Hvor valkosturinn er betri?


Höfundur þráðar
Doranowich
Innlegg: 4
Skráður: 12.feb 2014, 18:17
Fullt nafn: Halldór Hilmar Sigurðsson

Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Doranowich » 12.feb 2014, 18:30

Sælir!

Ég er að spá í að fjárfesta í einu stk 4x4 sem aukabíl fyrir lítinn pening. Hann verður notaður 99% í léttum innanbæjarakstri þar sem ég er lítið að þvælast upp á fjöll, en ég vil samt eiga kost á því að geta farið eitthvað fólksbílaófært annað slagið. Einnig yrði þetta ferðabíllinn þegar land yrði lagt undir fót.

En eins og ég segi þá er ég ekki að leita að einhverjum hálendisbíl.

Ég er nokkuð spenntur fyrir 2 sem ég sá á sölu og ég vil endilega fá feedback frá ykkur - mér vitrari í þessum málum - um hvor sé sniðugri upp á endingu og áreiðanleika aðallega.

Öll komment og ráðleggingar eru vel þegin, sem og ábendingar um enn "betri" bíla eða tegundir.

Hér eru hlekkir á bílana:

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... a3d5c3bddc

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid ... dfe1d8c415

Kv.




villi58
Innlegg: 2134
Skráður: 10.maí 2011, 10:51
Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
Bíltegund: Toyota Hilux
Staðsetning: Ittoqqortoormiit

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá villi58 » 12.feb 2014, 19:00

Báðir slæmir ef þeir hafa ekið á götum borgarinnar eða suðvesturhorninu, kaupa bíl að norðan.


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Gunnar00 » 12.feb 2014, 19:29

Fyrir utan að þeir eru báðir frekar drykkfeldir. þá eru þetta frekar ryðsæknir bílar, eins og villi segir, ef þeir hafa verið í saltbaðinu hérna fyrir sunnan, eru þeir líklega orðnir svolítið ryðgaðir undir. en ef þetta eru tegundirnar sem þú ert að pæla í færi ég í cherokee, persónulega finnst mér þeir skemmtilegri en explorerinn.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Hfsd037 » 12.feb 2014, 20:39

Gunnar00 wrote:Fyrir utan að þeir eru báðir frekar drykkfeldir. þá eru þetta frekar ryðsæknir bílar, eins og villi segir, ef þeir hafa verið í saltbaðinu hérna fyrir sunnan, eru þeir líklega orðnir svolítið ryðgaðir undir. en ef þetta eru tegundirnar sem þú ert að pæla í færi ég í cherokee, persónulega finnst mér þeir skemmtilegri en explorerinn.


Sama hér, cherokee eru miklir bílar fyrir peninginn.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá HaffiTopp » 12.feb 2014, 20:49

Spurning hvað menn telja sem drykkfeldni í bílum, ef farið er í þá sálma. Sjálfur myndi mig langa í Cherokeein vegna meiri þæginda en tæki Fordinn vegna stærðar og notagildis. Held sem sagt að hann sé skemmtilegri en Cherokeeinn þótt ég hafi reyndar litla reynslu af þeim :D (eins skemmtilegir og svona Cherokee bílar eru fyrir allann peninginn) Svo eru betri kaup í Fordinum enda yngri og hlutfallslega séð minna ekinn.


Rodeo
Innlegg: 74
Skráður: 01.aug 2012, 01:01
Fullt nafn: TUMl TRAUSTAS0N
Bíltegund: Ford Explorer
Staðsetning: Alaska

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Rodeo » 12.feb 2014, 21:21

Þekki báða þessa bíla þokkalega á sjálfur 2006 Explorer og tengdó á Grandinn eitthvað nærri þessu ári. Ef þú ert að leita að bíl í innanbæjarakstur gleymdu þessum og haltu áfram að leita nema þú nennir að reka tæki sem fer upp undir 20lítra innanbæjar á veturna.

