Síða 1 af 1

4runner 1991 v6 3.0 bilun (komin í lag)

Posted: 25.feb 2014, 09:14
frá sveinsson23
Daginn

Ég er með gamlan 4runner 91 V6 3.0 sem vill ekki haldast í gangi.
Hann startar en vill ekki haldast í gangi. Gerðist fyrir um ári síðan og þá skipti ég fyrst um bensínsíu og hluta af bensínrörinu og það virkaði ekki. Þannig að ég skipti um kertin, kveikjuhamarinn og háspennukeflið og þá flaug hann í gang eins og var eins og nýr.
Svo núna er þetta að gerast aftur, þannig að ég er búin að skipta um kertin (aftur), kveikjulokið, og ekkert gerðist.
Þá var mér bent á að loftflæðiskynjarinn væri ónýtur, þannig að ég skipti um hann og hann flaug í gang í einn sólahring en svo aftur sama vesen.

Er einhver sem getur hjálpað mér með þetta vandamál
kv
Kristján

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 09:30
frá Hr.Cummins
úr með 3.0 V6 og í með Cummins 4BT...

en svona grínlaust, þá er þetta ein versta vél sem að framleidd hefur verið... punktur !!

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 09:44
frá jongud
Ein spurning;
Logar "check engine" ljósið?
Ef svo er, þá er um að gera að "telja blikkin"
Leiðbeiningar eru hér;
http://www.troublecodes.net/toyota/

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 09:48
frá sveinsson23
nei "check engine " ljósið logar ekki

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 10:40
frá jongud
Logar það þegar þú svissar á og slokknar síðan?

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 12:10
frá sveinsson23
nei ekkert ljós

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 12:44
frá jongud
sveinsson23 wrote:nei ekkert ljós


Þá held ég að það sé farin peran í mælaborðinu fyrir "check engine" ljósið

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 25.feb 2014, 13:43
frá Oskar K
eða nákvæmlega eins og í mínum 4runner, fór ekki í gang og ekkert check engine ljós, þá skipti ég um vélartölvu og í gang fór hann

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 00:39
frá Startarinn
Ég á eina eða tvær tölvur í svona bíl ef þú telur það vandamálið, ásamt 2 vélum og loftflæðiskynjurum

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 01:08
frá Valdi B
Hr.Cummins wrote:úr með 3.0 V6 og í með Cummins 4BT...

en svona grínlaust, þá er þetta ein versta vél sem að framleidd hefur verið... punktur !!


nei cömmings er miklu meira drasl...

svona án gríns nennirðu að hætta að koma með cömmings í allar umræður og halda því svona að mestu allavega fyrir sjálfan þig, nema þá í cömmings þráðum um að gera fyrir þig að tjá af þér rassgatið þar allt í góður með það ;)

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 01:25
frá Hr.Cummins
Valdi B wrote:
Hr.Cummins wrote:úr með 3.0 V6 og í með Cummins 4BT...

en svona grínlaust, þá er þetta ein versta vél sem að framleidd hefur verið... punktur !!


nei cömmings er miklu meira drasl...

svona án gríns nennirðu að hætta að koma með cömmings í allar umræður og halda því svona að mestu allavega fyrir sjálfan þig, nema þá í cömmings þráðum um að gera fyrir þig að tjá af þér rassgatið þar allt í góður með það ;)


Neinei, cummins er best... ef að þú hefðir lesið innleggið til enda hefðiru séð að ég var að grínast...

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 01:39
frá Valdi B
hehe kannski ekki best... en fer nærri því, mér finnst það samt þreytandi að það má nánast ekki vera einn einasti þráður hérna án þess að það sé cummins í honum og cummins er ekki svo gott að þurfa að vera í öllum þráðum ;)

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 01:44
frá Hr.Cummins
Valdi B wrote:hehe kannski ekki best... en fer nærri því, mér finnst það samt þreytandi að það má nánast ekki vera einn einasti þráður hérna án þess að það sé cummins í honum og cummins er ekki svo gott að þurfa að vera í öllum þráðum ;)


jú maður.... :*

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 07:55
frá sveinsson23
Startarinn wrote:Ég á eina eða tvær tölvur í svona bíl ef þú telur það vandamálið, ásamt 2 vélum og loftflæðiskynjurum


takk fyrir það, fæ að vera í bandi ef ekkert kemur út úr þessu.
kv

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 11:07
frá Stebbi
Hr.Cummins wrote:en svona grínlaust, þá er þetta ein versta vél sem að framleidd hefur verið... punktur !!


