aircon sem loftdæla, smá hjálp


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá biturk » 03.mar 2014, 17:23

Image

Image

Image

Þarf ég ekki að blokka eitthvað til að smurningin ad dælunni fari ekki bara beint úti loft lögn?

Hvað þyrfti ég þá að gera til þess?
Hjálp væri vel þeginn hef aldrei stússast í þessu, dælan kemur úr pontiac sunfire 2000 model 2.2l og er delphi ef það hjálpar


head over to IKEA and assemble a sense of humor


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá villi58 » 03.mar 2014, 18:56

Fyrst mundi ég finna hvað hún getur afkastað áður en lengra er haldið. Mér finnst að sé lítið gat utan við stimpil, eða er þetta skítur. Skoðaðu Sanden Endless Air það gæti hjálpað þér að finna út úr þessu.
Svo væri gott ef dæla hefði minnst 7 stimpla eða fleiri.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá biturk » 03.mar 2014, 19:14

Hún allavega blés talsverðu þegar ég prófaði hana
head over to IKEA and assemble a sense of humor


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá villi58 » 03.mar 2014, 19:46

biturk wrote:Hún allavega blés talsverðu þegar ég prófaði hana

Ef þú ert að hugsa um að nota hana til að dæla í stór dekk þá er mikill kostur að hafa hana öfluga.
Ég tók dæluna mína ekki í sundur heldur smíðaði ég smurskilju þannig að það sem fer í hana fer inn á sogportið á dælunni. Grönn plastslanga á milli og nálarloki sem temprar smurflæðið að dælu, og virkar án vandræða.
1. 1 stk. dæla
2. Olíuskilja
3. Hitaþolin slanga frá dælu í skilju, best að hafa hana svolítið langa og með einstefnuloka.
4. Nálarloki neðan á olíuskilju tengdur með 4 mm plastslöngu í sogportið á dælu.
5. Té á sogslöngu með skrúfuðum tappa til að geta bætt olíu á dælu, slanga tengd við lofthreinsara af einhverju tagi.
6. Við úrtakið á pressuðu lofti setti ég rakaglas en ekki nauðsinlegt ef þú ert með loftkút undir bíl sem er hægt að tappa undan, hjá mér þá sest öll olía í kútinn sem er kostur. Gott að vera með 10 - 20 ltr. kút þá verður loftið ekki eins smurmettað, best að hafa hann sæmilega stóran þá eru minni líkur á að loftið hitni og verði minna smurmettað.
Svo þarf að vera pressustat sem setur dælu á og af þegar æskilegum þrýstingi er náð.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá biturk » 04.mar 2014, 01:40

Takk fyrir þetta

En ég verð ekki með kút, þetta er bara til að dæla stöku sinnum í rósu á 33" dekkjum og ætla bara að leiða útakið í grillið og hafa þar opin female loftstút
Ég tók hana í sundur því planið var að snitta götin til að koma slöngum á

En spurning hvort ég geti græjað þetta svona eða þurfi einuverjar alvarlegar aðgerðir
head over to IKEA and assemble a sense of humor

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá jongud » 04.mar 2014, 08:23

Það var einhver þráður um þetta hérna á spjallinu, en ég man ekki hvar.
Það er eitt gat sem þú þarft að stífla, annaðhvort með epoxykítti eða snitta blindskrúfu í það.
Svo þarf að vera hægt að koma olíu í fremri hluta dælunnar. Oft er svoleiðis smurhola á dælunni frá framleiðanda.


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá villi58 » 04.mar 2014, 13:42

biturk wrote:Takk fyrir þetta

En ég verð ekki með kút, þetta er bara til að dæla stöku sinnum í rósu á 33" dekkjum og ætla bara að leiða útakið í grillið og hafa þar opin female loftstút
Ég tók hana í sundur því planið var að snitta götin til að koma slöngum á

En spurning hvort ég geti græjað þetta svona eða þurfi einuverjar alvarlegar aðgerðir

Loftið kælist og smurgufa fellur í kút það er kosturinn, betra en að fá í dekkin. þú þarft að finna þráð hérna sem þetta er rætt. Annars athugaðu Sanden endless air, þar eru þeir með dælu en reindar ekki eins og þína.
En ég mundi aldrei setja gamla dælu í bílinn án þess að gera ráðstafanir til að ná olíunni úr loftinu. Færð bara olíufret út um stútinn.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá biturk » 04.mar 2014, 15:21

Jaja, ég finn útúr því, fyrst er samt að græja hana sem loftdælu ;)

Annars held ég að ég sé búnað leisa þetta, er held ég bara ein smurleið þarna yfir, loka því með bolta og málið er dautt, svo bara smurkopp a afyllinhuna
head over to IKEA and assemble a sense of humor


villi58
Innlegg: 2137
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá villi58 » 04.mar 2014, 15:31

biturk wrote:Jaja, ég finn útúr því, fyrst er samt að græja hana sem loftdælu ;)

Annars held ég að ég sé búnað leisa þetta, er held ég bara ein smurleið þarna yfir, loka því með bolta og málið er dautt, svo bara smurkopp a afyllinhuna

Gott ef þú ert búinn að finna gatið. Þú þarft að vera viss að smurfeytin komist á stóru leguna á skáplanið þar sem stimpilstangirnar eru festar, ef ekki þá er hún dauð mjög fljótlega. Það er ekkert víst að feytin fari á leguna ef þú smyrð í gegnum sogið á dælunni, verður að komast að því. Kveðja!

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: aircon sem loftdæla, smá hjálp

Postfrá ellisnorra » 04.mar 2014, 15:49

Ég hef notað aircon dælu í nokkur ár án nokkurar auka smurningar, kannski eru toyota (denso) dælurnar svona svakalega góðar! Ég set góðan slurk af sjálfskiptiolíu inn á dæluna öðru hverju, bara svona þegar ég man eftir því, yfirleitt fyrir ferðir eða mikla notkun. Pabbi er búinn að hafa sama system í 15 ár með eins dælu og hún hefur bara einusinni fest sig, þá var hún skrúfið í sundur og liðkuð upp, óskemmd og virkar enn mjög vel.
http://www.jeppafelgur.is/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur