Sælir nú er ég bara ny kominn með brennandi áhuga á jeppum og langar mer að geta farið flest allt,
hvernig væri best að byrja þetta sport?, er alveg að deyja mer langar svo að komast eitthvað i snjóinn með fleiri felögum héðan af spjallinu í eitthverja ferðir og þar fram eftir götunum og þannig ég vill nú spyrja:
hvernig er best að koma sér af stað í þessu og hvernig jeppa sem er ekki að hrynja i sundur eða í lelegu ástandi væri og helst eitthvað breyttur væri best að byrja á ? eitthverjir herna sem geta bent mer í hvaða átt ég ætti að snúa mer?
og ef eitthver hefur áhuga á skiptum þá er ég með Subaru Imprezu Gt turbo í skiptum
allt skitkast er afþakkað !
Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Sæll gott hja þer að vilja komast i skemmtilegheitin ;) sem jeppaferðir eru , eg myndi raðleggja odyran 38 hilux til að byrja með , svona a meðan þu ert að sja hvort þu ert að fila þetta og 38 tommu Hilux drifur helling lika.
Kveðja Helgi Brjotur
Kveðja Helgi Brjotur
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Sammála Helga, Hilux er ansi seigur og áreiðanlegur.
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
síðan má alltaf skoða patrol líka, fengir örugglega ágætis patrol fyrir það sem sett er á gt imprezur í dag.... en ég ætla að ráðleggja þér að byrja í 38" og fara síðan í stærra. svona til að venjast við. 38" kemst ótrúlegustu hluti. en hilux eru líka góðir bílar. hinsvegar fara bíla kaupin oftast eftir því hvað má leggja í þetta.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Ég stunda það að vera sammála seinasta ræðumanni, en til að draga það saman er líklega hagkvæmast að kaupa eitthvað gamalt japanskt. Hægt að gera góð kaup í Patrol, þrælsterkt dót.
Aðalatriðið er alltaf á endanum að kaupa bílinn sem mann langar í og skeyta svo ekki of mikið um hvað öðrum finnst.
Aðalatriðið er alltaf á endanum að kaupa bílinn sem mann langar í og skeyta svo ekki of mikið um hvað öðrum finnst.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 31
- Skráður: 18.mar 2014, 20:43
- Fullt nafn: Freyr Frímannsson
- Bíltegund: LC90 99'
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Takk fyrir svörin, og allir erum við nú menskir og höfum ekki alltaf sömuskoðanir á hlutum og allt er tekið til skoðunar, ég er mikið að spá i hilux =) þyrfti að finna eitthvern bónda sem ég gæti keypt hilux af ;D veit um 2 nuna en þeir eru báðir á 35" en mjög fallegir og heilir.
en allar ábendingar um velfarinn Hilux eða patrol eru vel þegnar =)
kv. Freyr
p.s. Vitið þið eitthvað hvernig Ford Ranger stendur sig ?
hér er einn " https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... r/2186951/ "
en allar ábendingar um velfarinn Hilux eða patrol eru vel þegnar =)
kv. Freyr
p.s. Vitið þið eitthvað hvernig Ford Ranger stendur sig ?
hér er einn " https://bland.is/til-solu/farartaeki/bi ... r/2186951/ "
Síðast breytt af ryerF þann 19.mar 2014, 00:00, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
góðir kostir báðir tveir, svo lengi sem maður finnur góða bíla sem hafa fengið gott viðhald og eru ekki horfnir úr ryði. ég mæli með því að ef þú ætlar að reyna að kaupa 38" breyttann bíl, og ef það verður hilux að það sé bíll sem er kominn með fjöðrun, því þeir eru nánast fjöðrunarlausir original :) aðalkosturinn sem ég sé við patrolinn er sá að hann er með mjög góða fjöðrun, gorma að framan og aftan, og sterkar hásingar, þó það virðist stundum erfitt að finna þá lítið ryðgaða (það á við um bæði toyotuna og nissaninn)
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Allt góðar ráðleggingar hér ofar en mig langar að bæta því við að prófa nógu andskoti marga bíla af öllum tegundum. Þannig kemstu tiltölulega fljótt að því hvað þig langar raunverulega í.
