80% innflutningsgjöld af varahlutum ?


Höfundur þráðar
Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Victor » 21.mar 2014, 09:02

Sælir menn og konur,
ég var að spá hvernig stendur á þessum æðistollum á varahlutum frá BNA.
málið er svo að ég pantaði kveikjusett í jeep grand cherokee 1997, settið kostaði um 53.18$ og flutningur 42.15$
samhvæmt mínum útreikningi er þetta saman 95.33 u.s Dollarar eða um 10.892 íslenskar krónur,
svo fæ ég póst frá Herra tollman um að ég skuli greiða toll og gjöld af þessum blessuðu hlutum, nema hvað að tollurinn er 8.025.-KR,
Getur staðist að þetta sé svona ? að það kosti 80% af vöru og sendingarkostnaði að flytja inn varahluti ?
Um var að ræða kveikjulok, kertaþræðir og Hamar
kv,
viktor


Range Rover Classic 1982 38" tdi300

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Óskar - Einfari » 21.mar 2014, 09:17

Samkvæmt reiknivél tollstjóra stenst þetta ekki alveg nei. Ég myndi fá nánari skýringu á þessum gjöldum!
Það er spurning hvort að það sé verið að tolla þetta sem rafmagnshluti, þá eru talsvert hærri gjöld!
Viðhengi
kertaþræðir.jpg
Gjöld miðað við að heildarkostnaður með flutningi sé 10.892,- ISK
kertaþræðir.jpg (189.9 KiB) Viewed 5246 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


Raggi B.
Innlegg: 83
Skráður: 05.sep 2010, 20:48
Fullt nafn: Ragnar Ingi Bjarnason

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Raggi B. » 21.mar 2014, 09:19

Ef þetta hefur farið í flokk sem er undir "kerti" í varahluti fyrir farartæki þá er 7,5% tollur og 20% vörugjald og svo vsk, þá stenst þetta verð sem þú talar um.

En ef þetta er í flokki varahlutir í bílvélar þá er bara vsk af þessu.

http://tollur.is/default.asp?cat_id=1700

Það er spurning hvort þyrfti að hafa samband við þá um leiðréttingu, eða nánari skýringu á þessu.
LC 120, 2004

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Óskar - Einfari » 21.mar 2014, 09:21

Ég finn í rauninni ekki annan tollflokk sem ætti eitthvað betur við. Nema hugsanlega kerti og þá lýtur þetta svona út
Viðhengi
kerti.jpg
Tollur á rafmagnshlutum eins og t.d. kertum, alternator o.fl miðað við að heildarkostnaður sé 10.892,-
kerti.jpg (187.59 KiB) Viewed 5240 times
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá muggur » 21.mar 2014, 09:24

Aeii thetta er bolvad vesen. Lenti i mjog svipudu:
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=2&t=22621

En allavega a endanum fekk eg endurgreiddan mismunin. Held their treysti svoldid a ad folk nenni ekki ad rifast yfir faeinum thusundkollum. En thad er bara tilfinning.

Gandi ther vel
Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Finnur » 21.mar 2014, 19:44

Sælir

Annað sem spilar inn í þetta að Tollurinn ákveður sjálfur gengi dollars sem þeir kalla "Tollgengi". Ég flutti dót inn um daginn þegar dollarinn var í 113 kr, en tollgengið var 150 kr. Tollurinn reiknar öll gjöld og vsk. út frá þessu fína tollgengi sínu. Ég skil ekki afhverju þeir geta ekki notað sama gengi og aðrir.

kv
KFS


helgierl
Innlegg: 94
Skráður: 21.feb 2012, 20:56
Fullt nafn: Helgi Arngrímur Erlendsson

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá helgierl » 21.mar 2014, 21:20

Er það samt ódýrara að flytja svona inn frá usa en að kaupa hér heima?


Höfundur þráðar
Victor
Innlegg: 91
Skráður: 20.sep 2010, 10:46
Fullt nafn: Victor Logi Einarsson
Bíltegund: Range Rover Classic
Staðsetning: Suðvesturlandshlutinn

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Victor » 22.mar 2014, 00:43

ég skoða þetta nánar eftir helgi með þetta kveikju dót.
en ég hef verið að panta allan fjandann á netinu og hef aldrey lent í svona gjöldum
ég panta t.d mikið af varahlutum í síma og spjald/fartölvur og það eru ekki svona gjöld af þessum hlutum.
jú það er ódýrara að panta sumt fra usa, en ég rak mig nú samt á það að hjöruliðskrossar í dana 30 framhásingu voru ódýrari hjá stál og stönsum heldur en frá usa, svo þetta á ekki við allt.
kv
Range Rover Classic 1982 38" tdi300

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá jongud » 22.mar 2014, 08:21

Það borgar sig oft að vera með innkaupalista á ísskápshurðinni yfir varahluti sem þyrfti að skipta um. Svo þegar eitthvað bilar og maður VERÐUR að ná í varahlut þá pantar maður allan pakkann. Þannig sparast oft flutningsgjöld.
En þá þarf líka að versla við einhvern sem á þetta alltsaman til.

