun í rafgeymum og hugsanlegu skammhlaupi í sellum. Vatnið á Íslandi er sem betur fer almennt það laust við kalk, sölt og gips að þetta er ekki vandamál rafgeymum í bílum hérna. En ef að menn eru súper-nojjaðir á því þá er hægt að sjóða það og hella í gegnum nokkra kaffifiltera, kæla svo og setja á geyminn, annars er þetta ekki það sem ræður úrslitum um endingu hjá venjulegum notenda.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá svarti sambo » 02.apr 2014, 23:51

Stebbi wrote:Svo eru það stein- og snefilefni ekki bakteríur sem valda kölkun í rafgeymum og hugsanlegu skammhlaupi í sellum. Vatnið á Íslandi er sem betur fer almennt það laust við kalk, sölt og gips að þetta er ekki vandamál rafgeymum í bílum hérna. En ef að menn eru súper-nojjaðir á því þá er hægt að sjóða það og hella í gegnum nokkra kaffifiltera, kæla svo og setja á geyminn, annars er þetta ekki það sem ræður úrslitum um endingu hjá venjulegum notenda.


Ég er svo sem alveg sammála þessu ( notaði bara eitt orð fyrir þessi aukaefni, hefði getað notað örveirur ), en það er allt í lagi að benda mönnum á rétt vinnubrögð til að vera ekki að stytta líftímann að óþörfu. Eða er það ekki rétt þar sem að þessi vefur á að vera fræðandi líka fyrir þá sem ekki vita.
Ég veit hins vegar, að við þessir í smáþorpunum glímum við annað vandamál, varðandi rafgeyma. Það eru stuttar vegalengdir og það er alltaf verið að starta og keyra stutt, og geymirinn fær ekki þá hleðslu sem hann þarf á milli starta. þetta hefur verri áhrif á geymirinn, heldur en vatnið. Við verðum alltaf að setja hleðslutæki reglulega á geymirinn til að ná hleðslunni upp, annars er líftíminn bara ca: tvö ár, vegna botnfalls og fl.
Fer það á þrjóskunni


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá baldur » 03.apr 2014, 16:07

villi58 wrote:
svarti sambo wrote:Smá fróðleiksmoli fyrir þá sem ekki vita, að það skiftir líka öllu máli að nota eimað vatn á rafgeymir en ekki ísl. kranavatn.Bakteríurnar í vatninu leiða rafmagn og geta þar af leiðandi skammhleyft sellunum á meðan að hreint vatn er einangrari. Hreint vatn fæst í apótekunum.

Það sem ég gerði varðandi vatnið var að setja upp síu fyrir kalda vatnið, eftir það þá var vatnið notað á alla lyftara og aðra rafgeyma. Sendi vatnið fyrst í ransókn sem sýndi að það væri mjög gott og engin hætta á neinu varðandi endingu rafgeyma. Sumir hafa keypt sér eimingagræjur fyrir sína lyftara, vatn keypt í apoteki kostar verulegar upphæðir og ekki forsvaranlegt þegar einn lyftari notar 10-15 ltr. vikulega.
Þetta er smá fróðleikur sem getur sparað mönnum verulegar peningaupphæðir, ef vatnið er nógu gott til að hægt sé að nota síu.


Vatn sem síað er rétt fyrir svona notkun er á fræðimáli kallað afjónað vatn, þar sem það hefur verið hreinsað af efnum sem leiða rafmagn (og valda þannig lekastraumi og skemmdum á geyminum)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 03.apr 2014, 16:49

Mjög flott umræða hér á ferðinni, flottir minnispunktar.

Ég fór með geyminn til Skorra - rafgeymaþjónustu í dag og fékk hann viðgerðan. Verðið var ögn hærra en um var talað í upphafi eða 4.450kr en áður var talað um milli 3 og 4 þúsund. Jæja skiptir ekki öllu, ég er mjög ánægður með viðgerðina, þeir redduðu þessu strax fyrir mig og vonandi er geymirinn "as good as new". Hann var líka mældur og kom vel útúr því.
Vonandi er vandamálið á úr sögunni.

20140403_143655.jpg
20140403_143655.jpg (104.06 KiB) Viewed 6678 times
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 03.apr 2014, 17:12

Ég verð bara að segja, þetta er ljót suða greinilega ekki mjög vanur þessi. En getur haldið líftíma rafgeymisins.
Suðan er bara 500 kr. virði :)

User avatar

Höfundur þráðar
ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá ellisnorra » 03.apr 2014, 17:21

Hann sauð sárið og setti svo bót yfir. Sennilega er þetta einhver límdrulla sem kemur úr túpu eða eitthvað slíkt sem sést þarna. Hann mældi líka sýrustigið og bætti sýru á.
http://www.jeppafelgur.is/


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá villi58 » 03.apr 2014, 18:57

elliofur wrote:Hann sauð sárið og setti svo bót yfir. Sennilega er þetta einhver límdrulla sem kemur úr túpu eða eitthvað slíkt sem sést þarna. Hann mældi líka sýrustigið og bætti sýru á.

Já ef þetta er einhver límdrulla þá skil ég útlitið á viðgerðinni.

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá Nenni » 03.apr 2014, 21:27

Það er til mjög gott tveggjaþátta efni í wurth sem er gott í svona viðgerðir, olíu og sýruþolið en kostar örugglega talsvert meira en viðgerð með vinnu í þessu tilfelli.
En þetta er svart og eins og fyrr sagði tveggjaþátta efni, það er með ótrúlegt bit við flest efni og þolir nánast allan andskotan. Hef prufað fyrir bensín, olíu, límt ál við ryðfrítt og allvegana.
Mjög gott efni en það er bara ekki verzlandi við þessa okursjoppu nema að vera MJÖG háan fastan afslátt (50+). Hef bara ekki fundið betra efni annarsstaðar. Ég skal setja inn partanúmerið ef ég finn nótu.


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá grimur » 04.apr 2014, 23:07

Þetta er einmitt leiðinda háttur hjá Wurth, að vera með svona okurverð, en himinháa afslætti fyrir útvalda.
Mjög undarlegt viðskiptamódel finnst mér, þeir fæla frá sér mikil viðskipti með þessu og fara virkilega í taugarnar á manni. Einmitt útaf þessu fer ég varla þarna inn þó að ég geti svosem fengið sömu kjör og fyrirtækið sem ég vinn hjá.
Mjög undarlegt.


haffijp67
Innlegg: 12
Skráður: 02.feb 2014, 19:32
Fullt nafn: Hafsteinn Pétursson
Bíltegund: Patrol /L200

Re: Gera við rafgeymi

Postfrá haffijp67 » 05.apr 2014, 10:36

Þetta er PE plast eins og er t.d. í fiskikörum það er ekki hægt að líma það með góðum árangri, það er hins vegar mjög gott að sjóða það, ég hef soðið í fullt af geymum og aldrei lent í neinu veseni með það.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 87 gestir