Síða 1 af 1
Naglar
Posted: 10.mar 2014, 18:06
frá TBerg
Sælir.
Hvað segja menn um að negla 38" mudder með fólksbílanöglum?? er það algjör steypa?
í dekkjunum eru núna afgangar af jeppanöglum, en kominn tími til að endurnegla þau.
Á ég að negla aftur með Jeppanöglum eða prófa fólksbílanagla og hafa þá, þá fleiri??
Hver er skoðun manna á þessu?
kv. TBerg
Re: Naglar
Posted: 10.mar 2014, 18:13
frá jeepcj7
'Ég hef yfirleitt alltaf neglt frekar með fólksbílanöglum og bara ca helmingi fleiri nagla fyrir svipaðan pening kemur mjög vel út.
Re: Naglar
Posted: 10.mar 2014, 18:46
frá villi58
Ég er búinn að gefast upp á stóru nöglunum, þeir fara úr og skilja eftir heljarstórar holur
Nota núna 9-12 og 9-14 nagla og bara nógu mikið af þeim, tolla mun betur í en stóru naglarnir.
Re: Naglar
Posted: 10.mar 2014, 18:53
frá Hr.Cummins
Alltaf gott að eiga síðan vörubíl og vera löglegur með vörubílaneglt dekk 8)
Re: Naglar
Posted: 10.mar 2014, 19:40
frá HemmiIsleifs
Ég var með fólksbílanagla í 44" DC hjá mér kom bara mjög vel út.
Ég er kominn á 46" núna og skrúfaði nagla frá N1 í þau og það er að virka en gaman að sjá hvernig það kemur út eftir veturinn.
Re: Naglar
Posted: 10.mar 2014, 22:39
frá Andrynn
hvar er ódýrast að kaupa nagla í dag?
Re: Naglar
Posted: 11.mar 2014, 00:00
frá villi58
Andrynn wrote:hvar er ódýrast að kaupa nagla í dag?
Skoðaðu verðið í Mítra og svo N1.