Olíumælir LC90


Höfundur þráðar
Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Olíumælir LC90

Postfrá Siggi_F » 24.mar 2014, 09:17

Sælir,

Olíumælirinn er nýbyrjaður á þessum leiðindum:
Þegar ég set í gang rýkur hann upp í t.d. 3/4 en eftir 5-10 mín akstur er hann kominn niður í 1/4 (olíumagn á tanki einhversstaðar þarna á milli). Ef ég drep á bílnum og starta aftur rýkur hann aftur upp í 3/4. Hann er líka mjög viðkvæmur fyrir halla, en þó aðallega þegar keyrt er niður brekku, þá fellur hann enn hraðar.
Kannast einhver við svona kenjar og getur bennt mér á hvað gæti verið að?

Kv.
Siggi



User avatar

valsari
Innlegg: 102
Skráður: 26.aug 2011, 23:13
Fullt nafn: Valur G. Ragnarsson

Re: Olíumælir LC90

Postfrá valsari » 24.mar 2014, 12:06

ef það er ekki sambandsleysi þá þarf að skipta um viðnám í tankinum..


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: Olíumælir LC90

Postfrá biturk » 24.mar 2014, 16:33

Viðnámið er lang líklegast í svona tilfellum

Getur sennilegt keipt það í ískraft eða álíka, það er oftast lóðað á milli víra og lítið mál að skifta ef allir boltar snúast ekki í sundur í tanknum
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Stebbi » 24.mar 2014, 17:49

biturk wrote:Viðnámið er lang líklegast í svona tilfellum

Getur sennilegt keipt það í ískraft eða álíka, það er oftast lóðað á milli víra og lítið mál að skifta ef allir boltar snúast ekki í sundur í tanknum



Mér finnst þetta kalla á frekari útskýringar, fær maður orðið varahluti í Toyota í Ískraft ?????
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Sævar Örn » 24.mar 2014, 18:02

Hann er sennilega að tala um stilliviðnáms brettið sjálft.

Svo er hægt að fá complet unit með flotinu og lokinu á tankinn og allt í toyota ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Stebbi » 24.mar 2014, 20:17

Þetta er því miður hlutir sem fást ekki í raflagnaheildsölum frekar en Byko og Húsasmiðjuni. Gaman væri það nú samt ef svo væri því þá væri ég með rosa fínan afslátt á Toyota varahlutum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Sævar Örn » 24.mar 2014, 23:40

Þú getur ábyggilega fundið stilliviðnám sem hefur samskonar svið og hæðarmælir í olíutank á bíl í ískraft eða íhlutum

Ég held að hann hafi ætlað að meina það


en svoleiðis myndi maður sennilega ekki gera nema í einhverju sem erfitt eða ómögulegt væri að útvega varahluti í, toyotu umboðið er nogu gott að maður hikar ekki við að sleppa svona aukavinnu við þá bíla ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Siggi_F » 26.mar 2014, 08:23

Takk fyrir svörin, en hafið þið heyrt um að þetta geti verið í mælaborðinu?

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Sævar Örn » 26.mar 2014, 08:59

Það getur vel verið en er þó eflaust mun sjaldgæfara, það mæðir meira a búnaðinum undir bilnum sem er støðugt i skitnum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Andri G
Innlegg: 13
Skráður: 09.okt 2012, 23:34
Fullt nafn: Andri Guðmundsson
Bíltegund: IH Scout II

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Andri G » 26.mar 2014, 18:41

Sælir,
startar hann eðlilega hjá þér?
Hef lent í bíl sem var kvartað undan olíumælis veseni, búið var að skipta um mótstöðuna og rekja rafkerfið frá a-ö, sá bíll startaði aðeins þyngra en venjulega. Það sem var málið var að jörðin sem liggur frá hægri geyminum niður á blokk var brotin af blokkinni. Það var lagað og allt small í lag, startaði betur og mælirinn hætti veseninu. Jörðin frá mælinum er tekin af vélinni minnir mig, og þegar þetta fór þá ruglaðist mælirinn.
Kv.


Höfundur þráðar
Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Siggi_F » 27.mar 2014, 08:17

Takk fyrir þetta, þetta hljómar ekki ósvipað, hann hefur verið þungur í gang og ég var að spá í að fara að endurnýja geymana (Toyota geymar en geta samt varla verið síðan 99??).
En ég skoða jarðsamböndin.


Höfundur þráðar
Siggi_F
Innlegg: 65
Skráður: 18.jan 2012, 11:02
Fullt nafn: Sigurður Freysson

Re: Olíumælir LC90

Postfrá Siggi_F » 28.mar 2014, 07:57

Takk fyrir þetta Andri, þú hittir naglann á höfuðið!

Jarðsambandið hægra megin var í sundur og nú startar hann eðlilega aftur:)
Sparaði mér nýtt geymasett!!!

Ég á eftir að sjá hvað mælirinn gerir þar sem ég var nýbúinn að fylla á tankinn, en ég hef enga trú á öðru en að hann sé kominn í lag líka:)

Þessi síða er annars alger snilld, fullt af snillingum með ráð við nánast öllu!!!

Kv.
Siggi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 43 gestir