Patrol leiðinlegur í gang kaldur


Höfundur þráðar
arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá arnarlogi15 » 03.nóv 2010, 00:23

Sælir

Er með patrol 92 módel sem fór vél í og við skiptum um hana og settum vél úr 98 módeli. Eftir það þá er bara vesen að koma honum í gang köldum. Við erum að tala ef það er ekki 10 20 gráðu hiti þá getur tekið minútu að koma honum í gang. Svo versnar það bara þegar maður kemur á fjöll þá getur tekið uppí 10-15 mínútur að koma honum í gang með prímus og öllum tilheyrandi græjum.

Erum búnir að skipta um spíssa og glóðarkerti.




Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Kalli » 03.nóv 2010, 01:18

freyr wrote:Eftirhitunin á glóðakertunum (er bara á 3 öftustu) virkar sennilega ekki. Það eru 2 stk relay út við frambrettið hm. sem stýra þessu ásamt forhitunartölvunni sem er við hægri fót farþegans frammí, ég myndi veðja á relayin frekar. Dettur líka í hug að það sé tæring á plötunum sem færir straum að kertunum svo það sé slæmt samband við kertin. Svo getur líka verið að einhver af vírunum í kringum forthitunina sé lélegur/ónýtur.

Freyr

Tekið af f4x4.is


arntor
Innlegg: 176
Skráður: 05.okt 2010, 21:26
Fullt nafn: Arntor Sverrir Sigurdarson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá arntor » 03.nóv 2010, 07:08

hiluxinn minn er svipadur, vaeri forvitnilegt ad fá ad vita hvad var ad ef tú kemst ad tví. kv. Arntor

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Tómas Þröstur » 03.nóv 2010, 08:23

Mæla hvort kertin fá volt inn á sig og í hvað langan tíma. Eftirhitun er lílega á lægri voltum. Eru kertin örugglega af réttri gerð.
Þjöppumæla.

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Freyr » 03.nóv 2010, 08:57

Kalli wrote:
freyr wrote:Eftirhitunin á glóðakertunum (er bara á 3 öftustu) virkar sennilega ekki. Það eru 2 stk relay út við frambrettið hm. sem stýra þessu ásamt forhitunartölvunni sem er við hægri fót farþegans frammí, ég myndi veðja á relayin frekar. Dettur líka í hug að það sé tæring á plötunum sem færir straum að kertunum svo það sé slæmt samband við kertin. Svo getur líka verið að einhver af vírunum í kringum forthitunina sé lélegur/ónýtur.

Freyr

Tekið af f4x4.is


Sælir

Þegar ég setti þetta á f4x4 var einn sem leiðrétti mig eitthvað með þetta, man ekki alveg hvað það var samt. Ættir að grafa upp þráðinn og lesa hann.

Freyr


Höfundur þráðar
arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá arnarlogi15 » 03.nóv 2010, 15:22

Ég er nokkuð viss um að þetta séu rétt kerti. En mér finnst rosalega ólíklegt að þetta sé relay því gamla vélin rauk í gang en eftir að ég setti 98 vélina í hann þá er hann ömurlegur í gang. Frekar að það sé plötunar eða tengi sem virkar ekki, en við erum algjörlega lost í þessu.


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Kalli » 03.nóv 2010, 16:22

Freyr wrote:
Kalli wrote:
freyr wrote:Eftirhitunin á glóðakertunum (er bara á 3 öftustu) virkar sennilega ekki. Það eru 2 stk relay út við frambrettið hm. sem stýra þessu ásamt forhitunartölvunni sem er við hægri fót farþegans frammí, ég myndi veðja á relayin frekar. Dettur líka í hug að það sé tæring á plötunum sem færir straum að kertunum svo það sé slæmt samband við kertin. Svo getur líka verið að einhver af vírunum í kringum forthitunina sé lélegur/ónýtur.

Freyr

Tekið af f4x4.is


Sælir

Þegar ég setti þetta á f4x4 var einn sem leiðrétti mig eitthvað með þetta, man ekki alveg hvað það var samt. Ættir að grafa upp þráðinn og lesa hann.

Freyr

http://www.f4x4.is/index.php?option=com_jfusion&Itemid=228&jfile=viewtopic.php&f=6&t=22902

kv. Kalli


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Izan » 03.nóv 2010, 19:44

Sæll

Ég er ekki viss um að það sá sama stýringin á glóðarkertunum í 98 og 92 patrol.

