Síða 1 af 1

Dc 44" sprungnar hliðar

Posted: 02.mar 2014, 17:18
frá villi
Daginn, hafa menn lent í því að vera með ný 44" dc og hliðarnar fara líta út eins og eldgömul dekk eftir smá tíma, þ.e. fara að springa á hliðunum? og ofaní mynstrinu. Skilaði einum svona gangi í fyrra sem voru sett á felgur og hleypt úr einusinni til að komast yfir skafl innanbæjar og þá tók ég eftir þessu og varði sú úrhleyping í ca 300 metra, á þessum tímapunkti var ca mánuður síðan dekkin fóru undir bíl. Fékk svo annan gang sem ég hef ekkert hleypt úr og hann er búinn að standa undir bílnum núna í einhverja 4-5 mánuði (bíllinn er ekki á númerum) og hann er orðinn eins, Hliðarnar allar orðnar langsprungnar. Þessi dekk sem ég fékk í staðinn fyrir ganginn sem ég skilaði var undir einhverjum krúser hjá AT og átti að hafa farið eina ferð á jökul á þeim.

Kv Villi

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 17:22
frá s.f
hvað er framleiðslu árið á þeim

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 17:27
frá villi
Nóvember 2012. þessi skiptidekk fóru undir í ca sept-okt. Dekkin sem ég skilaði voru með sömu dagssetningu

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 20:06
frá s.f
er þetta mikið áttu ekki myndir af þessu,dekkinn eiga ekki að springa svona

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 20:27
frá villi
Skal taka myndir af þessu á morgun en AT mönnum fannst þetta bara alveg eðlilegt en létu mig samt sem áður fá annan gang. Félagi minn á gang sem er ári eldri og það sér ekki á honum.
Er ekki viss um að maður eyði í svona drasl aftur

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 20:39
frá villi58
Greinilega vitlaus gúmmíblanda, gúmmí er ekki bara gúmmí, það eru ýmis efni sem eru notuð til að fá gott gúmmí.
Ég þekki þetta í plastiðnaðinum, þar þurfti að gera ransókn á hverjum gámi fyrir sig til að skoða gæði, oft fyllti gæðastuðullinn ekki það sama og fylgipappírar. Sumum tilfellum var gámunum skilað og þetta er sama í gúmmíiðnaðinum léleg hráefni sem er að valda vandræðum. Eins og seljandinn reyni að selja efni til Íslands og haldi að hann komist hjá því að menn kvarti, við erum oft ruslakista fyrir óvandaða framleiðendur.

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 20:54
frá villi
Já, vil helst skila þessu drasli aftur og fara í aðra tegund

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 21:26
frá s.f
myndi ekki endilega fara í annað þetta eru trúlega bestu 44" dekkin sem þú færð í dag hér á klakanum bara fá dekk sem eru ekki gölluð

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 21:31
frá villi
Er allavega búinn að senda þeim póst, verður gaman að sjá hverju þeir svara. Ég giska á að svarið verði að þetta sé bara eðlilegt
eins og síðast

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 22:50
frá kjartanbj
ég held að öll DC44 séu svona.. mín eru svona , búin að vera svona síðan þau voru 2-3 mánaða.. þau eru orðin eins og hálfs árs líklega núna, ekkert breyst , hef litlar áhyggjur af þessu

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 23:14
frá villi
Nei , það eru ekki öll Dc svona. Félagi minn átti gang sem hann seldi núna um eða eftir áramótin og voru árinu eldri en minn gangur og búið að keyra þau mun meira í snjó og það sá ekki á þeim.

Re: Dc 44"

Posted: 02.mar 2014, 23:17
frá Kiddi
Áttu mynd?

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 11:45
frá villi
Hérna koma þrjár myndir

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 12:16
frá Magni
Þau líta út fyrir að vera 10ára gömul...

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 12:33
frá svarti sambo
Ég ætla ekki að fegra framleiðandann en bara koma með tilgátu.
Gæti verið að sólin sé að gera þetta. hún er mesti óvinur dekkjanna. Hef séð þetta gerast á traktorum í sveitinni sem eru lítið notaðir. er önnur hliðin verri en hin.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:02
frá villi
Þau eru öll svipuð þannig að ekki er það sólin

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:06
frá olei
Það er fráleitt að það sé eitthvað eðlilegt við þetta.
Engin notkun/eða misnotkun getur skýrt af hverju dekk - sem voru framleidd í nóvember 2012 og hafa verið undir bíl í tæpt hálft ár - líta svona út


Það eiginlega tekur því ekki að ræða það frekar - það er svo augljóst. AT verða að gera eitthvað fyrir þig í þessu máli.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:06
frá ellisnorra
Þetta er svakalegt að sjá. Sólin gerir ekki svona skandal á örfáum mánuðum, þar að auki yfir svartasta skammdegið...

