Síða 1 af 1

33" dekk

Posted: 11.feb 2014, 23:07
frá jeepson
Sælir spjallverjar. Nú er maður farinn að hugsa um 33" sumardekk undir frúarbílinn. Hvaða dekk mæla menn með og hver eru rökin? Er sjálfur pínu spenntur fyrir DC dekkjunum.

Re: 33" dekk

Posted: 11.feb 2014, 23:37
frá íbbi
persónulega hef ég verið hrifnastur af toyo og mastercraft, er búinn að vera með tvo toyo ganga, 32" og 31", 31" var harðkorna eða skelja og voru alveg frábær. frekar sleip í gleri en alveg ótrúlega mjúk og hljóðlát og góð í akstri, er núna með negld toyo 31" undir XL7 og þau eru alveg frábær líka. mjúk, hljóðlát og grípa gríðarlega vel


hef svo prufað mastercraft heilsársdekk undir pajeroinn,og þau eru afar þægileg, hljóðlát og góð í akstri

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 09:04
frá jeepson
Það sem að ég er að leita að er er ending. Lítið hljóð og helst sem best verð. Hvað segja menn um t.d dc fc dekkin? Veit að toyo eru sögð vera góð.

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 10:10
frá halli7
jeepson wrote:Það sem að ég er að leita að er er ending. Lítið hljóð og helst sem best verð. Hvað segja menn um t.d dc fc dekkin? Veit að toyo eru sögð vera góð.

Vorum með 35" dc fun country undir nýlegum hilux, voru keyrð 75.000 km þegar þau voru tekin undan og var eitthvað eftir að mynstri ennþá.
Get alveg mælt með DC FC.

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 12:23
frá jeepson
Eru þau ekki nokkuð hljóðlát líka? Ég er að falast eftir dekkjum sem að ég get keyrt góða 80.000km allavega ef að ég kaupi ný.

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 19:09
frá halli7
jeepson wrote:Eru þau ekki nokkuð hljóðlát líka? Ég er að falast eftir dekkjum sem að ég get keyrt góða 80.000km allavega ef að ég kaupi ný.

Já eru nokkuð hljóðlát.
Þetta eru mjög fín alhliðar dekk sem slitna hægt.

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 20:38
frá toni guggu
Ef ég væri að fá mér ný dekk í dag þá fengi ég mér cooper st, var með svoleiðis dekk undir bílnum í mörg ár og keyrði á þeim allt árið og þau hafa alla kosti sem góð dekk þurfa að hafa. Fyrir rúmum 3 árum fékk ég mér toyo at og þau eru mjúk og ágæt keyrsludekk en ég var fyrir miklum vonbrigðum með hvað þau slitnuðu hratt. Báðar þessar tegundir lét ég microskera.

kv Toni.

Re: 33" dekk

Posted: 12.feb 2014, 20:52
frá HaffiTopp
Good Year.

Re: 33" dekk

Posted: 13.feb 2014, 10:12
frá jeepson
Þeir standa fadt við 100.000km akstur á toyo dekkjunum hjá dekkjahöllini á egs. Þau eru svo mjúk og góð. Síðan hvenær slitnuðu mjúk dekk hægt. Sýnist á öllu að maður endi sennilega í að kaupa dc

Re: 33" dekk

Posted: 13.feb 2014, 19:28
frá Hrannifox
En toyo M/T ? er nokkuð spenntur fyrir þeim og langar að prófa þau næst hef heyrt mjög góða hluti um þau, er verið að setja þau í stórum stíl undir fordana 350 og þessa þungu bíla.

Annars hef ég eiginlega alltaf verið á Bfgoodrich A/T og M/T hafa þau reynst mér rosalega vél

Eins var ég að prófa Maxxis líka M/T nokkuð sáttur með þau. en ekki komin nein reynsla á endingu frekar hörð dekk 2strigalaga

Dekk eru orðin svo fáranlega dýr í dag að það er ekki fyndið, svo einsgott að skoða endinguna vél.

Kv, Hrannar

Re: 33" dekk

Posted: 30.jan 2017, 20:19
frá Sigurdur
Þeir sem nota 31" dekk, hvaða hæð og breydd notið þið?
Myndi 245/75r16 passa undir xl7, án þess að rekast í ?(Með 4.5cm hækkun á gormum )