Eru öll kertin eins eða eru 3 aftari fljótandi?

Það er eiginlega aðalmálið.

Kv Jón Garðar.

P.s. ertu viss um að glóðarkerfið sé í ólagi, ef minnsta loft kemur inn í olíuverkið lætur svona vél hafa fyrir því að fara í gang. Getur verið kominn tími á olíusíu eða er smuga að einhver slanga sé ekki nógu þétt.


haffij
Innlegg: 174
Skráður: 12.feb 2010, 00:28
Fullt nafn: Hafliði Jónsson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá haffij » 03.nóv 2010, 19:59

Er ekki einhver hitaskynjari fyrir kertaheilann einhversstaðar í blokkinni? Er á hreinu að sá sé tengdur og passi á milli þessara árgerða?


Höfundur þráðar
arnarlogi15
Innlegg: 51
Skráður: 13.júl 2010, 22:19
Fullt nafn: Arnar Logi Þorgilsson

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá arnarlogi15 » 03.nóv 2010, 21:15

Plöturnar eru allar góðar, en ég veit ekki með hitaskynjarann.

En jón ef þú átt við með að kertin séu fljótandi að þau séu tvöföld þá eru 3 öftustu tvöföld og er með orginal síu.


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Patrol leiðinlegur í gang kaldur

Postfrá Izan » 03.nóv 2010, 22:46

Sæll

Þegar ég tala um að kertin séu fljótandi er ég ekki að tala um að þau séu tvöföld. Það eru engin tvöföld kerti í Patrol. Það eru 2 tengi á þeim af því að þau taka mínusinn ekki í gengjunum heldur á öðrum pólnum. Getur prófað að óhmmæla kertin fyrst þau fremri sem taka - í gegnum gengjurnar og síðan hin, þar færðu enga leiðni frá hvorugum pólnum í gengjurnar en mjög svipaða mótstöðu og hin kertin höfðu til gengjanna.

Patrol fer í gang á forhituninni. Það þarf ekki að starta nema 5-8 sek til að starta patrol. Ef hann fer ekki þannig í gang svissar maður af og hitar aftur. Ég hitaði reyndar oft 2 sinnum á morgnana til að hann væri léttari í gang.

Fyrsta sem þú gerir er að átta þig á hvort kertin fái yfirhöfuð straum. Spennumældu á fremri kertunum til jarðar og þegar svissað er á bílinn áttu að fá 10-11V þar. Ef þar er í lagi skaltu kippa kannski 3 kertum úr og setja hleðslutæki á hvert og eitt. Á fáeinum sekúndum á kertið að hitna og roðna. Hættu þegar þú ert sannfærður um að kertið hitni til að skemma það ekki.

Ef öll kertin hitna svona og þú færð spennu frá stóru skinnuni yfir á blokk annars vegar og frá stóru skinnuni á litlu skinnuna þá er forhitunarstýringin í lagi og vélin á að fara í gang.

Ef ekki dettur mér í hug hvort vírarnir geta hafa víxlast. Þá færðu - á stóru skinnuna og - í blokkinni og bara 3 innri kertin hitna.

Ég ætla að vona að sían sé ekki "orginal" frá 92. Þá er tímabært að skipta.

Ég lenti einu sinni í að Pattinn minn var tregur í gang og ég kenndi kertunum um að sjálfsögðu, keypti ný en rétt áður fann ég að olíuslangan frá síu að verki var morkin svo að hún dró sér pínulítið loft. Hann var verulega tregur í gang en gekk bærilega eftir að hann drullaðist í gang. Reyndar, eftir á að hyggja, reykti hann meira en átti að gera og það bláleytum reyk og var heldur máttlausari. Maður fann muninn þegar slangan var löguð því að þetta hafði verið að smá gerast og var aldrei akút bilun.

Annað Patrol vandamál er að Patrol er ótrúlega tregur í gang á lélegum geymum. Það eru 2 geymar hjá mér og voru farnir að daprast. Hann hoppaði í gang kaldur en var lélegur að fara í gang heitur. Ég skipti um geyma og bíllinn allt annar. Heyrði lítinn sem engan mun á startarahljóðum en hann var ólíkt röskari í gang.

Kv Jón Garðar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur