Felgur fyrir 46"

User avatar

Höfundur þráðar
arni87
Innlegg: 305
Skráður: 01.feb 2010, 19:49
Fullt nafn: Árni Freyr Rúnarsson
Bíltegund: 38" Musso
Hafa samband:

Felgur fyrir 46"

Postfrá arni87 » 24.mar 2014, 20:40

Hvaða felgubreydd eru menn að nota fyrir 46" MT dekk?

Og hvaða felgubreyddum mæla menn með fyrir þessi dekk?

Við erum að spá í að setja 46" MT á 16" felgur undyr 44" econline
Bíllinn er alltaf með alla vökva aukalega og vel útbúinn verkfæralega séð.
Ég hugsa að hann sé um 5 tonn klár á fjöll og í ferðum með mannskap og farangri.


Árni F
Lækurinn
Musso 97 38"

Flickr


MIJ
Innlegg: 104
Skráður: 17.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Markús Ingi Jóhannsson
Staðsetning: Vestfirðir

Re: Felgur fyrir 46"

Postfrá MIJ » 24.mar 2014, 20:50

Sæll ég er með gamlan patrol á 46" og er með 18" breiðar beadlock felgur undir honum, kemur bara vel út, erum líka með nýjan patrol á 46" á sömu felgubreidd,
If in doubt go flat out


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Felgur fyrir 46"

Postfrá sukkaturbo » 24.mar 2014, 21:49

Sæll ég notaði 20" breiðar undir foxinn minn kveðja guðni


StebbiHö
Innlegg: 157
Skráður: 01.feb 2010, 01:11
Fullt nafn: Stefán Höskuldsson
Staðsetning: Akureyri

Re: Felgur fyrir 46"

Postfrá StebbiHö » 24.mar 2014, 22:18

Ég er með 16" breiðar felgur. Ég er ekki að kaupa þessar voða breiddir sem menn eru að nota, notaði 19" breiðar á 44" Trexus sem ég var með og það var í góðu lagi þannig, það er bara að mínu áliti það lítill munur á því hversu breiðar felgurnar eru að það sé varla hægt að réttlæta álagið sem maður er að setja á draslið fyrir hugsanlegan ávinning og alveg örugglega umdeilanlegan líka. Þau tilvik þar sem meiri felgubreidd hefði úrslitaáhrif um það hvort maður kemst eða ekki, eru það fá og það lagt á milli þeirra, í kílómetrum talið, að ég allavega segi fullum hálsi að þessar ofurbreiddir séu ekki réttlætanlegar. En það er nú bara mín skoðun, þetta þykir voð fínt fyrir austan, því breiðara því betra, en ég er nú að austan og hér eftir fer ég ekki yfir 16-17" max breidd. En svona fyrir aðra þá myndi ég segja að 17 væri hámark, fer að vísu mikið eftir hversu backspacið er mikið. En nú er ég sjálfsagt búinn að kalla yfir mig útskúfun úr jeppamenskunni, hehe, ojæja, það verður að vera gaman að þessu líka! Annað sem ég set til dæmis ekki í minn bíl er beadlock, bara of þungt að mínu mati, örugglega góður og gildur útbúnaður, ég setti bara góðan kant á mínar felgu, kanski heldur góðan þar sem eitt dekk sprakk með látum við að reyna að koma því á, en allavega held ég að þau fari ekki af svo létt. En það er nú bara ég og mínar sérviskuskoðanir, eins og úrhleipingarbúnaður, aldrei í minn bíl, mér liggur aldrei svo á að ég hafi ekki tíma til að hoppa út og losa um loft, ef þarf.

Góðar Jeppakveðjur,

Stefán


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: Felgur fyrir 46"

Postfrá ivar » 25.mar 2014, 08:30

ég er með 16x16" felgur með mínum 46" dekkjum
Er hæst ánægður með þær í flesta staði.

GJ valsaði fyrir mig þetta á sínum tíma þegar felgurnar voru smíðaðar og ég hef aldrei affelgað né spólað á felgunni. (merkti saman dekk og felgur til að fylgjast með því)

Ég valdi 16" breiðar til að hlífa legubúnaði en núna væri ég til í örlítið breiðari felgur, 17-18" breiðar en bara ef þær gætu breikkað innávið.
Hef lítið lent í vandræðum með felgubreiddina og ég er sjálfur tæp 5t á fjöllum. Fer niður í svona 3-4 psi í þungu færi og komin krumpa í 3psi. Hef farið í 2psi í stutta stund í mjög mjúku púðri en fannst það ekki gera neitt til viðbótar.
(p.s. ég fer niður í 0,5-1 psi á léttari bílnum en þessir skriðdrekar virðast bæla dekkin mun meira á þessu litla lofti)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 58 gestir