Síða 1 af 1

Hjálp með rúður

Posted: 11.feb 2014, 20:59
frá nonni1
Mig vantar rúður í willys plasthús sem eru ekki í orginal stærð. Hafið þið einhverja reynslu á því hvernig best er að snúa sér í svoleiðis. T.d hvort og þá hvar er hægt að fá sérsmíðað gler eða pexi. Einnig hvernig er verðið á þessu?
Takk Jón H

Re: Hjálp með rúður

Posted: 11.feb 2014, 22:58
frá villig
Bílaglerið, og eru snöggir að skera gler, fékk framrúðu í G-Benz, um daginn, kostaði 24.000 kr

Re: Hjálp með rúður

Posted: 12.feb 2014, 22:46
frá Haukurv8
Við gerum svona hja ispan i kopavogi ekkert mál,, gerði þetta sjálfur i plast toppinn hja mer siðasta vetur. þarf bara að gera skapalón af rúðuni fyrst.

Re: Hjálp með rúður

Posted: 15.feb 2014, 21:24
frá Kalli

Re: Hjálp með rúður

Posted: 16.feb 2014, 08:17
frá nonni1
Hvaða gler eruð þið að nota þarna fra íspan? Ekki þó venjulegt rúðugler? Eða er kannski ílagi að nota venjulegt rúðugler og filma það vel?

Re: Hjálp með rúður

Posted: 16.feb 2014, 09:14
frá ivar
mig minnir (er ekki viss) en að Samverk séu þeir á íslandi sem geti gert hert gler. Ætla samt ekki að selja það dýrara en ég keypti það.

Ég sjálfur er með rúðu úr hertu samlímdu gleri með boruðum götum frá Járn & Gler sem er pantað að utan. Gætir líka prufað að tala við þá

Re: Hjálp með rúður

Posted: 16.feb 2014, 14:15
frá Haukurv8
Ekki venjulegt gler nei það er stórhættulegt,, eg notaði minnir mig 6mm frekar en 8mm öryggisgler (samlímt) í bilinn hja mer.
samverk eru þeir einu sem bua til hert gler hérna heima,,

Re: Hjálp með rúður

Posted: 16.feb 2014, 21:54
frá birgthor
Hafa menn eitthvað verið að nota PoluCarbonate plast í rúðu?