Síða 1 af 1

Loftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 11:03
frá reynirh
Skellti mér í Stillingu um dagin og fékk að prufa Wincar loftdælu sem þeir eru með á tilboði.
Ég er með 39,5 irock og fór með það niður í 4 pund,
Tíminn sem fór í að dæla upp í 20 pund var 3 min og 10 sek, endaði á að kaupa tvær sem ég ættla að samtengja í skottinu á Nashirningnum.

http://stilling.is/vorur/verkfaeri/loftpressur/WCW1013/

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 12:03
frá haffiamp
bílanaust er með svona líka, að vísu ekki sama nafn, en nákvæmlega eins á svipuðu verði...
Þetta eru frábærar dælur, ég á eina sem er er orðin um 3 ára gömul og hún virkar enn 100%

en ég byrjaði á því að taka þessa gulu gormaslöngu og henda henni og einnig endanum en það er alltof þröngt og það var alltaf að frjósa í því/stíflast.

þeir hjá landvélum græjuðu fyrir mig 1/2" slöngu og flott T með krana og mæli og það virkar bara frábærlega

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 17:06
frá reynirh
Að sjálfsögðu verður slöngu dótinu hent af þessu og sverað upp og settur úrhleipibúnaður, Svo verða dælurnar samtengdar þannig að það ætti að verða fljótgert að dæla í á eftir.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 17:31
frá Startarinn
Ég myndi mæla með því að kippa strokklokunum af dælunni og þrífa og smyrja með militec eftir 3-4 ferðir, ég gerði það við mína. Strokkarnir voru orðnir svartir af drullu að innan og skraufaþurr. mér fannst hún ganga ívið hraðar á eftir og hefur ekki klikkað, en ég hef heldur ekki farið mikið á fjöll undanfarið

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 20:56
frá haffiamp
ég ætti þá að skoða það hjá mér, þakka ráðið

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 21:17
frá villi58
haffiamp wrote:ég ætti þá að skoða það hjá mér, þakka ráðið

Teflon spray frá Kemi hefur reynst mér mun betur en Milliteck, mundi skoða það frekar.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 02.feb 2014, 21:47
frá Startarinn
militec þaggaði niður í drifi sem var farið að suða í hjá mér, en ég set það aldrei aftur á mótor, né á skotpinnann í haglabyssunni

En teflon feitin er líka góð :)

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 07:20
frá s.f
Startarinn wrote:militec þaggaði niður í drifi sem var farið að suða í hjá mér, en ég set það aldrei aftur á mótor, né á skotpinnann í haglabyssunni

En teflon feitin er líka góð :)

af hverju ekki mótor ?

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 08:21
frá jongud
Startarinn wrote:militec þaggaði niður í drifi sem var farið að suða í hjá mér, en ég set það aldrei aftur á mótor, né á skotpinnann í haglabyssunni

En teflon feitin er líka góð :)


Skaut hún of langt?

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 09:33
frá Stebbi
Stoeger 2000 á það til að hætta að sprengja skotin með Millitec.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 10:27
frá Startarinn
Militec verður of þykkt í frosti til að nota á skotpinnan, hann rétt markar skotið (Benelli Nova pumpa)

Allir bílakallar nálægt mér hafa lent í að vélarnar fari að brenna olíu þegar þeir hafa sett militec á hjá sér. ég setti þetta á nissan laurel sem ég átti og lenti í lakkmyndun á sílendrum, hún var svo slæm að ég fór með líter af smurolíu á leiðinni Skagaströnd-Reykjavík sem er ekki nema 260 km.

Eftir þá reynslu set ég þetta ekki aftur á bílvél

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 13:42
frá villi58
Startarinn wrote:Militec verður of þykkt í frosti til að nota á skotpinnan, hann rétt markar skotið (Benelli Nova pumpa)

Allir bílakallar nálægt mér hafa lent í að vélarnar fari að brenna olíu þegar þeir hafa sett militec á hjá sér. ég setti þetta á nissan laurel sem ég átti og lenti í lakkmyndun á sílendrum, hún var svo slæm að ég fór með líter af smurolíu á leiðinni Skagaströnd-Reykjavík sem er ekki nema 260 km.

Eftir þá reynslu set ég þetta ekki aftur á bílvél

Ég er alveg sammála þér að þetta fer ekki á vélar, búinn að prufa í of mörg ár og árangur bara kostnaður.
Varðandi Militec á byssur, heyrði eða las að þetta væri notað af Bandaríkjaher. Varla mikið gagn í byssunum, geta bara drepið á sumrin. Ég reyndar nota þetta á mínar byssur og þá blandað í glussa og fl. bara til að reyna klára byrgðir.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 03.feb 2014, 18:03
frá Stebbi
Fínt að nota millitec á allt annað en boltann í pumpum og hálfsjálfvirkum. Best finnst mér að nota WD-40 á boltann eða eitthvað annað sem gufar upp og verður ekki að karmellu þegar maður fer að hlamma úr þessu.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 07.feb 2014, 21:07
frá Halldorfs
Sælir
Ég keypti samskonar dælu í Poulsen og prufaði að taka tímann á 36" ground hawk dekki að fara úr 1,5psi upp í 20psi og það tók 10.mín þannig ég væri 40 mín að pumpa í ganginn er það eðlilegt miðað við hvað þú varst snöggur með 39,5 dekkið?