Ef málið er að velja sér bíla til að fara út á land eru þetta hvort tveggja ljómandi ferðabílar og þá dettur eyðslan niður í mjög skikkanlegar tölur kannski 12lítra eða svo á hundraðið.

Grandinn er meiri jeppi hærra undir hann heilar hásingar og líklegri til afreka á slóða akstri, hins vegar allur mikli þrengri og verra að sitja í honum plús hann er bara fimm manna.

Sem slyddujeppi væri Explorerinn miklu betri kostur, svipuð eyðsla, kemst allar sömu sumarferðirnar en fer betur um farþega og tekur mun meira að drasli.

Allt bilar þetta dót sjálfsagt en á ári með explorernum á ég en eftir að skipta um svo mikið sem ljósperu. 7,9,13
2013 Toyota Highlander Hybrid
2006 Ford Explorer Hákur Seldur
2008 Toyota Prius Sparibaukur
1995 Isuzu Rodeo Seldur


Höfundur þráðar
Doranowich
Innlegg: 4
Skráður: 12.feb 2014, 18:17
Fullt nafn: Halldór Hilmar Sigurðsson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Doranowich » 12.feb 2014, 23:14

Takk allir fyrir ykkar input.

Ég veit að eyðslan er talsverð en ég hef tamið mér góðan og þolinmóðan akstursmáta innanbæjar enda notaðist ég lengi við Lincoln '78 með stærstu vélinni :).

Sem og ég yrði steinhissa ef aksturinn færi nokkuð nálægt 10.000km á ári - sennilega nær helmingnum af því ef eitthvað er.

En auðvitað tekur maður það með í reikninginn.

Ég var nú farinn að hallast að Explorernum frekar ef eitthvað er, en mér skilst reyndar að hann sé innfluttur sem tjónabíll - vatnsskemmdir... og nokkuð margir eigendur held ég. Svo kannski þarf að hugsa þetta eitthvað betur.

En eru einhverjar ábendingar sem ykkur finnst betri valkostir, en kannski með svipuðum þægindum? Patrol, Pajero, Benz ML320 eða eitthvað í þá áttina?


magnusv
Innlegg: 308
Skráður: 26.jún 2011, 22:49
Fullt nafn: magnús veigar ásgrímsson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá magnusv » 12.feb 2014, 23:30

ég á einn svona explorer sporttrac að vísu, hef alltaf haft hatur á þessum bílum þangað til að ég eignaðist svona bíl, kom mér mjög skemtilega á óvart í akstri og eyðslu flottur kraftur og mér finnst personulega mjög gott að keyra hann og hann er allsekki að eyða miklu hjá mér..

en alveg sama hvað þú gerir ekki fá þér ML320 eða hvað þá nokkurn ML bíl nema þú skítir seðlum þá er AMG útgáfan mjög skemtilegur bíll


Gunnar00
Innlegg: 222
Skráður: 29.mar 2012, 19:14
Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
Bíltegund: Land Cruiser 70

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Gunnar00 » 13.feb 2014, 01:04

Af þessum sem þú nefnir myndi ég reyna að finna mér patrol. ef þú nærð í einhvern sem er búið að fara í vélina á ertu nokkuð vel settur, hásingar framan og aftan, frábær fjöðrun, aflið ekkert til að hrópa húrra fyrir en þeir koma manni frá a-b. bara passa að það sé 3 laga vatnskassi. pajeroinn er góður bíll að mörgu leiti, en sá leiðindar galli að aftari hluti grindarinn er í flestum þessum bílum handónýtur. benzinn er frábær keyrslu bíll, en þeir eiga það til með að bila (eins og allir aðrir) og þegar þeir gera það, þá er kostnaðurinn oft gífurlegur, flóknir bílar víst, og umboðið eru ræningjar. (t.d. átti benz fólksbíl, bremsuklossar að framan áttu að kosta 19 þús, ekki original þá, fékk þá á 5000 kall eða svo í bílanaust.)