Það eru ekki margar V6 vélar frá 1988 sem eru eitthvað sérstaklega betri en 3VZ-E. Þær eru bara alveg jafn mikið drasl og allt annað frá þessum tíma. Smá túrbó og Megasquirt og þá ætti þetta að vera nothæft.

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 12:18
frá biturk
Reindar gerðu ford og chevy betri v6 a þeim tíma en þetta eru samt ágætis rellur, bara viðkvæmar fyrir að allit skynjarar séu hundrað í lagi

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 12:47
frá Hr.Cummins
biturk wrote:Reindar gerðu ford og chevy betri v6 a þeim tíma en þetta eru samt ágætis rellur, bara viðkvæmar fyrir að allit skynjarar séu hundrað í lagi


Það er bara þannig... en er samt sammála Stebba með að V6 3.0 Turbo með fínu innvolsi gæti verið fínt...

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 26.feb 2014, 13:19
frá Stebbi
biturk wrote:Reindar gerðu ford og chevy betri v6 a þeim tíma en þetta eru samt ágætis rellur, bara viðkvæmar fyrir að allit skynjarar séu hundrað í lagi


Nei enda sagði ég 'ekki margar v6 vélar betri' og þá var GM 4.3 og Ford 4.0 efst í huga. En meira og minna allt annað er jafn mikið drasl og 3VZ-E ef ekki meira drasl, GM 2.8 er td. algjört sorp og sömuleiðis 2.8 og 2.9 Ford sem eru vélar frá svipuðu tímabili í svipaðri stærð. Sama á við um Mitsubishi og Nissan, vandamálagripir út í eitt ef ekki er hugsað um þetta eins og ungabörn.
Allar eiga þessar vélar það sameiginlegt að vera með fyrstu EFI vélunum í jeppum sem koma sem standard vélar. Allt of litlar og börn síns tíma. Þess vegna er frekar þröngsýnt að taka alltaf þessa einu vél út fyrir sviga og míga og drulla yfir hana eins og menn fái borgað fyrir það.

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 27.feb 2014, 01:30
frá -Hjalti-
Stebbi wrote:
biturk wrote:Reindar gerðu ford og chevy betri v6 a þeim tíma en þetta eru samt ágætis rellur, bara viðkvæmar fyrir að allit skynjarar séu hundrað í lagi


Nei enda sagði ég 'ekki margar v6 vélar betri' og þá var GM 4.3 og Ford 4.0 efst í huga. En meira og minna allt annað er jafn mikið drasl og 3VZ-E ef ekki meira drasl, GM 2.8 er td. algjört sorp og sömuleiðis 2.8 og 2.9 Ford sem eru vélar frá svipuðu tímabili í svipaðri stærð. Sama á við um Mitsubishi og Nissan, vandamálagripir út í eitt ef ekki er hugsað um þetta eins og ungabörn.
Allar eiga þessar vélar það sameiginlegt að vera með fyrstu EFI vélunum í jeppum sem koma sem standard vélar. Allt of litlar og börn síns tíma. Þess vegna er frekar þröngsýnt að taka alltaf þessa einu vél út fyrir sviga og míga og drulla yfir hana eins og menn fái borgað fyrir það.



twin turbo á þetta dót og þá ertu komin með vél sem gefur LSX Ekkert eftir

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 27.feb 2014, 04:38
frá Hr.Cummins
6G72 er mergjað góð vél samanborin við 3VZ-E, og svo er VG30DE mjög góð vél... hún er frá 1985 220hp... Quad (twin) cam...

