Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

User avatar

Höfundur þráðar
Subbi
Innlegg: 282
Skráður: 05.jan 2013, 00:23
Fullt nafn: Guðmundur Hj Falk
Bíltegund: GMC Suburban

Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Subbi » 02.mar 2014, 11:44

er ekki sniðugt að hafa svona myndaþráð með gömlum farartækjum spjallverja ef það er ekki til þegar

en hér er einn sem ég sakna svínvirkaði og var bara duglegur svona Original

Image


Kemst allavega þó hægt fari

User avatar

Atttto
Innlegg: 122
Skráður: 18.mar 2012, 23:38
Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
Bíltegund: Grand cherokee
Staðsetning: Reyđarfjörđur

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Atttto » 02.mar 2014, 14:13

Þetta er fyrsti jeppinn sem ég eignaðist og breytti af 38" á 44" og sakna hans ekki neitt

Lolux fastur í Á1.JPG
Lolux fastur í Á1.JPG (90.52 KiB) Viewed 3710 times

Lolux3.JPG
Lolux3.JPG (94.57 KiB) Viewed 3710 times
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl

Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)


Oskar K
Innlegg: 354
Skráður: 28.jún 2011, 00:28
Fullt nafn: Óskar Kristófer Leifsson

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Oskar K » 02.mar 2014, 17:05

átti þennan runner, æðislegur bíll og ég ætti hann seinnlega enþá ef grindin hefði ekki verið svo riðguð að afturhásingin fór undan í þessari ferð

Image
Image


svo átti ég þennan, virkilega skemmtilegur, sakna hanns mikið

Image
Image


átti þennan en sakna hanns ekki neitt !

Image
1992 MMC Pajero SWB

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá jongud » 02.mar 2014, 17:42

Þetta var fyrsti minn, CJ5 árgerð 1967.
Breytti honum sjálfur, setti í hann GM 350 vél, vökvastýri og fjaðrir ofaná hásingar, en kláraði aldrei (fór í nám erlendis). Seldi hann svo nokkru eftir að ég flutti heim.
Image

En þá var ég líka kominn á Toyotu.
Image
Þarna stendur hún á sömu 35" nælon-mödderunum og voru undir gamla CJ5
Grjóthast kvikindi með mixuðu GM vökvastýri, vél úr Cressidu og gírkassa sem tolldi illa í öðrum gír.
(Leiðinda tilvik þegar maður var að paufast niður Ingiríði í hálku! )
En annars helvíti seig. No-spin læsing að aftan sem bjargaði stundum.

Nú síðast átti ég þennan;
Image

1991 Ford Ranger. Loftlás að framan, 38" dekk og gormar allan hringinn. Breytti honum líka sjálfur að mestu.

User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Polarbear » 02.mar 2014, 23:12

öss. hef átt bara 1 annan jeppa en þann sem ég á núna. Gamli Gráni minn. sakna hans mikið, þó hafði hann sína galla.
þessi mynd er tekin daginn sem ég keypti hann á Akureyri 2003 minnir mig.
mynd 4.jpg
daginn sem ég verslaði hann
mynd 4.jpg (129.5 KiB) Viewed 3343 times


Sprautaði hann gráan og setti ofaní hann 60 krúser mótor og þá fór þetta að gerast óþægilega oft.... brotinn öxull og þar sem þetta er semi-floating þá hreinlega detta dekkin bara af :)
06022008.jpg
brotinn oxull
06022008.jpg (112.4 KiB) Viewed 3343 times


Lengdi hann um 10 cm milli hjóla og setti undir hann 60 krúser hásingu að aftan og þá hætti ég að brjóta öxla.
Keypti mér svo 80 krúserinn sem ég á núna og gat ekki hugsað mér að einhver annar keyrði Gamla-Grána minn svo ég reif hann í spað og seldi í pörtum.....
2012-07-31 20.53.31.jpg
2012-07-31 20.53.31.jpg (195.9 KiB) Viewed 3343 times

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Freyr » 03.mar 2014, 00:54

Fyrsti jeppinn minn 5 dögum eftir að ég eignaðist hann. Keypti hann á þriðjudegi og ætlaði strax að byrja að breyta honum. Það var hinsvegar svo gott veður helgina eftir að ég ákvað að fara eina auðvelda ferð á honum óbreyttum. Þú ferð endaði í þessum læk þar sem ég tók vatn inn á vélina. Hún gjöreyðilagðist, sveifarás, stimplar, stimpilstangir o.fl mölbrotið.......

Image

Þetta er #2. '87 Cherokee á gormum fr. + aft., loftlæsingar o.fl. Hann var mjög lítið hækkaður og því voru aksturseiginleikarnir mjög góðir. Þessi startaði Cherokee bakteríunni hjá mér.

Image

#3 '91 cherokee. Setti hann á 38" með nær engum tilkostnaði og óvönduðum vinnubrögðum, þessi lifði stutt.

Image

#4 '88 cherokee.

Image

#5 Það eina sem er upprunalegt í þessum er grindin og boddýið. Undir honum eru D44 undan Scout með loftlæsingum, 350 í húddinu, skriðgír o.fl. Mjög öflugur bíll en var orðinn svolítið lúinn og tók of mikinn tíma að halda honum í góðu standi.

