Síða 1 af 1

Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 09:56
frá ellisnorra
Sælir félagar.
Ég keypti mér fyrir nokkru slatta af álitlegum rafmagnstengjum, allt frá 1x uppí 6x. Ég hef séð þetta í nokkrum bílum áður, hvort þetta kemur original frá einhverjum framleiðendum veit ég ekki en þetta eru góð tengi virðist vera, vatnsþétt og traust.

Svo þegar ég ætla að fara að setja þetta á víra þá uppgötva ég að það er eiginlega ekki nokkur leið nema með einhverju sérverkfæri!

Svona líta tengin út
Image

Ég spurði seljandann hvort hann gæti bent mér á einhverja töng til að klemma þetta saman og hann vissi varla um hvað ég var að tala held ég..
Vitið þið hvaða græju væri best að nota? Kannski þarf fleiri en eina til að þetta fari allt rétt saman..
Ég er búinn að leita talsvert á ebay en ég svosem veit varla hverju ég er að leita af :)

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 09:59
frá biturk
Eg nota bara venjulega tong a þetta, hef sett fleiri hundruð saman

Ef þetta er i leiðinda aðstæðum hef eg loðað virinn lika við

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 10:02
frá Startarinn
Þú þarft nú ekki merkilegri töng en þetta http://www.sindri.is/rafmagnst%C3%B6ng-ibtdibb2009
Ef þú skoðar stækkaða mynd stendur "here press terminals" við kjammana sem þú þarft að nota

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 10:07
frá Óskar - Einfari
íhlutir í skipholti eru með mjög góðar tengur til að krumpa svona tengi. Það eru aðeins vandaðri og dýrari tengur en það sem Ástmar vísar í en sú töng dugar samt sem áður.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 10:41
frá ellisnorra
Þakka ykkur fyrir drengir.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 10:41
frá Izan
Sælir

Ég á töng frá Ískraft sem klemmir alla þá víra sem þarf að klemma í rafkerfi bíla (nema þá helst geymavírana) en hún kostar í kringum 20.000 kall. Klemmir endahulsur, einangraða skó, óeinangraða skó, loftnetstengi og þessi tengi. Þetta notar maður svolítið til að ganga frá relyum í sökkla og er fínn frágangur.

Það er til betri töng fyrir hvert og eitt tengi en sem ein töng er þetta prýðisverkfæri.

Kv Jón Garðar

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 10:55
frá Baikal
Sælir.
Ef þú ert að spá í skótöng þá í guðsbænum fáðu þér eh. sæmilega vandað td.
http://www.sindri.is/sk%C3%B3t%C3%B6ng-ibtgaai0605
Er búnn með heilan haug af svipuðum töngum og Addi benti á í gegnum tíðina, og alltaf verið að skemma einángrunn og fá lélegt samband í gegnum ílla klemda skó, þessar eru dýrar en hverrar krónu virði er með svipaða töng frá Logey nema þar þarf að kaupa kjaftana sér, og þvílíkur munur!!! annars er alltaf lang best að lóða allar tengingar, líka í leiðsluskó.
Það var á sínum tíma verulega fúlt að tapa heilli torfærukeppni fyrir einn ílla klemdan leiðsluskó

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 11:11
frá olei
Google myndaleit "open barrel crimper" - sýnir hvaða kjafta þig vantar.
Fliparnir eiga náttúrulega að mætast og sökkva ofan í miðjan vírinn. Ég hef aldrei séð það takast með töng sem er ekki með rétta kjafta - eins og þú hefur þegar komist að Elli.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 11:19
frá Startarinn
Ég er einmitt með svipaða töng og Jónbi bendir á, en þar fékk ég töngina staka með einum kjafti og hef bætt kjöftum við eftir þörfum

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 11:57
frá Stebbi
Margborgar sig að lóða vírana líka í tengin eins og Jón bendir á, þá er ekkert við þá vinnu sem getur klikkað. Best að nota þokkalega öfluga lóðbyssu og fortina vírinn vel áður en hann er settur í tengið, þá þarf bara að hita tengið og allt klárt.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 12:11
frá svarti sambo
Baikal wrote:Sælir.
Ef þú ert að spá í skótöng þá í guðsbænum fáðu þér eh. sæmilega vandað td.
http://www.sindri.is/sk%C3%B3t%C3%B6ng-ibtgaai0605
Er búnn með heilan haug af svipuðum töngum og Addi benti á í gegnum tíðina, og alltaf verið að skemma einángrunn og fá lélegt samband í gegnum ílla klemda skó, þessar eru dýrar en hverrar krónu virði er með svipaða töng frá Logey nema þar þarf að kaupa kjaftana sér, og þvílíkur munur!!! annars er alltaf lang best að lóða allar tengingar, líka í leiðsluskó.
Það var á sínum tíma verulega fúlt að tapa heilli torfærukeppni fyrir einn ílla klemdan leiðsluskó