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun (komin í lag)

Posted: 28.feb 2014, 09:10
frá sveinsson23
ég skipti um circut opening relay og bílinn rauk í gang :)

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun (komin í lag)

Posted: 28.feb 2014, 09:12
frá Hr.Cummins
Flottur, er þetta sambærilegt við yfirspennurelay í Mercedes :?:

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 28.feb 2014, 10:16
frá Stebbi
Hr.Cummins wrote:6G72 er mergjað góð vél samanborin við 3VZ-E, og svo er VG30DE mjög góð vél... hún er frá 1985 220hp... Quad (twin) cam...


Við verðum að bera saman epli og epli. VG30E sem er mest notaða nissan vélin er bara 153hö og eyðir eins og ljóska með veltukort í mall of america. 6g72 sem er fín vél er bara 145hö sem SOHC og á við krónískt heddpakkningavesen að stríða eins og 3VZ-E. Ef það á að bera saman DOHC vélar þá þurfum við að tala um 3VZ-FE úr Camry.

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 28.feb 2014, 10:29
frá Hr.Cummins
Stebbi wrote:
Hr.Cummins wrote:6G72 er mergjað góð vél samanborin við 3VZ-E, og svo er VG30DE mjög góð vél... hún er frá 1985 220hp... Quad (twin) cam...


Við verðum að bera saman epli og epli. VG30E sem er mest notaða nissan vélin er bara 153hö og eyðir eins og ljóska með veltukort í mall of america. 6g72 sem er fín vél er bara 145hö sem SOHC og á við krónískt heddpakkningavesen að stríða eins og 3VZ-E. Ef það á að bera saman DOHC vélar þá þurfum við að tala um 3VZ-FE úr Camry.


Ég er nú bara að bera saman vélar sem að komu í jeppum og pallbílum þessa tíma, pabbi vinar míns átti svona Nissan King-Cab 91/92árg með VG30DE sem að var 220hp... sá eyddi nú bara innan skekkjumarka...

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun (komin í lag)

Posted: 28.feb 2014, 10:42
frá sveinsson23
Hr.Cummins wrote:Flottur, er þetta sambærilegt við yfirspennurelay í Mercedes :?:


er ekki viss, en þessi relay sér um að koma rafmagni í bensíndæluna.
"The circuit opening relay is responsible for providing power to the fuel pump" þetta er svarið sem ég fékk af netinu
kv

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun

Posted: 01.mar 2014, 23:33
frá Valdi B
Hr.Cummins wrote:
Stebbi wrote:
Hr.Cummins wrote:6G72 er mergjað góð vél samanborin við 3VZ-E, og svo er VG30DE mjög góð vél... hún er frá 1985 220hp... Quad (twin) cam...


Við verðum að bera saman epli og epli. VG30E sem er mest notaða nissan vélin er bara 153hö og eyðir eins og ljóska með veltukort í mall of america. 6g72 sem er fín vél er bara 145hö sem SOHC og á við krónískt heddpakkningavesen að stríða eins og 3VZ-E. Ef það á að bera saman DOHC vélar þá þurfum við að tala um 3VZ-FE úr Camry.


Ég er nú bara að bera saman vélar sem að komu í jeppum og pallbílum þessa tíma, pabbi vinar míns átti svona Nissan King-Cab 91/92árg með VG30DE sem að var 220hp... sá eyddi nú bara innan skekkjumarka...


vg30de kom ekki í nissan king cab... þú hlýtur að vera að tala um vg30e sem skilaði 153 hestöflum í þeim á milli 1990 og 95.

og er ekkert skárri mótor en 3vze...

Re: 4runner 1991 v6 3.0 bilun (komin í lag)

Posted: 02.mar 2014, 20:35
frá íbbi
búinn að eiga 4runner með v6. terrano með v6, pajero með 3.0l sohc og þetta er allt grúútmáttlaust og vel eyðandi.

mestu eyddi pajeroinn, "hands down" fjórhlauparinn eyddi ekki jafn miklu og sumir vildu af láta, en saup hressilega ef maður þurfti að nota mótorinn eitthvað.

á 02 pajero með 3.5l sohc og hann bæði eyðir minna og virkar miklu betur en 3.0l sohc bíllinn gerði