Gangi þér vel og góða skemmtun :)
Gangi þér vel og góða skemmtun :)
-
- Innlegg: 20
- Skráður: 16.aug 2012, 02:29
- Fullt nafn: Sigurjón Örn Vilhjálmsson
- Bíltegund: Ford Ranger
- Staðsetning: Akureyri
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
ryerF wrote:p.s. Vitið þið eitthvað hvernig Ford Ranger stendur sig ?
Sæll, Ég eignaðist Ford Ranger á 38" sem fyrsta jeppa, og sé ekki neina ástæðu til að skipta honum út. Hann hefur reynst mér mjög vel.
Allir bílar hafa kosti og galla. ;)
Þessi bíll sem þú linkaðir lítur ágætlega út. En verðið er svona í hærri kantinum kannski, fer eftir því hvort hann er með læsingum eða ekki.
Og hann er ekki 94 módel, þeir líta allt öðruvísi út.
Gangi þér vel að finna réttan bíl.
kv. Sigurjón
Síðast breytt af RangerSTX þann 19.mar 2014, 00:29, breytt 2 sinnum samtals.
Sigurjón Örn Vilhjálmsson
´91 Ford Ranger með blásinn 4.0 l eldsneytishreyfil í húddi á 38" börðum
´91 Ford Ranger með blásinn 4.0 l eldsneytishreyfil í húddi á 38" börðum
Re: Nú getur sennilega eitthver hjálpað mer af stað
Svo er bara að muna það að þegar þetta bilar, þá borgar sig frekar að eiða aðeins meira í þetta og fá þetta í lag heldur en að vera fara einhverjar styttri leiðir.
Keypti mér Hilux núna í janúar sem er 38" breyttur og er ég mjög sáttur með gripinn, en það er alltaf eitthvað sem má gera betur. Og hvað ferðir varðar, þá er Litlanefnd F4x4 með ferð nánast í hverjum mánuði yfir vetrartímann þar sam maður getur fengið lánaða stöð og er undir leiðsögn reyndra farastjóra, mæli hiklaust með því að fara fyrstu ferðirnar með þeim og fá smá reynslu. þó svo að það séu allt niður í 30" bílar í þessum ferðum þá getur færið verið krefjandi og skemmtilegt að fara á stærri jeppa.
ef þú ert að spá í Toyotu þá skaltu skoða grindina og þá sérstaklega við afturhjólin, virðist vera veiki hlekkurinn á þeim og hefur maður nokkrum sinnum séð það svæði riðbætt. svo er bara að skoða þetta helsta, hvort þeir hafi fengið gott viðhald, er hann að leka einhverjum vökvum, og svona getur maður haldið áfram. Passaðu bara að treysta ekki fyrri eiganda um of, því þú getur allveg lent í því að það sé verið að reyna fela eitthvað eða þá að þeir einfaldlega vita ekkert um ástand bílsins sjálfir.
Gangi þér vel að finna rétta bílinn.
Kv. Hlynur
Keypti mér Hilux núna í janúar sem er 38" breyttur og er ég mjög sáttur með gripinn, en það er alltaf eitthvað sem má gera betur. Og hvað ferðir varðar, þá er Litlanefnd F4x4 með ferð nánast í hverjum mánuði yfir vetrartímann þar sam maður getur fengið lánaða stöð og er undir leiðsögn reyndra farastjóra, mæli hiklaust með því að fara fyrstu ferðirnar með þeim og fá smá reynslu. þó svo að það séu allt niður í 30" bílar í þessum ferðum þá getur færið verið krefjandi og skemmtilegt að fara á stærri jeppa.
ef þú ert að spá í Toyotu þá skaltu skoða grindina og þá sérstaklega við afturhjólin, virðist vera veiki hlekkurinn á þeim og hefur maður nokkrum sinnum séð það svæði riðbætt. svo er bara að skoða þetta helsta, hvort þeir hafi fengið gott viðhald, er hann að leka einhverjum vökvum, og svona getur maður haldið áfram. Passaðu bara að treysta ekki fyrri eiganda um of, því þú getur allveg lent í því að það sé verið að reyna fela eitthvað eða þá að þeir einfaldlega vita ekkert um ástand bílsins sjálfir.
Gangi þér vel að finna rétta bílinn.
Kv. Hlynur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur