Síða 1 af 1

Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 07.mar 2014, 21:50
frá Dóri ungi
Þannig er mál með vexti að ég var að skipta um headpakknngu í 2,4 disel hilux árg 90 og það lekur með því.
Ég fór með heddið upp í kistufell og þeir þrýstiprófuðu og plönuðu það og seldu mér níja pakkningu.
Síðan hef ég eithvað klúðrað því að setja heddið á því að það lak vatn undan headinu þótt að bíllin væri ekki í gangi.
Ég reif draslið í sundur aftu og setti saman í annað sinn.
Að þessu sinni lak ekkert vatn til að byrja með en þegar ég setti bílin í gang fór aftur að leka á sama stað.
Það em ég er að spá í er hvort að pakningin gæti hafa skemst þegar ég var að setja hana á upprunalega og ég eigi bara að kaupa nýja pakningu og gera í þriðja sinn .
Eða hvort að boltarninr sem eiga ryendar að vera fjölnota séu hugsanlega orðninr eithvað tjónaðir.
Er einhver sem getur gefið mér ráð eða jafnvel hjálpað mér?
kv Dori ungi.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 07.mar 2014, 23:03
frá villi58
Ef pakkningin er heil þá er eins og þú náir ekki að herða eins uppgefið er.
Það er líka til fleiri en ein þykkt af pakkningum og þú verður að vera viss um að þú sért með rétta þykkt, en hann ætti ekki að leka þess vegna. Ættir að fara með snittappa í götin til að vera viss um að boltarnir komist nógu djúpt, gæti verið drulla eða útfelling í götunum. Þú þarft að mæla boltana til að sjá hvort þeir eru orðnir teygðir, mæli reyndar með nýjum boltum til að vera alveg pottþéttur.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 07.mar 2014, 23:40
frá svarti sambo
Heddpakkning er eitt af þeim hlutum sem maður kaupir yfirleitt ekki aftermarket og allra síst af Kistufelli uppá höfða. gerði þau mistök einu sinni og hún lifði innan við 1000km og þá fór að blása undan heddinu og ég hélt að það væri að blása upp með spíss,þar sem að hún blés ekki útí vatnsgang. fékk mér uppþvottalög og úðaði á heddið meðan vélin var í gangi og þá blés upp með einum heddboltanum.Átti ekki til eitt aukatekið orð yfir þetta þar sem að ég hafði tekið vélina í nefið og allt sett nýtt og unnið einsog það á að gera þetta, þar sem að ég vinn við að gera við dísel vélar og taka upp. reif heddið af aftur og pakkningin var eins og það hefði marg soðið á bílnum. Komst þá reyndar að því að heddpakkningarnar og tímareimarnar frá kistufelli væri framleitt ónýtt og það væri fullt af fólki að lenda í stórtjóni út af þessu. keypti orginal pakkningu og búinn að keyra fullt af km síðan og allt í orden ennþá.
En ég tek undir þetta hjá Villi58 að hreinsa boltagötin með snitt-tappa og hreinlæti og feiti skiftir öllu máli í vélaviðgerðum.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 07.mar 2014, 23:51
frá beygla
segi sömmu sögu af pakningu frá kistufelli á höfðanum hún að vísu dugði ekki daginn hjá mer en það er í lagi að versla pakkningu í kistufelli brautarholti myndi heldur ekki fara á höfðan að þrístiprófa hedd enn eigill velaverkst´ði eru betri í því þeir prófa með hita sprungurnar opnast í hita

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 00:05
frá svarti sambo
beygla wrote:segi sömmu sögu af pakningu frá kistufelli á höfðanum hún að vísu dugði ekki daginn hjá mer en það er í lagi að versla pakkningu í kistufelli brautarholti myndi heldur ekki fara á höfðan að þrístiprófa hedd enn eigill velaverkst´ði eru betri í því þeir prófa með hita sprungurnar opnast í hita


sammála og hef ekki heyrt neitt slæmt um vélaverkstæði egils og svo veit ég að vélaland gerir þetta líka bæði kalt og heitt. allavega eftir að brimborg eignaðist vélaland.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 02:45
frá Hfsd037
Smá offtopic, haldið þið að það sé þorandi að kaupa stangarlegur og þannig hluti í Brautarholti?

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 13:01
frá villi58
Ég keypti pakkningasett (alsett) fyrir 2.4 L Hilux frá Kistufelli Brautarholti og framleiðandinn Victor Reins, spurningin er hvort þetta sé lélegt drasl eða aftermarket. Á ég að nota þetta ????

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 13:14
frá biturk
Victor reinz er tip top merki

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 13:57
frá svarti sambo
Ég hef svosem ekki neina reynslu af brautaholtinu, en þessu fyrirtæki var skift upp fyrir einhverjum árum vegna ósættis og mér skylst að þetta sé sitthvort fyrirtækið og sitthvorar vörurnar. þó svo að þeir séu með sama nafnið ennþá.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 16:45
frá Dóri ungi
Takk fyrir þetta ég ætla að kaupa snittein til að hreinsa úr boltagötunum og svo ætla ég að fá mér nýja orginal pakningu frá toyota.
Síðan er bara að vona að þetta gangi í þetta sinn.
Kv Dóri ungi

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 08.mar 2014, 18:35
frá svarti sambo
Dóri ungi wrote:Takk fyrir þetta ég ætla að kaupa snittein til að hreinsa úr boltagötunum og svo ætla ég að fá mér nýja orginal pakningu frá toyota.
Síðan er bara að vona að þetta gangi í þetta sinn.
Kv Dóri ungi


