Síða 1 af 1

Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 00:19
frá Sigfusson
Sælir hafið þið hugmynd hvar besta verðið er á loftpúðum undir jeppann? 1200kg þá.
kv Garðar

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 18:33
frá Sigfusson
hafið þið reynslu að púðum með plast botni og toppi vs málmblöndu það er töluverður verðmunur á þessu, endilega deilið með ykkur uppl svo maður þurfi ekki að prufa þetta sjálfur of ath hvort plastdótið sé vonlaust. ;)
kv Garðar

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 19:44
frá olei
1200 kg plastpúðarnir eru mun viðkvæmari en t.d Firestone með álbotnum. En þeir hafa samt enst ágætlega undir sumum bílum. Til að þeir geri það verður að stilla þeim vandlega upp og vanda allan frágang - og umgangast þá með mátulegri virðingu.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 21:04
frá Sigfusson
Þakka fyrir þetta ólafur
mbk Garðar

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 22:46
frá Startarinn
Ég er búinn að vera með plastbotna púða í hiluxinum mínum síðan ég ég breytti honum 2008.

Það sem mér var sagt varðandi púðana er að hafa þá rétta í fullu samslagi, í sundurslagi eru þeir RAMMSKAKKIR *(sjá mynd)

Ég hef einusinni lent í vandræðum með annan púðan en þá skemmdist dempari og púðinn fór of langt í sundur og fór að leka. ég tók hann undan og setti e-h efni til að gera við lek dekk. Sprautaði því í og velti honum fram og til baka, pumpaði svo nokkrum sinnum í og hleypti vel úr á milli og setti svo í aftur, þetta var 2010 og ekki lekur hann ennþá

'08 036.jpg
'08 036.jpg (147.86 KiB) Viewed 5088 times

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 23:00
frá JonHrafn
Fjaðrabúðin partur reyndust mér vel þegar ég þurfti að finna púða sem pössuðu í bíl hjá mér, vissu nákvæmlega um hvað þeir voru að tala og verðið gott.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 16.mar 2014, 23:05
frá olei
Á myndinni hjá Ástmari sést glitta í eitt vandamál sem menn geta lent í með loftpúða sem eru með einfaldan sívalning sem neðri botn. (ekki keilulaga). Ef púðinn á myndinni væri svona skakkur við meiri samslátt þá mundi efri brúnin á botninum ná utan í belginn að innanverðu og nudda hann þar með tímanum.

Annað sem menn hafa lent í með plastpúðana: snjór fer að hlaðast undir botninn!? Síðan skondrar púðinn út af stýripinnanum að neðan og lendir skakkur í einhverju stöntinu og þá brotnar botninn. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þetta gerist en giska á að í slíkum tilvikum séu dempararnir það langir að púðinn komist á tamp áður en dempararnir gera það. Menn hafa snittað gatið fyrir pinnann í plastpúðunum til að það sé öruggt að hann sé ekkert að skoppa til. Þar sem botninn er bara úr plasti þá er svosem ekki mikið hald í honum, en kannski hjálpar þetta. Samt örugglega ekki ef dempararnir eru of langir.

Loks má nefna að þessir plastpúðar verða ótrúlega feitir undir fullu álagi og þurfa gott pláss kringum sig, það má ekkert snerta þá í vinnusviðinu.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 17.mar 2014, 00:14
frá Startarinn
Ég er með Range rover stýfur við þetta, púðarnir eru nákvæmlega réttir við uppgefið styðsta mál púðans, þeir verða svona þegar þeir eru komnir alveg í sundur.

Til að snjór komist undir botninn þarf flöturinn undir honum að vera kúptur, ég er nokkuð viss um að þessi púðar springa í sundur eða í það minnsta byrja að leka ef bíllinn fjaðrar það mikið í sundur að púðinn er kominn á tamp

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 21.mar 2014, 15:43
frá dabbi
Hvaða efni var þetta sem þú settir í púðan? ég er með einn lekan og það sakar varla að prófa áður en maður kaupir annan.

mbk
Dabbi

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 21.mar 2014, 21:37
frá Startarinn
ÚFF, ég man ekki hvað þetta hét, en þetta var ekki kvoða, þ.e. þetta átti ekki að mynda meinn burð í dekkinu, bara fylla í götin. Ég keypti þetta 2008 eða 2009 í Shell á Sauðárkróki.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 21.mar 2014, 21:43
frá villi58
Er þetta ekki sama og bensínstöðvarnar eru að selja, keypti síðasta sumar í Bílanaust fyrir hjólið til að vera með í bakpokanum.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 21.mar 2014, 23:46
frá JonHrafn

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 22.mar 2014, 00:33
frá villi58
Það er örugglega þetta, veit ekki til þess að bensínstöðvarnar séu með eitthvað annað. Ætti alveg að gera gagn fyrir loftpúða eins og dekk.

Re: Verð á loftpúðum

Posted: 24.mar 2014, 22:50
frá dabbi
Sakar ekki að prófa :)