Ég mæli eindregið með þessari týpu af töng og svo ertu í raun að fá fimm tangir á kúk og kanil. Að vera að nota eitthvað annað en á að nota, bíður bara uppá vesen.
Það er hægt að fá skúffu í Wurth með þessum tengjum eða bara í stk-tali.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 12:41
frá Lindemann
Ég hef notað svipaðar tangir og póstað var hér að ofan(þessi dýrari) frá nokkrum framleiðendum. Sú sem ég er með núna er frá würth og mér finnst hún best af þeim. Ég er reyndar ekki með marga útskiftanlega kjafta, er bara með 2 tangir sem eru með þeim kjöftum í sem ég nota.
Þú getur alveg bjargað þér á þessum ódýru töngum, en þú þarft með þeim alltaf að klemma a.m.k. tvisvar og þá ertu mögulega búinn að beygja tengið það mikið að þú verður í vandræðum með að koma því í tengihúsið.

Eins prófaði ég svona tengi eins og þú settir inn mynd af, held þau hafi verið keypt í bílanaust. Það eru misjöfn gæði í svona tengjum og þau sem ég prófaði voru ekkert sérstaklega vönduð og því var hálfgerð kúnst að koma þeim saman, þrátt fyrir að vera með rétta töng.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 15:07
frá s.f
hvar færðu þessi tengi

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 15:14
frá thorjon
ég var að bögglast með akkurat sömu tengin, fékk lánaða spes töng hjá félögum mínum í Aukaraf, veit ekki alveg týpuna en ef þú bjallar á þá gefa þeir þér örugglega upp hvaðan sú töng er. Þetta var spes græja akkurat fyrir þetta. var búinn að reyna að nota aðrar tangir en án árangurs og algjör "kleppur" að raða þessu saman ef maður notar ekki réttu töngina.

varðandi hvar þetta fæst þá er Bílanaust með þetta á bullprís,, maður þarf helst að setja það á raðgreiðslur :) en ég fann þetta á Ebay fyrir kling, minnir að það hafi verið 10 stk. eða svo fyrir verð á einu hjá N1 !

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 15:43
frá hringir
Þetta er líka til hjá Wurth, en sjálfst fokdýrt

http://issuu.com/fannar/docs/04_rafmagnsvorur/23?e=0

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 16:23
frá gislisveri
Ég var með Beta tengur sem Bílanaust var/er með og reyndust ágætlega, sjálfsagt ódýrari en Wurth.
Ég er venjulega sammála því að það sé betra að lóða, en finnst það alveg óþarfi með þessi tengi, ef þau eru rétt frágengin kemst enginn raki nokkurn tímann að samskeytunum. Ég hef notað nokkurhundruð svona tengi sem eru í umferðinni í dag, hluti af þeim í stanslausum salt-ágangi, hefur aldrei klikkað nema að frágangnum hafi verið klúðrað og þá er lóðning ekki nema gálgafrestur.

Tengin heita AMP Superseal og ég mæli eindregið með þeim.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 17:11
frá villi58
Tengin heita AMP Superseal og ég mæli eindregið með þeim

Og hvar fást þau ??

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 17:14
frá villi58
elliofur wrote:Sælir félagar.
Ég keypti mér fyrir nokkru slatta af álitlegum rafmagnstengjum, allt frá 1x uppí 6x. Ég hef séð þetta í nokkrum bílum áður, hvort þetta kemur original frá einhverjum framleiðendum veit ég ekki en þetta eru góð tengi virðist vera, vatnsþétt og traust.

Svo þegar ég ætla að fara að setja þetta á víra þá uppgötva ég að það er eiginlega ekki nokkur leið nema með einhverju sérverkfæri!

