Síða 1 af 1

Verðlagning á LandRover ?

Posted: 15.mar 2014, 22:07
frá Bjartmannstyrmir
Góðann Daginn.

Langaði að forvitnast aðeins um hvað ykkur þykir sanngjarnt verð á Landrover Defender 110
Bíllinn er í eigu björgunarsveitar og hefur verið frá því hann var nýr, hefur verið mjög vel við haldinn og einstaklega lítið notaður.
bíllinn er ekki til sölu eins og staðan er núna en væri gaman að fá að vita skoðanir manna á hvað ætti að vera hægt að fá fyrir hann

smá upplýsingar um bílinn:
árgerð: 2000 (minnir mig)
Ekinn aðeins: 23.000 Km
44" breyttur
er á nánast óslitnum 44 DC og 17 eða 18 " breyðum bedlock felgum
Loftlæstur framan og aftan. sterkari öxlar
lækkuð hlutföll, Lógír og Stýristjakkur
Loftdæla og úrtök framan og aftan , þrýstikútur undir bíl.
prófíltengi og tengi fyrir spil framan og aftan
kominn í hann Tölvukubbur og bíllinn vinnur mjög vel.
aukarafkerfi og 2 kastarar framan á bílnum. toppgrind
snorkel og fjarstýrt leitarljós og sennilega eitthvað fleyrra sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
læt fylgja tvær myndir af honum :
Image
Image

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 15.mar 2014, 23:56
frá stone
6,5 mills

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 00:09
frá stone
Lágmark,gjöf en ekki gjald

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 08:30
frá jongud
Það er að vísu ekki allt sagt með kílómetrafjöldann á björgunarsveitarbílum, af því að oft þegar þeim er ekið, er það í kolvitlausu veðri með allt í botni á fullu álagi.
Ég heyrði sögu af manni sem þótti himinn höndum tekið þegar hann keypti 38" Econoline af björgunarsveit, mjög lítið ekinn og borgaði uppsett gjald. Ári seinna var skipting, millikassi og framdrif búið að fara í gegnum nauðsynlega upptekt.

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 10:44
frá firebird400
jongud wrote:Það er að vísu ekki allt sagt með kílómetrafjöldann á björgunarsveitarbílum, af því að oft þegar þeim er ekið, er það í kolvitlausu veðri með allt í botni á fullu álagi.
Ég heyrði sögu af manni sem þótti himinn höndum tekið þegar hann keypti 38" Econoline af björgunarsveit, mjög lítið ekinn og borgaði uppsett gjald. Ári seinna var skipting, millikassi og framdrif búið að fara í gegnum nauðsynlega upptekt.


Það er líka bara Ford hehe

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 14:01
frá svarti sambo
firebird400 wrote:
jongud wrote:Það er að vísu ekki allt sagt með kílómetrafjöldann á björgunarsveitarbílum, af því að oft þegar þeim er ekið, er það í kolvitlausu veðri með allt í botni á fullu álagi.
Ég heyrði sögu af manni sem þótti himinn höndum tekið þegar hann keypti 38" Econoline af björgunarsveit, mjög lítið ekinn og borgaði uppsett gjald. Ári seinna var skipting, millikassi og framdrif búið að fara í gegnum nauðsynlega upptekt.


Það er líka bara Ford hehe


Bílar geta verið lítið notaðir en illa notaðir og þá skiftir tegundin ekki máli.

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 14:14
frá firebird400
svarti sambo wrote:
firebird400 wrote:
jongud wrote:Það er að vísu ekki allt sagt með kílómetrafjöldann á björgunarsveitarbílum, af því að oft þegar þeim er ekið, er það í kolvitlausu veðri með allt í botni á fullu álagi.
Ég heyrði sögu af manni sem þótti himinn höndum tekið þegar hann keypti 38" Econoline af björgunarsveit, mjög lítið ekinn og borgaði uppsett gjald. Ári seinna var skipting, millikassi og framdrif búið að fara í gegnum nauðsynlega upptekt.


Það er líka bara Ford hehe


Bílar geta verið lítið notaðir en illa notaðir og þá skiftir tegundin ekki máli.


Jú vissulega, enda var ég líka bara að spauga.
Mátti til þar sem ég á Land Rover ;-)

Já og mikið hrikalega er þetta töff Defender

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 15:05
frá Bjartmannstyrmir
þakka fyrir áhugaverð svör.

líklega er það nú rétt að björgunarsveita bílar eru oft notaðir í slæmum færum undir miklu álagi, en ég efast ekki um það að flestir aðrir mikið breittir bílar sem eru notaðir annarstaðar en bara á malbikinu hafi einhvertíman verið ekið undir miklu álagi.

