Læsingar í Ford 350

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Læsingar í Ford 350

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 10:45

Sælir drengir.
Hvernig lýst ykkur á Eaton Detroit TrueTrac Lockers í Ford 350 að aftan og ARB að framan.
Hafið þið einhverja reynslu af þessum læsingum o.s.fr.

http://www.drivetrainshop.com/Detroit_T ... 16a427.htm

Endilega komið með skoðanir að myndbandi loknu.


Fer það á þrjóskunni

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Læsingar

Postfrá Hr.Cummins » 07.mar 2014, 10:55

Eaton Detroit TrueTrac er klárlega málið...

Setti svona í Dana 80 sem að fór undir Suburban hjá Pabba... og er með svona í Dually bílnum... þetta svíkur svo gott sem aldrei... myndi skoða þetta í framdrif líka, ertu ekki með lokur ?
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 11:01

Jú, manual lokur að framan, ekki vacumlokur og tregðulæsingu að aftan sem er að svíkja mig.
Það eina sem að ég er hræddur við að setja þetta að framan er hvort að hún gæti farið að læsa sér í beygju í umferðinni ef að maður er að nota framdrifið vegna hálku.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: Læsingar

Postfrá Hr.Cummins » 07.mar 2014, 11:55

Þetta er ein fullkomnasta læsing sem að ég hef notast við, hef prófað allskyns dót...

Allt frá Eaton G80 og út í þetta og þetta er ein sú mesta snilld sem að ég hef komist í tæri við, virkar eins og opið drif í venjulegum akstri en svíkur ekkert þegar að hennar gerist þörf...

Hef verið með vagn í eftirdragi á RAM, með annað hjólið á kafi í drullu á leið upp brekku en hitt á malbiki... þurfti að stoppa í kantinum og kæla, svo þungt var hlassið... lagði svo af stað og það var eins og ég væri á malbiki beggja megin...

veit ekki alveg hvernig þetta virkar í framdrifi, en get gert mér í hugarlund að þetta sé alveg frábært...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 12:17

Þetta allavega heillaði mig strax þegar að ég sá þetta, sérstaklega þar sem að ég er ekki hrifinn af einhverjum loftlögnum eða rafmagnsplöggum í bleytu og frosti (getur svikið ) og svo notar herinn þetta sem standard búnað í Hummerinn H1 bílinn hjá sér ef að ég hef skilið þetta rétt. þá hlýtur þetta að virka.
Átta mig ekki alveg á aflestunni í frammdrifi,þó svo að ég þekki disel mótor út og suður, þá sat læsingarfræðin eftir í skóla lífsins og ég er að stútera hana núna.

Hr.Cummins
Á þá pabbi þinn ekki einhverja diska í dana 80 hásinguna sem hann væri til í að láta fyrir einhvað sanngjarnt verð ef að ég skildi reyna að fá einhvað vit í þessa tregðulæsingu hjá mér þangað til að ég fæ einhvað betra. var að spá í að skifta þessu út fyrir næsta vetur en núna fór veðurguðinn að hrekkja mig og hann lætur bara snjóa og snjóa og fiðringurinn vaknar aftur til lífsins.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Re: Læsingar

Postfrá Subbi » 07.mar 2014, 16:22

því miður vinur ég á ekkert í Dana 80 nema það sem er í henni í dag :)
Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 16:45

Ok.
Ekki málið, bara að kanna.
sennilega renni ég bara einhvert millilegg ef að það þarf bara að auka pressuna, til að redda mér tímabundið.
það er að segja ef að þetta er ekki allt orðið að undirskálum. ég er nefnilega búinn að vera að humma þetta af mér en ég held að það sé komið dedline á þetta. hann er bara 3x4 núna, en ekki 4x4.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Re: Læsingar

Postfrá JonHrafn » 07.mar 2014, 20:30

Læsingar er allavega lífsnauðsyn það er nokkuð ljóst 1996 12v cummins sem við fegðar vorum að klára púsla saman, Dana 70 aftan 60 framan open diffs , smá halli í snjó og no game.



https://www.facebook.com/photo.php?v=10202937397709109&set=vb.1628287440&type=2&theater

