Síða 1 af 1

L200 túrbína sem hvæsir

Posted: 11.mar 2014, 14:28
frá Aubbi
hvað getur verið að þegar turbínan að eg held er farin að hvæsa a mig ?? eða svona hsssss hljoð ?? er slanga að gefa sig eða ?? þetta er l200 eg það breytir eitthvað

Re: hmmm hvað er að ?

Posted: 11.mar 2014, 14:58
frá villi58
Kipptu inntakshosunni af og athugaðu slagið í hjólinu, gæti verið að hjólið nái út í hús. Það er mest áríðandi að hjólið sé ekki að nuddast innan í húsið.
Svo gæti verið að blása einhverstaðar út.

Re: hmmm hvað er að ?

Posted: 12.mar 2014, 01:20
frá svarti sambo
Skoðaðu líka vel lögnina frá túrbínu að sog-grein. gæti verið laus klemma, einnig gæti verið gott að blanda uppþvottalög og úða á lögnina og sjá hvort að það freyði einhverstaðar, þarf ekki að vera að það freyði, þar sem að tútbínan er ekki að trukka neitt í lausagangi. getur gefið henni svolítið snökkt inn og athugað hvað gerist.

Re: L200 túrbína sem hvæsir

Posted: 23.mar 2014, 23:30
frá Jepplingurinn
Hugmynd ..Byrja að athuga hvort armurinn á túrbínu membrunni séu riðgaðir fastir ,þá ræður membran ekki við spjaldið sem stýrir túrbínuþrístingnum og ventillinn aftast á soggreininni blæs út á yfirtrukkinu

Re: L200 túrbína sem hvæsir

Posted: 24.mar 2014, 00:32
frá Stebbi
Er ekki bara yfirþrýstiventillinn orðinn þreyttur, var svoleiðis á bílnum mínum opnaðist við ca 15psi en á að opna í 19 minnir mig. Svo eiga hosuklemmurnar á þessu til að losna og þá fer að hvæsa með þeim og bíllinn missir aðeins kraft.

Re: L200 túrbína sem hvæsir

Posted: 24.mar 2014, 00:35
frá baldur
Svo getur líka verið að wastegate'ið sé orðið fast eða membran ónýt, og túrbínan þá farin að blása einhver ósköp, það getur valdið svona hávaða.

Re: hmmm hvað er að ?

Posted: 24.mar 2014, 10:49
frá dazy crazy
villi58 wrote:Kipptu inntakshosunni af og athugaðu slagið í hjólinu, gæti verið að hjólið nái út í hús. Það er mest áríðandi að hjólið sé ekki að nuddast innan í húsið.
Svo gæti verið að blása einhverstaðar út.


Ef svo er, hvar er best að fá upptektarsett í svona túrbínur?

Re: L200 túrbína sem hvæsir

Posted: 24.mar 2014, 14:21
frá Aubbi
það var westegatið sem var vandamálið.. það var þrifið og eutthvað og allt eins og nýtt :D