Svona líta tengin út
Image

Ég spurði seljandann hvort hann gæti bent mér á einhverja töng til að klemma þetta saman og hann vissi varla um hvað ég var að tala held ég..
Vitið þið hvaða græju væri best að nota? Kannski þarf fleiri en eina til að þetta fari allt rétt saman..
Ég er búinn að leita talsvert á ebay en ég svosem veit varla hverju ég er að leita af :)

Elli hvar keyptir þú tengin ????

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 18:28
frá biturk
Ebay a þessi tengi mjog ódýrt og gott

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 18:41
frá Stebbi
Leitar að 'waterproof connector' á AliExpress til að finna þetta á mjög svo mismunandi verðum.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 18:58
frá Magni
stk af svona kostar ca. 2000kr hjá Bílanaust...

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 19:01
frá gislisveri
Það er til vegleg taska hjá Wurth með slatta af þessu en hún kostar 40þ. minnir mig. Ég myndi skoða Aliexpress eða álíka.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 22.mar 2014, 20:43
frá ellisnorra
Vá það eru aldeilis flott svör hjá ykkur herramenn :)

Ég fékk þetta á ebay, smellið í leitina "waterproof connector" og þá kemur þetta í úrvali á fínum verðum. Ég keypti alveg bunka af þessu, frá 1 vír í tengi uppí 6 eða 8 minnir mig.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 00:04
frá helgis
Sælir
Ég hef notað tong frá Beta sem mér finnst góð, sérstaklega þar sem er lítið pláss til þess að komast að.http://www.beta-tools.com/catalog/artic ... __filters_
Hef líka notað frá Wurth, Facom og þessar frá Sindra en finnst Beta töngin skemmtilegust.
Kv. Helgi
Held líka að hún sé tiltölulega ódýr en samt góð gæði.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 00:06
frá helgis
Það er líka auðvelt að brjóta flipana á tengjunum ef það lendir aðeins skakkt í töngunum. Gotta að skoða tengin þegar búið er að klemma.
Kv. Helgi

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 08:31
frá jongud
Talandi um lóðningar...
Mig minnir að flugherinn í USA hafi verið að gera einhverjar svaka samanburðartilraunir á klemmdum vs lóðuðum tengjum.
Niðurstaðan var víst að þegar einhver titringur er til staðar þá brotni lóðuðu tengin með tímanum, meðan þau klemmdu halda.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 09:15
frá Stebbi
jongud wrote:Talandi um lóðningar...
Mig minnir að flugherinn í USA hafi verið að gera einhverjar svaka samanburðartilraunir á klemmdum vs lóðuðum tengjum.
Niðurstaðan var víst að þegar einhver titringur er til staðar þá brotni lóðuðu tengin með tímanum, meðan þau klemmdu halda.


Lóðningar í bílum brotna oftast þar sem vírinn mætir tininu, í svona tengi er kápuni haldið fastri þannig að það er engin hreyfing á milli einangraða hlutans og þess sem er festur í tengið með klemmu, tini eða bæði. Gott tin á ekki að losna frá tenginu með víbring.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 17:58
frá Lindemann
ég myndi ekki vera að standa í því að lóða svona tengi. Það er örugglega ekkert verra að gera það, en það tekur alltaf töluverðan tíma í viðbót og ég get fullyrt það að ef tengin eru rétt klemmd er lóðning ekki að fara að hjálpa neitt. Svona tengi eru með þeim algengustu sem ég nota í vinnunni og ég man ekki eftir því að þetta hafi nokkurntíman valdið einhversstaðar slæmu sambandi nema þar sem komið er vatn í og spansgræna.

Re: Töng til að klemma ákveðin rafmagnstengi

Posted: 23.mar 2014, 19:43
frá grimur
Fortinun hleypur nú alltaf eitthvað upp vírinn, þannig að þá er komið tin úfyrir klemmiflötinn.
Hitinn skemmir líka einangrunina á vírnum nema mjög varlega sé farið.
Í svona tengi á ekkert að vera að nota tin, með því er líka kominn enn einn málmur með enn eina eiginspennuna, sem eykur líkur á spennutæringu.
Svo má líka stinga því að að tin er afskaplega lélegur leiðari. Ef búið er að húða koparinn með tini er raunverulega búið að bæta inn viðnámi.

Auka fróðleikur um tengi:
Einna bestu tengin í titringi eru stungutengi með fjöður, en það er ekki sama hvernig þau eru notuð.
Það má ekki snúa þættina í þannig tengi, fortina eða setja hulsur.

kv
G