Ekki nota snitt-tein. Heldur snitt-tappa.
Snitt-teinninn þjappar bara skítnum og þá færðu ranga herslu á boltana og athugaðu hvort að herslan sé miðuð við að hafa feiti á gengjunum eða ekki. og blástu svo vel uppúr götunum með lofti eftir að þú ert búinn að fara með tappann.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 15:57
frá Dóri ungi
Takk aftur ég meinti snitt-tappa

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 16:39
frá olafur f johannsson
já og herða þetta eftir toyota staðli minir að það sé 78nm og 2 sinum 90°

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 21:01
frá birgirn
Eftir að hafa lesið þennan þráð og þessa umræðu um Kistufellin þá finnst mér réttast að koma með smá pistil til leiðréttingar.
Kistufell nafnið er notað á tveim stöðum, Varahlutaverslunin Kistufell og Vélaverkstæðið Kistufell. Þessi tvö fyrirtæki eru algerlega aðskilin og hafa verið s.l. 20 ár. Varahlutaverslunin Kistufell í Brautarholtinu selur eingöngu topp vörur. Vicktor Reinz pakkningar, Mahle stimpla og slífar. Federal Mogul legur stimpilhringi ofl. Þetta eru vörur sem standast OE staðla. Hinsvegar selur Varahlutaverslunin Kistufell að Brautarholti 16 EKKI FAI vörur. Mæli bara með að menn googli þessum vörum og dæmi svo hver fyrir sig. Það er alltof oft sem að maður heyrir að hinn eða þessi hafi keypt pakkningar í Kistufelli en getur ekki svarað um hvort Kistufellið er verið að ræða. Vonandi átta menn sig nú á að um 2 sitthvora staðina er að ræða.
Mbk

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 22:00
frá StefánDal
birgirn wrote:Eftir að hafa lesið þennan þráð og þessa umræðu um Kistufellin þá finnst mér réttast að koma með smá pistil til leiðréttingar.
Kistufell nafnið er notað á tveim stöðum, Varahlutaverslunin Kistufell og Vélaverkstæðið Kistufell. Þessi tvö fyrirtæki eru algerlega aðskilin og hafa verið s.l. 20 ár. Varahlutaverslunin Kistufell í Brautarholtinu selur eingöngu topp vörur. Vicktor Reinz pakkningar, Mahle stimpla og slífar. Federal Mogul legur stimpilhringi ofl. Þetta eru vörur sem standast OE staðla. Hinsvegar seljum við EKKI FAI vörur. Mæli bara með að menn googli þessum vörum og dæmi svo hver fyrir sig. Það er alltof oft sem að maður heyrir að hinn eða þessi hafi keypt pakkningar í Kistufelli en getur ekki svarað um hvort Kistufellið er verið að ræða. Vonandi átta menn sig nú á að um 2 sitthvora staðina er að ræða.
Mbk


Það er náttúrulega alveg frábær hugmynd að hafa sama nafnið á tveimur mismunandi stöðum.

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 22:25
frá villi58
Mér finnst það svolítið undarlegt að tvö fyrirtæki beri sama nafn og hafa verið aðskilin í 20 ár.
Þetta vissi ég ekki fyrr en ég las þennan þráð, skil heldur ekki metnaðinn hjá mönnum að hafa þetta fyrirkomulag.
Greinilega hefur þetta valdið misskilningi víða, sem er slæmt fyrir fyrirtæki og hefði haldið að það væri hagsmunir beggja fyrirtækja að greina þarna á milli.
Þetta fyrirkomulag hlítur að skaða bæði fyrirtækin, eins og fram kemur þá hafa margir slæma sögu að segja og hver á þann skít ? Þar sem þetta er einhver furðulegur aulagangur þá skil ég þann misskilning sem hefur verið á milli manna með ásakanir á Kistufell, hvaða Kistufell ?????

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 09.mar 2014, 23:15
frá dazy crazy
Væri ekki bara betra fyrirtækið að tapa á svona nafnarugli?

Re: Vesen með headpakkningu í hilux

Posted: 13.mar 2014, 11:39
frá Hrannifox
Hef verslað við Vélaverkstæðið kistufell sem er uppá höfða, var ekki ánægður með vinnuna hjá þeim, lét skifta um tímakeðju sleða og vatnsdælu í hilux borgaði svo hvítuna úr augunum fyrir þetta. alltaf var einsog það væri keðjuglamur enþá eftir þetta og tikkaði mótorinn meira en hann gerði áðuren bílinn fór uppeftir til þeirra.

EN ég fór uppi varahlutaverslunina Kistufell sem er í brautarholti, frábær þjónusta fékk að vita allt sem mig langaði og eiginlega hefði ég skift um þetta sjálfur ef ég hefði haft aðstöðu eftir leiðbeiningum frá sölumanninum uppskrifuðum meira að segja minnir mig. Eins kom það mér á óvart hvað þetta sett var ódýrt.

Hef oft keyft heddpakkningar hjá þeim í brautarholtinu og bara allan fjandann í mótora sem mig vantar, ekkert vesen hingað til nó af fróðleik og tipptopp vara, góð þjónusta þess vegna kem ég þangað aftur og aftur.

þessi fyrirtæki eru alveg svart og hvítt

Kv, Hrannar