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Kiddi » 13.feb 2014, 01:36

Miðað við hvað þú ert að pæla í að keyra lítið þá myndi ég ekkert spá í þessu japanska dóti. Ef það eru þokkalegir bílar (LC120 til dæmis) þá eru þeir dýrir og svo er hægt að fara í Patrol eins og einhver nefndi en þá er alveg eins gott að vera bara á traktor.
Myndi skoða Cherokee aðeins betur og jafnvel nýrri módelin sem eru komin með 3,7 V6. Eða bara 4,7V8 í þessu boddyi, gamla 4,0 línusexan er svosem ágæt og hún má alveg eiga það að hún er áreiðanleg þó hún sé ekki beint sprækasta vél í heimi.

Ég get ekki tekið undir að Grand Cherokee séu ryðsæknir bílar, þeir eru einmitt betri hvað það varðar en t.d. Patrol eða Pajero.

Grandinn er skemmtilega lipur, ódýr og varahlutirnir eru ódýrir líka, miðað við þínar forsendur held ég að það væru ekki slæm kaup.

Svo er Explorerinn sjálfsagt alls ekkert slæmur.

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Hfsd037 » 13.feb 2014, 08:23

Taktu stóran sveig framhjá ML!
Af öllum amerískum jepplingum myndi ég bara vilja sjá Cheeroke því þeir eru mjög vel heppnaðir og geta verið virkilega svalir ef rétt er farið að, en það er bara ég :)
Ford byrjar að vera spennandi frá 150 og upp úr, að öðru leiti finnst mér það gallað dót..
Patrol eru fínir ferðabílar þegar þeir eru breyttir, ég myndi ekki nenna að eiga óbreyttann Patrol nema þá nýrra lookið, þeir eru mjög kósý og meira grand heldur en þeir gömlu.
Hefurðu eitthvað skoðað Dodge?
Pajjero eru þrusubílar og mjög skemmtilegir, þá myndi maður vilja hafa hann Dakar.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

íbbi
Innlegg: 1452
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá íbbi » 13.feb 2014, 18:28

ég mæli heilshugar með pajero, ég er með einn 2002 og er mjög sáttur við hann, fer ótrúlega vel með mann allur og er þægilegur í umgengni og mikið pláss.
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá thor_man » 13.feb 2014, 19:23

Dodge Durango, nóg pláss og býsna stabílir.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Stebbi » 13.feb 2014, 20:31

thor_man wrote:Dodge Durango, nóg pláss og býsna stabílir.


Og fást fyrir skít og ekkert þessa dagana. Verst hvað nýrri bíllinn er fullur af ódýrasta plasti í heimi eins og 2005+ Grandinn. Miðað við forsendur þá myndi ég skoða 4.7 Durango eða Grand Cherokee eftir því hvað þú þarft mikið pláss.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Doranowich
Innlegg: 4
Skráður: 12.feb 2014, 18:17
Fullt nafn: Halldór Hilmar Sigurðsson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Doranowich » 14.feb 2014, 13:44

Sælir og takk aftur fyrir svörin.

Ég hef alltaf verið nokkur veikur fyrir Jeep, hvort sem það er Cherokee, Wrangler (sleef) eða Patriot. Pabbi átti einmitt Patriot sem var einstaklega ljúfur.

Sem og Pajero, en mér finnst eldri týpurnar hafa sinn sjarma en ekki kannski standast þægindin jafnvel og t.d. Cherokee-inn fyrir sama pening. 2001 -2 og upp eru hinsvegar alveg með þessu helsta en mér finnst ég vera að heyra frekar dræma hluti um þá - sérstaklega DID. En það á svo sem við um flestar tegundirnar, það er erfitt að sía út gagnrýnina sem fólk hefur af eigin reynslu eða þá sem eru bara að blaðra því sem einhver frændi þeirra sagði fyrir 10 árum... :).

En reyndar hefur enginn sagt neitt gott um Benz ML svo ég skil fyrr en skellur í tönnum :) .