Image

#6 '95 Patrol á 38". Tók hann í gegn þegar ég keypti hann, skipti um vél, vatnskassa, breytti fjöðruninni o.fl. og eftir það þurfti hann nær ekkert viðhald. Mjög traustur jeppi og áreiðanlegur en full þungur og kraftlaus til að vera skemmtilegur snjójeppi.

Image

#7 Núverandi leiktæki

Image

#8 Ágætis daily driver og ferðaðist slatta á honum á sumrin.

Image

#9 Núverandi daily driver.

Image

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá StefánDal » 03.mar 2014, 12:10

Þetta er sá fyrsti. Keypti hann 16 ára gamall og var með æfingarakstur á honum. Jeep CJ5 '64 á 36". Var samt algjör hrærigrautur. Hafði einhvern tímann verið torfærubíll. Var á Wagoneer grind á Wagoneer dana 44 hásingum. Soðinn að framan og nospin að aftan. 350 Buick V8, TH400 og Dana 20 held ég. Alveg stórhætturlegt ökutæki þangað til maður lærði á hann. Á margar góðar minningar og sögur. Bæði hetju/brekku/torfæru sögur og algjörar klúðurs/festu/bilerí sögur.
Dauðsé alltaf eftir þessum bíl. Hann var ljótur og varla keyrandi út á þjóðvegi en algjört tryllitæki í snjó og torfærum. Eyðslan var alltaf 25l/100 plús. Man eftir því að veturinn sem ég fékk prófið og fór að nota hann daglega fór bensínlíterinn yfir 100kr.

Image
Image
Image
ein eldgömul mynd af honum frá því hann gerði það gott í torfærukeppnum.
Image

Þá þótti manni þetta vera algjör geðveiki og skipti yfir í Range Rover '78 á 38" með 2.8 dísel úr Rocky, túrbólaus. Mjög skemmtilegur bíll í marga staði en gjörsamlega afllaus.
Image

Þessi var svo næstur. Ford Aerostar '91. Virkilega vel smíðaður og góður bíll en var farinn að ryðga á leiðinlegum stöðum og ég hafði hvorki kunnáttu né aðstöðu til þess að halda honum góðum. 4.0l V6 Ford og ssk. millikassi og hásingar úr Land Cruiser 80. 4.88 hlutföll og raflásar. Ný (þá) 38" ground hawg.
Image
Image
Héru eru tvær af honum sem ég finn því miður hvergi nema sem svona frímerki. Helvítir myndasíðan á f4x4.is vefnum er búinn að gleypa allar gömlu myndirnar mínar og ég hef engan aðgan að þeim lengur. Get þó með krókaleiðum fundið þær svona pínulitar. Á þessum tveimur myndum sjást kostir Fordsins hvað allra best. Annars vegar léttleikinn og hinsvegar mikil og góð víxlfjöðrun. Ef þið rýnið í myndina af Fordinum í brekkunni þá sést að förin eftir Patrolinn eru eins og eftir jarðýtu miðað við Fordinn.
Image
Image
Þessa þrjá átti ég fyrir tvítugt og þetta eru þeir sem standa mest upp úr. Á eftir hafa margir jeppar komið og farið en enginn skilið eftir jafnmargar minningar og þessir hérna fyrir ofan :)


Guðni
Innlegg: 74
Skráður: 27.apr 2010, 11:43
Fullt nafn: Guðni Freyr Ómarsson

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá Guðni » 03.mar 2014, 13:41

Þennan átti ég 18 ára gamall. Þessi bíll var rosalega seigur í snjó en þetta er Vitara á 36" dekkjum.

Image
Mitsubishi L200 38"
Subaru Impreza GT Turbo
Subaru 1800 2.0L Turbo
Skidoo Formula
Rover Mini - eilífðarverkefni


villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá villi58 » 03.mar 2014, 13:55

Þessi var algjörlega tekinn stykki fyrir stykki.
scan0005.jpg
Bronco ´74
scan0005.jpg (633.49 KiB) Viewed 2918 times

Gaman að vita hvar hann er í dag.
scan0005.jpg
Bronco ´74
scan0005.jpg (633.49 KiB) Viewed 2918 times
scan0007.jpg
Stóri Bronco
scan0007.jpg (427.3 KiB) Viewed 2917 times

Það hefur eitthvað gerst, átti ekki að geta ryðgað niður á minnst 20 árum. Feyti undir öllu í gólfi, sílsum, grind, hurðum, ekkert sparað við uppgerð.
Sá stóri hvar ætli hann sé í dag, síðast þegar ég sá hann var hann á sölu á Akureyri kominn á 44"
Síðast breytt af villi58 þann 03.mar 2014, 14:45, breytt 1 sinni samtals.

User avatar

jongud
Innlegg: 2623
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Gamlir 4x4 sem spjallverjar hafa átt

Postfrá jongud » 03.mar 2014, 14:09

villi58 wrote:...Gaman að vita hvar hann er í dag...


Samkvæmt umferðarstofu var hann afskráður kringum aldamótin.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 25 gestir