Og annað varðandi þessa dela hjá póstinum.
Maður á aldrei að láta þá um að ákveða í hvaða tollflokk varan fer. Það er að vísu blóðugt að borga "tollumsýslugjald" og þurfa að vinna vinnuna fyrir þá, en stundum virðast þeir ákveða tollflokka bara eitthvað út í loftið.


Snorri^
Innlegg: 42
Skráður: 24.okt 2011, 21:36
Fullt nafn: Snorri Þór Gunnarsson

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Snorri^ » 22.mar 2014, 11:46

Það ber að taka þessari reiknivél með fyrirvara.
Ég flyt mikið inn af varahlutum og það er mjög oft sem það eru undirflokkar af varahlutum í vélar sem eru tolllagðir þótt svo að reiknivélin segi að varahlutir í bílvélvar beri einungis vask. Þetta er mjög mikið torf þetta tollakerfi okkar. Glóðakerti eru t.d. tolllögð.

En hér er linkur á tollskránna til að leita í henni, það er oft mesta vesenið að finna út hvaða nafn tollurinn gefur hlutum, þau eru oft mjög skringileg.

https://vefskil.tollur.is/tollalinan/tav/


Magnific0
Innlegg: 16
Skráður: 01.jan 2011, 13:26
Fullt nafn: Sölvi Már Hjaltason

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá Magnific0 » 13.aug 2014, 14:52

Var að panta að utan sjálfur,,
draslið mitt lenti í flokki 8511 sem er: Rafræsi- eða rafkveikibúnaður fyrir brunahreyfla með neista- eða þrýstikveikju (t.d. kveikiseglar, kveikirafalar, kveikispólur, kveikikerti og glóðarkerti, ræsihreyflar); rafalar (t.d. dínamóar og alternatorar) og straumlokur til notkunar við slíka hreyfla:

hlutir sem ég panta eru:
kveikja lendir í flokki 8511-3000 - Kveikjur; kveikispólur
startarareley lendir í flokki 8511-4000 - Ræsihreyflar og tvívirkir ræsirafalar
nýtt tannhjól sem kemur á móti tannhjólinu á kveikjunni 8511-9000 - Hlutar


kostaði 33.996kr úti og ég borga 21.596 í toll, ég held ég þurfi bara borga og brosa.

Á reikningum koma þessir tollflokkar fram..

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá svarti sambo » 13.aug 2014, 15:33

Ef maður myndi flytja inn T.d. spil. Yrði þá þetta ekki rétti tollflokkurinn.

8543 Rafmagnsvélar og -tækjabúnaður, til sérstakra nota, ót.a. í þessum kafla:

8543.3000
— Vélar og tækjabúnaður til rafhúðunar, rafsundrunar eða rafdráttar
Nánar
Valið tollskrárnúmer 8543.3000 og Reikna gjöld
viðmiðunardagur: 13.08.2014 Innflutningur


Gildistími 01.01.1988 - 99.99.9999 GATT-binding Nei
Krafa um Prósentubinding (%) 0,00
Tekur fastnúmer Nei Magnbinding 0,00
Hlutfallsprósentur
PP hlutfall PL hlutfall
7,00 % 0,00 %
Magntölukröfur PP*,PL*

Skilmálar tollskrárnúmers

Tollar % Krónur
A Almennur tollur skv. tollskrá (A og A1) 0,00

Gjöld Taxti
Ö4 Virðisaukaskattur 25,5% VSK 25,50 %
BV Úrvinnslugjald á pappa/pappírsumbúðir - 15,00kr/kg. 15,00 Kr
BX Úrvinnslugjald á plastumbúðir - 16,00kr/kg. 16,00 Kr
QB Gjald af eftirlitsskyldum rafföngum (0,15%) Brunamálastofn. 0,15 %

Ábendi
TKRIT Tollskrárnúmer með 2 mánaða uppgjörstímabil v/skuldfærslu.
— Aðrar vélar og tækjabúnaður:
Fer það á þrjóskunni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá villi58 » 13.aug 2014, 15:41

Alltaf verið að ræna okkur eins og hægt er, tala nú ekki um allt þetta pappírsfarg og fjölda starfsmanna við tollafgreiðslu. Hljótum að vera heimsmeistarar í þessu eins og mörgu öðru.


grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 80% innflutningsgjöld af varahlutum ?

Postfrá grimur » 14.aug 2014, 00:25

Þetta tollflokkadæmi er með ólíkindum mikill vitleysisgangur.
Fullkomið dæmi um það þegar kerfið finnur upp á því að fóðra sjálft sig.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir