Síða 1 af 1

innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 10:01
frá Mangi
Ég nennti ekki að leita í þráðunum - en hver er ykkar reynsla af innflutningi á varahlutum í bíla?

Er þetta nálægt lagi: tollur=7,5%, vörugjald=15% og vsk=25,5%, að það leggist á í heildina 48% á kaupverðið erlendis?

Hljómar þetta kunnuglega?

Re: innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 10:26
frá svarti sambo
Farðu bara inná reiknivélina hjá tollur.is og þá sérðu þetta.

Re: innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 10:57
frá biturk
Mhög mismunandi eftir því h aða varahlutir það eru

Re: innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 12:36
frá juddi
Það er mjög algengt að verðið tvöfaldast

Re: innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 13:59
frá Mangi
aha - reiknivél hjá tollinum!

ég vissi að þið vissuð þetta...

takk - þræði lokið

Re: innflutningur varahluta

Posted: 05.mar 2014, 19:05
frá birgiring
Muna eftir að bæta flutningskostnaði við.

Re: innflutningur varahluta

Posted: 13.mar 2014, 23:48
frá Óttar
Einmitt það sem ég var að pæla, hvað er flutningskosnaður mikill T.D frá þýskalandi eða usa?

Re: innflutningur varahluta

Posted: 14.mar 2014, 00:09
frá Kiddi
Það er rosalega mismunandi milli staðsetningar og hvaða hluti er verið að kaupa og ekki séns að gefa eitthvert gisk. Það er árángursríkast að fá verð í flutning frá seljanda. Mæli samt alveg með því að menn sniðgangi USPS með öllu það tók þá 11 daga að koma dóti frá Alabama til Miami og síðan er spurning hvað það tekur langan tíma fyrir það að rata til Íslands! Fedex og UPS hafa hinsvegar reynst mér vel og þá sérstaklega UPS.

Re: innflutningur varahluta

Posted: 14.mar 2014, 00:46
frá svarti sambo
Eru þessir flutningsaðilar ekki með reiknivélar á heimasíðunum sínum.