Er kannski Range Rover svipað og ML - bara kostnaður ef eitthvað fer?

En Dodge segiði, ég hef ekki tekið eftir mörgum svoleiðis til sölu... en eru þeir á þessu verðbili 4-800þ. kannski?

En endilega haldið áfram að henda á mig sniðugum hugmyndum, eru kannski bara Terrano eða Musso málið í dag? Nú eða einhverjir minni jepplingar, Escape, CRV eða Rav miklu sniðugra?

Ég er eins og þið sjáið vel blautur bakvið eyrun í þessum málum, er opinn fyrir öllu?


Guðmundur Ingvar
Innlegg: 93
Skráður: 19.mar 2011, 21:09
Fullt nafn: Guðmundur Ingvar Ásgeirsson
Staðsetning: Skagafjörður

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Guðmundur Ingvar » 14.feb 2014, 19:09

Ég mæli hiklaust með Durango. Pabbi á einn '98 árgerðina, með 5,2. óbreyttur á 32" dekkjum. fínn bíll sem eyðir ekki miklu ef maður keyrir skikkanlega, bara akstur á 90 km hraða í langkeyrslu og dettur hiklaust ofaní ca 12 lítra. sem er svipuð eyðsla og 2,8 pajero sem hann átti á undan. (engin leiðindi gagnvart pajero, bara ekki minn "tebolli")
Svo er ég sjálfur á '97 cherokee með 6 cylendra 4ltr línu. óbreyttur. feykna góður akstursbíll, en hef ekki mælst eyðsluna. hefur það fram yfir durango að vera á hásingu að framan, að minsta kosti fynst mér það kostur, en Durango er á grind, sem er kostur fram yfir cherokee.

kv
Guðmundur

User avatar

Nenni
Innlegg: 121
Skráður: 05.jan 2011, 09:40
Fullt nafn: Árni Reimarsson
Staðsetning: Mosfellsbær

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Nenni » 14.feb 2014, 19:22

Ég er búinn að eiga BMW X5 í mörg ár, frábærir ferðabílar, meiriháttar skemtilegir innanbæjar og það er hægt að fara út fyrir veg á þeim en eru kanski frekar dýrir.
Þar sem X5 er ekki með lágudrifi þá myndi ég kaupa frænda hans Land Rover - Range Rover, það fást varla þæginlegri ferðabílar. Eru líka ódýrir.

User avatar

muggur
Innlegg: 353
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá muggur » 14.feb 2014, 21:06

Sæll
Ég var í þínum hugleiðingum fyrir ekki svo löngu. Það sem þú þarft að hafa í huga er að jeppi sem er kominn á fermingaraldur eða eldri og er undir milljón mun þurfa viðhald og mikið af því. Þannig að ef ég væri þú myndi ég fara í þarfagreiningu:
Þarftu lágt drif?
Þarftu mikið pláss?
Kanntu að gera við?
Ertu tilbúinn í að hósta upp 50 til 100 þús 1 til 5 sinnum á ári?
o.s.fv.

Miðað við það sem þú hefur svarað hérna í þræðinum þá skaltu ekki láta strumpana hérna sem segja þér að þú þurfir bíl með heilum hásingum hafa áhrif á þig. Þú ert líklega ekki að fara að breyta bílnum í 38+ svo þetta hásinga dæmi skiptir engu.

Allavega þegar ég var í þínum sporum þá valdi endaði ég á bensín pajero.... hvort það var skynsamlegt veit ég ekki, allavega hljómaði skynsamlega á þeim tíma. En ég hef eytt meira í viðhald heldur en bensín (Sjá: http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=18753)

Varðandi Cherokee vs. Explorer. Þekki 3 sem eiga svona bíla, reyndar eru þeir allir 2003 til 2006 árgerð.

