15" breyting á LC90


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 16.feb 2014, 20:11

Getur einhver rifjað upp fyrir mér hvað er gert til að koma 15" felgum á LC90?

Eru kannski fleiri en ein leið til þess að hnoða þessu saman?

kv
Grímur




Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Svopni » 16.feb 2014, 21:19

Kaupa rennda diska og breyta dælum þannig að þær fari innar. Gæti verið að ég viti um breyttar dælur til sölu.

User avatar

valsari
Innlegg: 102
Skráður: 26.aug 2011, 23:13
Fullt nafn: Valur G. Ragnarsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá valsari » 16.feb 2014, 21:45

á mínum bíl var bara slípað af dælunum...


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Svopni » 16.feb 2014, 22:05

Það er ekki rétta leiðin :)

User avatar

valsari
Innlegg: 102
Skráður: 26.aug 2011, 23:13
Fullt nafn: Valur G. Ragnarsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá valsari » 16.feb 2014, 22:22

Svopni wrote:Það er ekki rétta leiðin :)


var gert þegar hann var nýr 98 og haldið síðan.


th.
Innlegg: 24
Skráður: 26.mar 2013, 19:18
Fullt nafn: Þórir Hálfdánarson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá th. » 16.feb 2014, 23:21

Það sem virkar og dugir er rétt :)


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 17.feb 2014, 00:19

Þetta er sumsé ekkert mál ef maður kemst í fræsivél og rennibekk :-)

Taka utan af diskunum, smíða einhverja hjámiðju/hliðrunar útfærslu á dælurnar og hreinsa steypugalla utan af þeim...

Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert búinn að kíkja á þetta dót, en það hljómar eins og þetta sé bara spurning um fáeina mm ef það hefur sloppið að spæna utanaf dælunum.
Held að það þurfi að fara að endurnýja í bremsunum hjá mér þannig að maður tekur þessa breytingu þá bara í leiðinni, eru kannski einhverjir diskar sem passa í þetta beint úr annarri týpu, ef það þarf hvort sem er að skipta um diska?

Takk fyrir þetta infó :-)

kv
Grímur

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1224
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Toyota Hilux

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá StefánDal » 17.feb 2014, 00:26

Komu allir 90 Cruiserar á 16" felgum orginal?


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 17.feb 2014, 01:35

Ég veit ekki betur. Minn er 2002 módel, en ég hef svosem ekki prófað að troða 15" undir hann.
Pabbi á 1999 eða 2000 bíl sem 15" komst ekki á þegar hann var nýr, umboðið tók í þá daga einhverja hundraðþúsundkalla fyrir 15" mixið, sem að okkar mati þá var ekki glóra að taka fyrir 33". Enda er sá bíll rosa fínn á 16".
Málið er bara að ég á þessar fínu 15" Prime álfelgur og það er auðveldara að finna dekk á þær sem þarf ekki að selja úr sér líffæri fyrir....

kv
G

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Hr.Cummins » 17.feb 2014, 03:00

leiðinlegt að eiga svona toyota dót þegar að það kemst ekki einusinni 15" undir :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Dúddi » 17.feb 2014, 07:54

Eg er buinn að gera þetta nokkrum sinnum án hjámiðjuhólka. Eg hef bara fengið mer 12 mm bolta, sett hann í gatið og soðið hann í, samt bara til hálfs. Svo borar maður i samskeitin og þannig færist gatið inn um 6 mm. Veit ekki hvort eg er að gera mig skiljanlegan.


Svopni
Innlegg: 92
Skráður: 01.sep 2013, 21:01
Fullt nafn: Sigurbjörn Vopni Björnsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Svopni » 17.feb 2014, 11:44

Jú það virkar að slípa bara af dælunum, en það er ekki góð leið. Þetta er Meira en 1-2 mm sem þarf. Þú getur keypt diska sem búið er að renna af og svo er dælufærslan framkvæmd eins og búið að er lýsa.