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:26
frá svarti sambo
Sólin var bara hugmynd,þar sem að hún getur gert þetta og það var aldrei talað um neitt ákveðið tímabil.
En það er kannski spurning hvort að þeir séu farnir að nota of mikið plast í framleiðsluna til að minnka framleiðslukostnaðinn hjá sér.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:39
frá Árni Braga
þetta er lögreglumál,

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:42
frá grimur
Spurning um að fara i framleiðandann beint ef AT gera ekkert. Það litur ekki vel ut fyrir framleiðanda sem gerir dekk sem fara a suðurskautið ef sum þeirra springa undan sjalfum ser á nokkrum mánuðum.
Þessar myndir segja mikið. Nærðu myndaf sprungunum og frameiðsludags í einu ..?

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 13:44
frá grimur
Svo má hóta að fara með þetta í DOT.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 14:15
frá villi58
Það er ekkert eðlilegt við þetta, virðist koma svona slæm dæmi í ým. dekkjum reglulega.
Gúmmíblandan er ónýt.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 15:19
frá Subbi
já það er eitthvað að blönduni þarna líta út eins og þau séu aða rifna undan þrýstingi ertu nokkuð með 100 psi í þeim :) skila þessu strax og fá skyringar þetta er mjög óeðlilegt útlit á nýjum dekkjum hef reyndar séð gúmmí fara svona við að lenda í heitu vatni en það var vörubíladekk sem var látið standa í kari fullu af 50 gráðu heitiu vatni til að ná af því grút

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 15:20
frá villi
At menn eru búnir að bjóða mér ný dekk sem koma í apríl. varðandi þrýstinginn þá hafa þau staðið undir bílnum á 22 psi.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 15:50
frá kjartanbj
Mín eru síðan í Nóvember 2012 og líta svona út, hliðarnar kannski ekki alveg jafn slæmar en eru svona sprungin í miðjunni ofan í munstrinu og hliðarnar sjást líka svona sprungur í.. hef bara aldrei dottið í hug að athuga með þetta, spurning hvort það sé eitthvað gölluð dekkin og hvort þeir geri þá eitthvað í því..

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 15:51
frá ellisnorra
villi wrote:At menn eru búnir að bjóða mér ný dekk sem koma í apríl. varðandi þrýstinginn þá hafa þau staðið undir bílnum á 22 psi.


Frábært, höfðu þeir samband eftir umræðuna hér eða hér eða hvernig var það?

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 17:32
frá villi58
Flott, þeir vita líka að þetta eru gölluð dekk þó þeir vilji sjaldan viðurkenna það.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 17:53
frá villi
Veit ekki hvort þeir hafa lesið þetta en fékk svar frá þeim 4. mars

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 18:29
frá villi58
Svo væri þeim alveg treystandi að senda gölluð dekk út á land, erfiðar að eiga við þá í gegnum síma heldur en koma inn á gólf með draslið. Hef lent í þessu sjálfur og fleiri sem ég þekki.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 19:50
frá olei
kjartanbj wrote:Mín eru síðan í Nóvember 2012 og líta svona út, hliðarnar kannski ekki alveg jafn slæmar en eru svona sprungin í miðjunni ofan í munstrinu og hliðarnar sjást líka svona sprungur í.. hef bara aldrei dottið í hug að athuga með þetta, spurning hvort það sé eitthvað gölluð dekkin og hvort þeir geri þá eitthvað í því..

Ég fæ ekki betur séð en að dekkin á myndunum verði ónýt af sjálfsdáðum innan tveggja ára. Ef þín eru eitthvað í líkingu við það sem sést á þessum myndum þá bendir það á sendingu með gölluðum dekkjum. Þinn gangur er þá sá þriðji sem er að fara svona á skömmum tíma.

Það er reyndar ekkert skrýtið að svona geti gerst. Ég held að talsvert af minna seldum jeppadekkjum séu framleidd í lotum og þá ekkert endilega í sömu fabrikkunni. Þá er einhver sem á nafnið og mótin af dekkjunum og lætur svo smíða slurka fyrir sig þegar vantar - þar sem lægsta verðið býðst. Allavega hafa komið ýmsar útgáfur af 44" DC til landsins gegnum tíðina. Ekki svo að skilja að þau séu einstök hvað það snertir.

Re: Dc 44"

Posted: 09.mar 2014, 20:09
frá MIJ
Image
það er ekki hægt að segja að öll DC dekkin séu svona keypti þessi dekk 2011 minnir mig og notaði að vísu ekkert rosalega mikið en keyrð meira en dekkin hjá villa og það sá ekki á þeim, ekki alveg besta myndin en sýnir vonandi eitthvað.