þessi bíll er ekinn um 23.000 km og er 14 ára gamall. sem gerir um 1640 km á ári. helsta notkunin á honum er keirsla í bifreiðaskoðun einu sinni á ári, og svo 24.des á hverju ári er hann keirður um alla sveit í pakka útkeirslu,
og svo kannski 1-3 útköll/æfingar á ári.

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 16:53
frá jongud
Björgunarsveitin í Landeyjum? Þeir hafa örugglega verið á fullu í eldgosinu í Eyjafjallajökli.

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 16.mar 2014, 17:24
frá Óskar - Einfari
Ekki gleyma því samt að það eru fáir bílar þar sem það skiptir jafn mikklu máli að allt sé í toppstandi eins og í björgunarsveitarbílum. Björgunarsveit á biluðum bíl gerir lítið gagn. Ég veit það af eigin reynslu í þeirri björgunarsveit sem ég er í er mikið um fyrirbyggjandi viðhald og fara þeir reglulega í ástandsskoðun hjá óháðum aðila! En að sama skapi er það auðvitað alveg rétt að fáir bílar eru jafn líklegir til þess að vera notaðir við eins krefjandi aðstæður og hugsast getur.

Annars tek ég undir að þetta er flottur rover :)

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 20.mar 2014, 14:05
frá E.Har
Landroververðlagning er eginlega mjög skrítin.
Hafa verið til sölu bílar á ca 2,5 sem eru lítið betri en næsti á 1,5!
jafnvel útkeyrð'ir bílar úr einhverri opinberri stofnun!

Talandi um hve lítið hann er keyrður þá er það fínt, en ég á kunningja sem keypti 38 landa af björgunarsveit og eftir árið þurfti að taka kassa og millikassa.
Ástæðna var að mér skildist legusár, það er legur voru pollaðar eftir að hafa staðið mestmegnis. Að þessari upptekningu lokinni þá var bara eintom hamingja.

En er verð ekki bara það sem einhver er til í að borga!
Ásett sennilega er á bilinu 2,5-3 m.kr !

Annars fannst mér landaverð hoppa upp fyrir einhverjum árum þegar Tanni setti kondu út að leika bílinn á sölu.
Fáanlegur með 44 og 38 og camper og ......

Svo settu allir hinir bara sama verð á sína sama hvað var í þeim og engin seldist :-)

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 20.mar 2014, 19:25
frá Stebbi
Eru menn enþá að borga peninga fyrir svona bíla, ég hélt að þetta færi bara í vöruskiptum eins og flest allt annað sem á heima út á túni. :)

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 20.mar 2014, 19:42
frá villi58
Stebbi wrote:Eru menn enþá að borga peninga fyrir svona bíla, ég hélt að þetta færi bara í vöruskiptum eins og flest allt annað sem á heima út á túni. :)

Þú meinar, eru menn að skipta á LandRover og landnámshænum, ég er í vafa hvort ég mundi taka :)

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 20.mar 2014, 20:51
frá Stebbi
Klárlega hænuna, vaxtamöguleikarnir eru miklu meiri þar heldur en í LR sem endar hvort eð er sem hænsnakofi.

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 20.mar 2014, 21:28
frá joisnaer
ég er nú alveg óhemju mikill land rover kall, en samt verð ég nú að viðurkenna að mér finnst stundum verðlagning á defender oft útúr kortinu.
skiljanlegt að borga hátt í 3.5 til 4.5 milljónir fyrir fullbreyttan (þá meina ég 44" breyttan, læstan fram og aftur og fl.) defender árg 2000 og uppúr, ekin innan skinsamlegra marka og í mjög góðu standi.
En síðan að setja 1 til 2 milljónir á bíl sem er nánast hurðalaus vegna ryðs og ekin orðin næstum 450þúsund, á ónýtum dekkjum, lítið breyttum og bara í mjög slæmu standi er náttúrulega útí hött.

finnst það samt skárri verðlagning heldur en hátt í 20 ára gamlir og mjög mikið keyrðir land cruiserar á næstum 5millur........

Re: Verðlagning á LandRover ?

Posted: 24.mar 2014, 14:45
frá E.Har
Skemtilegast að bera saman verð á Disco og Defender.
Meira og minna sama cram. Annar með innréttingu og jafnvel mælaborði og kostar helmingi minna!