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 17.feb 2014, 21:11

Jú Dúddi, þetta er kýrskýrt. Ætli ég snitti ekki 14mm gengjur í þetta, lími svo boltastubb með epoxy lími í og enda á að bora ný göt 6mm innar. Ég forðast að sjóða í svona ef ég kemst hjá því...takk fyrir innleggin strákar...þetta munar helling fyrir mann að þurfa ekki að finna út úr öllu sjálfur ;-)

Kveðja
Grímur


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Dúddi » 18.feb 2014, 20:12

ég planaði svo bara dælurnar lengra uppá þannig það væri slétt undir boltagötunum. Ég svosem setti bara smá punkt svo þetta væri kjurrt. Svo þarf alveg að snikka eitthvað með slípirokknum utanaf dælunum. Ég var alltaf að taka 7 mm af radiusnum á disknum

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Hr.Cummins » 19.feb 2014, 12:29

ertu að tala um að speisa dæluna innar á diskinn :?: og taka utan-af disknum :?:

Minna efni til að gleypa hitann, mér finnst það allan tímann verri hugmynd en að láta renna af dælunum sjálfum :!:
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Dúddi » 19.feb 2014, 13:02

Eg held það se nu skarra að vera með dælurnar innar en að vera með gat inni vökvaholfin a dælunum, eg þekki til þar sem atti bara að slipa og hann for bara inni vökvaholfið.
Þetta er viðurkennd breyting hja arctic trucks og það eru fleiri bilar en þessi með 15 tommu bremsur.

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1917
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Sævar Örn » 19.feb 2014, 18:40

Þetta er bara mjög misjafnt eftir felgum, en ef þú gerir þetta á þennan algenga máta þá geturðu verið nokkuð viss um að allar helstu 15" felgur passi undir hjá þér.


Það er satt að það má ekki taka nema örlítið af dælunum áður en maður fer í gegn og inn í cylinder
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 19.feb 2014, 20:42

Hahaha, það er nú svolítið önnur hreyfiorka til að breyta í hita, skriðþunginn á þessu ljósavéla hlassi frá ameríkuhrepp eða fullhannaðar vélar frá Japan! !!!
Maður er ekki hissa að menn sem eru vanir að þurfa að stöðva svona pramma hafi áhyggjur af hitavandamálum í bremsudiskum ;-)

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Hr.Cummins » 20.feb 2014, 00:47

grimur wrote:Hahaha, það er nú svolítið önnur hreyfiorka til að breyta í hita, skriðþunginn á þessu ljósavéla hlassi frá ameríkuhrepp eða fullhannaðar vélar frá Japan! !!!
Maður er ekki hissa að menn sem eru vanir að þurfa að stöðva svona pramma hafi áhyggjur af hitavandamálum í bremsudiskum ;-)


Fullhannaðar vélar :')

Kláraðu mig ekki....

Ég á líka nokkra öðruvísi bíla en bara Dodge RAM.... en það er góð þörf á bremsuupgrade þar... enda stock bremsur með tæplega 1000 hross...

Bremsur eru essential, mér þykir t.d. stock bremsurnar í þessu Toyota "fullhannaða dóti" ykkar... frekar slakar, og eru það líka í t.d. LC120... eitt gott brems og þá er vökvinn orðinn steikjandi og/eða diskarnir skakkir...
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 890
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá grimur » 20.feb 2014, 01:23

Hahaha!
Ég bara varð. Þetta var of gott til að sleppa því.
Til gamans má geta þess að meðal áreiðanlegustu mótora sem settir hafa verið í vinnuvélar eru einmitt Cummins mótorar framleiddir af Komatsu í Japan ;-)


Valdi B
Innlegg: 657
Skráður: 18.feb 2011, 13:16
Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
Staðsetning: Suðurland

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Valdi B » 20.feb 2014, 01:27

hahaha :D
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000

User avatar

Þráinn
Innlegg: 90
Skráður: 02.mar 2011, 19:34
Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
Bíltegund: Chevrolet K2500
Staðsetning: Vík í Mýrdal
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Þráinn » 20.feb 2014, 02:02

hvernig í ósköpunum tókst viktori að troða cömmings í umræður um bremsudælur á toytota? þetta hlítur að teljast hæfileiki!

User avatar

Hr.Cummins
Innlegg: 703
Skráður: 06.jan 2013, 18:03
Fullt nafn: Viktor Agnar Guðmundsson Falk
Bíltegund: Dodge Ram 1500
Hafa samband:

Re: 15" breyting á LC90

Postfrá Hr.Cummins » 20.feb 2014, 02:23

Þráinn wrote:hvernig í ósköpunum tókst viktori að troða cömmings í umræður um bremsudælur á toytota? þetta hlítur að teljast hæfileiki!


hahaha, ég gerði það ekki... :)
Dodge Ram 1500 Cummins Compound Turbo Diesel:
[BBD 60# Valvesprings, 4k GSK, Raptor 150GPH LP, Marine HG, Maxed Out P-Pump, No Plate, Tuned AFC, 20° Timing, Colt BIG STICK]
[Custom 4,5" Downpipe, 5" Pipe & Dual 6" Stacks]


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 15 gestir