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Læsingar

Postfrá AgnarBen » 07.mar 2014, 21:20

Ég er með True Trac læsingu að framan í Cherokee og hún virkar frábærlega, hef aldrei orðið var við hana á malbiki og læsir alltaf þegar á þarf að halda. Hún mun þó svíkja ef annað dekkið missir alveg gripið (fer á loft) en þá er víst hægt að tipla á bremsunni til að fá hana til að læsa.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 22:36

AgnarBen wrote:Ég er með True Trac læsingu að framan í Cherokee og hún virkar frábærlega, hef aldrei orðið var við hana á malbiki og læsir alltaf þegar á þarf að halda. Hún mun þó svíkja ef annað dekkið missir alveg gripið (fer á loft) en þá er víst hægt að tipla á bremsunni til að fá hana til að læsa.


Flottur bíll hjá þér.
Þetta hljómar allt vel.
En á hún ekki að læsa sér sjálf (100%) ef annað dekkið fer 1,5 hring hraðar eða hægar en hitt dekkið. eða skyldi ég þetta einhvað vittlaust.
Síðast breytt af svarti sambo þann 07.mar 2014, 22:57, breytt 1 sinni samtals.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Læsingar

Postfrá AgnarBen » 07.mar 2014, 22:43

Hún hefur amk aldrei svikið hjá mér í snjó.
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 07.mar 2014, 23:18

Sveimér þá.
Held ég láti þetta bara vaða í báða kökklana fyrir næsta vetur og vera laus við einhvert aukadót sem getur svikið. Það svosem getur allt bilað,sama hversu gott það er og hvað það heitir. Hjá því verður ekki komist.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

AgnarBen
Innlegg: 884
Skráður: 10.mar 2010, 10:30
Fullt nafn: Agnar Benónýsson

Re: Læsingar

Postfrá AgnarBen » 07.mar 2014, 23:25

Minnir að notandi ´Ivar´ hérna á spjallinu sé með svona læsingar í F350 á 46" og er sáttur. Hann getur kannski gefið þér aðeins meiri upplýsingar um hvernig þetta er að virka undir vörubíl :)
Agnar Benónýsson

Jeep Cherokee 39,5"
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=7300

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 08.mar 2014, 01:19

AgnarBen wrote:Minnir að notandi ´Ivar´ hérna á spjallinu sé með svona læsingar í F350 á 46" og er sáttur. Hann getur kannski gefið þér aðeins meiri upplýsingar um hvernig þetta er að virka undir vörubíl :)


Takk fyrir þetta.
hef uppá kauða
Fer það á þrjóskunni


storisteinn
Innlegg: 18
Skráður: 25.júl 2012, 10:00
Fullt nafn: Orn Torsteinsson

Re: Læsingar

Postfrá storisteinn » 10.mar 2014, 03:01

Sæll.
"The Detroit Truetrac is a Torsen style differential" segja þeir og Torsen tregðulæsingar hafa lengi verið notaðar í framdrif í rallí bílum með góðum árangri. Þú getur séð góða umfjöllun um þetta inná http://en.wikipedia.org/wiki/Torsen

User avatar

Höfundur þráðar
svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Læsingar

Postfrá svarti sambo » 10.mar 2014, 03:26

Takk fyrir þetta.
Fæ að heyra kosti og galla þessara læsingar í svokölluðum vörubíl eftir helgi.þó svo að það vanti alveg allann sturtubúnað á þessa bíla, eins og venjulegur vörubíll hefur.Ég hélt að allir bílar sem hefðu pall og engan sturtubúnað, væru kallaðir pallbílar. Það væri gaman að sjá vörubíl með plasthúsi á pallinum.
En þetta vörubíladæmi er nú bara tilkomið frá vsk-bílunum,svo þeir geti verið á bláum númerum.
Bílinn minn var einu sinni með hópbifreiðaleyfi og hann hlýtur þá að vera rúta eða kannski var það til að fylla pallinn af innflytjendum til að moka hann lausan. Hver veit.
Fer það á þrjóskunni


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 84 gestir