Síða 1 af 1
Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 13:16
frá andriorn
Sælir spjallfélagar,
Bróðir minn benti mér á mjög fallegan 38" Cherokee XJ fyrir löngu síðan og ég var að spá hvort menn vissu hvar hann er niðurkominn og ástandið á honum?
Bíllinn var víst kallaður Ofur-Freyja:
http://www.f4x4.is/myndasvaedi/ofur-freyja/Kv.
Andri Örn
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 13:29
frá sigurdurk
A2026
Eigandi Ágúst Guðmundsson
Heimili Ásar
601 Akureyri
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 13:46
frá andriorn
sigurdurk wrote:A2026
Eigandi Ágúst Guðmundsson
Heimili Ásar
601 Akureyri
Til einhverjar nýlegar myndir?
Einhverja hugmynd um ástand?
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 13:48
frá olafur f johannsson
andriorn wrote:sigurdurk wrote:A2026
Eigandi Ágúst Guðmundsson
Heimili Ásar
601 Akureyri
Til einhverjar nýlegar myndir?
Einhverja hugmynd um ástand?
Þessi er í 100% lagi og er oft á ferðinni hér á Akureyri
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 13:55
frá Hr.Cummins
4.6 stroker.... mergjað.. !
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 16.feb 2014, 17:29
frá lecter
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 17.feb 2014, 03:20
frá agustg
Sælir. Ágúst Guðmundsson hér.
Bílinn á ég enþá en mér þykir leiðinnlegt að segja frá því að í nóvember á síðasta ári lenti ég í árekstri á "henni" og þess vegna hefur hún, því miður, ekki verið á götunum í einhver tíma. Ég var nú sem betur fer í 100% rétti og fæ þetta þess vegna allt saman bætt.
Eins og staðan er núna þá er verið að vinna að því að laga fram endann á bílnum. Eftir áreksturinn komu upp allskonar hlutir sem þurfti að skoða. Það þarf að skipta um stýrisenda, stýrisdælu og vatnskassa. Allir varahlutir í bílinn er komnir til landsins og ég bíð bara eftir að bíllinn verði settur saman og sprautaður. Hann verður vonandi klár og flottari en áður fyrir bílasýninguna í sumar á bíladögum. Væri virkilega gaman að hafa hana í lagi þá.
Þar hafiði það, bíllinn bilaður en verður brátt kominn aftur á göturnar. Gaman að sjá að einhver hefur áhuga á dótinu manns.
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 17.feb 2014, 08:03
frá gislisveri
Gott að heyra að það eigi að laga hann. Ég man vel eftir myndaalbúmi á gamla f4x4 um breytingarnar á þessum bíl. Snyrtilegt og fullt af góðum hugmyndum.
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 17.feb 2014, 10:40
frá andriorn
agustg wrote:Sælir. Ágúst Guðmundsson hér.
Bílinn á ég enþá en mér þykir leiðinnlegt að segja frá því að í nóvember á síðasta ári lenti ég í árekstri á "henni" og þess vegna hefur hún, því miður, ekki verið á götunum í einhver tíma. Ég var nú sem betur fer í 100% rétti og fæ þetta þess vegna allt saman bætt.
Eins og staðan er núna þá er verið að vinna að því að laga fram endann á bílnum. Eftir áreksturinn komu upp allskonar hlutir sem þurfti að skoða. Það þarf að skipta um stýrisenda, stýrisdælu og vatnskassa. Allir varahlutir í bílinn er komnir til landsins og ég bíð bara eftir að bíllinn verði settur saman og sprautaður. Hann verður vonandi klár og flottari en áður fyrir bílasýninguna í sumar á bíladögum. Væri virkilega gaman að hafa hana í lagi þá.
Þar hafiði það, bíllinn bilaður en verður brátt kominn aftur á göturnar. Gaman að sjá að einhver hefur áhuga á dótinu manns.
Það er frábært að heyra að laga eigi þennan flotta bíl, voru til einhverjar myndir af breytinguni á "henni", væri helvíti gaman að fá að skoða allt ferlið ef myndirnar eru til :)
Er nefnilega sjálfur að gera upp og breyta eins bíl:
viewtopic.php?f=50&t=23339Og eitt en, hvaða árg. er "hún"?
Kv.
Andri Örn
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 17.feb 2014, 22:41
frá agustg
Hún er '88 módel. Já það eru til myndir af þessu öllu saman einhverstaðar, þarf bara að finna þær og setja þær einhverstaðar inná netið. Ef þú ert með einhverjar sérstakar spurningar endilega varpaðum þeim á mig og ég reyni að svara þeim af bestu getu.
Re: Hvar er Freyja niðurkomin...?
Posted: 17.feb 2014, 22:50
frá AgnarBen
Já ég man líka vel eftir myndunum af bílnum þínum Ágúst inn á F4x4, lét mig oft dreyma um að eignast svona bíl eins og þú átt ........ þangað til ég lét verða af því :)
Annars er ég sérstaklega skotinn í Stroker aðgerðinni þinni, væri alveg til í framkvæma svoleiðis einn daginn, já eða setja V8 ofan í.