Síða 1 af 1
Gast loftdælur
Posted: 17.feb 2014, 20:33
frá johnnyt
Er einhver sem að þekkir eitthvað til Gast loftdælna ?
Hver er að selja þessar dælur hér heima ?
Re: Gast loftdælur
Posted: 18.feb 2014, 11:54
frá johnnyt
Enginn sem kannast við þessar dælur ?
Re: Gast loftdælur
Posted: 18.feb 2014, 12:24
frá helgis
Lúkas D Karlsson var með umboðið, veit ekki hvort þeir séu með það enþá.
Ég á svona dælu og er ánægður með hana.
Hún er til sölu ef þú vilt.
Kv. Helgi
Re: Gast loftdælur
Posted: 18.feb 2014, 13:11
frá johnnyt
Takk fyrir svarið Helgi.
Er með svona dælu í bílnum hjá mér þannig er ekki að leitast eftir að kaupa. Finnst hún vera frekar kraftlaus mín og ætla að leita mér smá upplýsinga.
Re: Gast loftdælur
Posted: 25.feb 2014, 07:12
frá gunnarb
Ég keypti svona dælu fyrir 20 árum í Bílabúð Benna. Þær dælur sem mest voru seldar eru vissulega mun kraftminni en t.d. FINI dælurnar sem eru vinsælar, en þær hafa ákveðna kosti. GAST framleiðir reyndar allskonar dælur, en það sem Benni var með voru membru dælur (ekki stimpil dælur). Þær draga ekki mikið rafmagn og eru mjög hljóðlátar. Að auki er hægt að nota hana bæði í sog og blástur og ef inntak/útblástur er þvingað þolir hún að ganga áfram. Ég hef ekki notað mína í mörg ár þar sem hún er svo kraftlítil, en eftir að ég setti úrhleypibúnað í bílinn (44" dekk) gróf ég dæluna upp aftur og hún virkar frábærlega. Það skiptir mig engu máli hvort það taki 5 mínútum lengri eða skemmri tíma að dæla í dekkin ...

- Hér er dælan fyrir aftan aftursæti í Hilux
- 2014-01-03 21.45.43.jpg (334.71 KiB) Viewed 1531 time