Explorer: Pabbi keypti sinn 2006 model árið 2009. Síðan þá er hann búinn að skipta um spindilkúlu og bremsuklossa. Kallinn hefur reyndar látið þjónusta hann hjá Brimborg og það kostar. Vinnufélagi keypti 2003 explorer fyrir 2 árum. Lagði í hann 150þús kall og hefur bíllinn verið til friðs síðan þá.

Jeep Cherokee: Vinnufélagi á 2005 bíl, keypti hann 2007. Fyrst fór vatnsdæla, skömmu síðar headið. Endalausir skynjarar búnir að fara hjá honum og nú síðast fór converterinn í skiptingunni. Engu að síður elskar hann bílinn.

Svona að lokum, ef þú heldur að Rav eða álíka jepplingur nægi þér þá færðu ábyggilega heillegri og nýrri jeppling fyrir peninginn en jeppa. Ekki láta neinn ljúga að þér að kaupa RangeRover/Freelander, nema að þú hafir það að hugsjón að skapa atvinnu fyrir bifvélavirkja.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000 24V


Offari
Innlegg: 200
Skráður: 16.des 2010, 12:06
Fullt nafn: Starri Hjartarson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Offari » 15.feb 2014, 09:48

Ég held að hægt sé að gera góð kaup í gömlum amerískum jeppum. En hvort reksturinn sé hagkvæmari er hinsvegar annað mál. Ég ek um á Isuzu Crew cab árgerð 2000 er hæst ánægður með reksturinn á honum en þægindin eru engin sem þýðir að maður nennir eki að þvælast einhvern óþarfa á honum. Keypti mér gamlan Cherokie i fyrra (bara til að bralla eitthvað) En sá gamli reyndist mun þægilegri en Isuzu og var því keyrður meira og þar með varð eldsneytiskostnaðurinn meiri.


Ég held að allir þessir amerísku eigi það sameiginleg að fara vel með menn en taka meira af eldsneyti. Ég hef nú ekkert heyrt af því að þeir séu eitthvað meiri gallagripir en aðrir jeppar en virðast þyngri í sölu og fást því á hagstæðari pening en sambærilegir japanar. En gæti líka þýtt að erfiðara sé að losna við þá fari svo að þú þurfir að selja aftur.

Hásing er sterkari og viðhaldsminni en sjálfstæðir öxlar en í óbreyttum bíl er ekki mikið viðhald á klöfum en klafabílarnir hafa betri aksturseiginleika.


Höfundur þráðar
Doranowich
Innlegg: 4
Skráður: 12.feb 2014, 18:17
Fullt nafn: Halldór Hilmar Sigurðsson

Re: Hvor valkosturinn er betri?

Postfrá Doranowich » 15.feb 2014, 22:52

Já, ég myndi alveg skoða Lexus og X5 ef að budgetið væri aðeins meira.

Ég er með 10 þumalputta en það er sem betur fer aðili í fjölskyldunni sem gtur græjað og gert flest smálegt fyrir lítinn pening.

Ég ÞARF ekki mikið pláss enda erum við bara 2 í búi eins og er. Sama með hátt og lágt drif, hásingar eða grind.

Ég myndi segja að ég sé að leita mér að ódýrum fyrsta jeppa bara til þess að komast að því í raun hvað það er sem ég vil eða þarf - ef það meikar einhvern sens :). Hvort ég tími eða nenni að standa í jeppastússi og rekstrinum sem honum fylgir til framtiðar.

Ég vil alveg þægindi á borð við cruise, lúgu, leður o.þ.h. og krók.

En eins og ég sagði fyrr í þræðinum þá er ég ékki á því stigi að detta í jeppaferðir á næstunni, heldur vil ég bara þægilegan krúsara, öruggan og helst auðvitað eitthvað sem bilar sem minnst - en það er auðvitað oft eintaksbundið og erfitt að greina heilu og hálfu tegundirnar út frá bilanatíðni. En ég er ekkert að fara að böðlast eða djöflast um á honum - ekki til að byrja með allavega :).

En hvernig bílar eru Pajero Sport - er einhver með reynslu af þeim?


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 16 gestir