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 07.feb 2014, 21:43
frá Halldorfs
Sá svo að hámarksþrýsingur er 150psi á þessari en 100psi hjá poulsen, skrítið að það munar svona mikið.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 07.feb 2014, 22:16
frá villi58
Halldorfs wrote:Sælir
Ég keypti samskonar dælu í Poulsen og prufaði að taka tímann á 36" ground hawk dekki að fara úr 1,5psi upp í 20psi og það tók 10.mín þannig ég væri 40 mín að pumpa í ganginn er það eðlilegt miðað við hvað þú varst snöggur með 39,5 dekkið?

Er eitthvað nafn á dælunni, er með eitthvað svipað og hún ber ekkert nafn, bara upplýsingar um afköst, trúlega Kína eða Tæ dæla ?

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 07.feb 2014, 23:37
frá ssjo
Þetta eru fínar dælur fyrir þennan pening en ég er búinn að klára eina svona. Fyrst fór legan á öðru hjámiðjuhjólinu og ég skipti um hana. "Ventlarnir" í þessu eru bara stál-fjaðrir og eftir ákveðinn tíma gefa þeir sig vegna málmþreytu. Ég held að eg hafi stytt verulega líftíma minnar dælu með því að vera með hana tengda við kút og pressostat og láta hana alltaf vera að þræla sér í 7 eða 8 bör eða þar til pressóstatið drap á henni. En, góð hugmynd að setja einhverja smurningu á teflon-hringina sem eru á stimplunum.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 08.feb 2014, 09:09
frá jongud
ssjo wrote:Þetta eru fínar dælur fyrir þennan pening en ég er búinn að klára eina svona. Fyrst fór legan á öðru hjámiðjuhjólinu og ég skipti um hana. "Ventlarnir" í þessu eru bara stál-fjaðrir og eftir ákveðinn tíma gefa þeir sig vegna málmþreytu. Ég held að eg hafi stytt verulega líftíma minnar dælu með því að vera með hana tengda við kút og pressostat og láta hana alltaf vera að þræla sér í 7 eða 8 bör eða þar til pressóstatið drap á henni. En, góð hugmynd að setja einhverja smurningu á teflon-hringina sem eru á stimplunum.


Það er þá bara lélegt stál í ventlunum.
Tvígengisvélar eru með svona ventla og Aircondition-dælur nota svona ventla líka, sem eru bara stálfjaðrir.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 09.feb 2014, 22:41
frá Stebbi
Halldorfs wrote:Sælir
Ég keypti samskonar dælu í Poulsen og prufaði að taka tímann á 36" ground hawk dekki að fara úr 1,5psi upp í 20psi og það tók 10.mín þannig ég væri 40 mín að pumpa í ganginn er það eðlilegt miðað við hvað þú varst snöggur með 39,5 dekkið?


40 mín með 36" gang er alltof lengi, örugglega jafn fljótur með reiðhjólapumpu.

Re: Looftdælu prufa.

Posted: 20.mar 2014, 21:16
frá reynirh
Eftir 7 vikur á sjónum náði ég loks að klára loftdæuísetninguna og er bara sáttur.
Sveraði upp lagnir fá dælunum upp í 10mm og samtengdi tvær dælur linaði niður í 4 pund og pumpaði upp í 20 pund eins og í fyrri prufu með einni dælu, og útkoman er þessi.
eftir 1 mín 12 pund
eftir 1,5 mín 15,5 pund
og 2mín og 10 sek í 20 pund.
kostnaður við þetta er ca 55.000 þar af dælurnar 46.000

Re: Loftdælu prufa.

Posted: 28.mar 2014, 13:10
frá grimur
Fyrir þá sem eru með Turbo Diesel og loft út í hjól, þá er upplagt að stela þrýstingi af soggreininni. Vélin finnur ekkert fyrir þessum smá leka og ef lagnirnar eru nógu sverar og gefið hraustlega....þá er bara gaman að pumpa í.
Setja kúluloka til að ráða hvenær þetta er inni, og einstefnuloka líka(af stærri gerðinni) á lögnina til að vélin fari nú ekki að sjúga úr dekkjunum í hægagangi :-)
Ég notaði svona á Galloper sem ég átti og var bara hamingja.

Re: Loftdælu prufa.

Posted: 05.okt 2014, 00:14
frá gummiwrx
Einhver sem getur sagt mér hvort og hvar maður getur fengið varahluti i svona dælu ?