Högg í 90 cruiser


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Högg í 90 cruiser

Postfrá grimur » 01.feb 2014, 23:30

Ég er nýkominn með 90 cruiser sjáfbíttaðan og fínan.
Það kemur alltaf leiðinda högg þegar maður gefur honum eða slær af, reyndar hættir það alveg þegar maður læsir sídrifinu(mism. drifinu í millikassanum).
Er þetta ekki örugglega fóðringadóti á framkögglinum að kenna? Mér finnst að ég hafi fundið vott af þessu í öllum 90 cruiserum sem ég prófaði þegar ég var að leita að þessum.
Það er pottþétt einhver hérna er með 100% á hreinu hvað þetta er og hvað er sniðugast að gera :-) Ég nenni ekki að vera að finna upp hjólið með þetta.

kv
Grímur




gunnarb
Innlegg: 153
Skráður: 11.nóv 2012, 22:24
Fullt nafn: Gunnar Bjarnason
Bíltegund: Hilux 44"

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá gunnarb » 02.feb 2014, 00:00

Sæll.

Mér þykir skrýtið að þú hafir fundið þetta í öllum bílunum sem þú prófaðir áður en þú keyptir bílinn þinn. Ég er búinn að eiga sennilega 5 90 cruisera og hef aldrei orðið var við þetta. Ertu búinn að athuga hjöruliðskrossa í drifsköftunum?


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá grimur » 02.feb 2014, 00:33

Ekki almennilega að framan kannski, en lauslega athugað var ekkert að finna að krossum, þéttir og fínir, enda enginn titringur af því tagi. Bara þetta leiðinda "thump" þegar maður slær af og gefur aftur.
Mér fannst eg finna svona í þeim öllum já, en þetta voru bílar keyrðir 200+.
kv
G


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá sukkaturbo » 02.feb 2014, 09:19

Sæll Grímur ein reynslusaga. Maður hér í bæ er með svona bíl. Hann fann og heyrði ansi oft högg eða dump hljóð í bílnum hjá sér. Fór á flest eða ekki öll þjónustuverkstæði hér fyrir norðan og svo fyrir sunnan en án árangurs og var hann orðinn ansi leiður yfir þessu. Hann kom í kaffi til mín á verkstæðið og vældi mikið yfir þessu hljóði. Það endaði með að ég fór með honum einn hring um verkstæði og heyrði þetta dump. Ég náði mér í spýtu gerði úr henni fleyg og stóran hamar og setti þetta á milli gólfs og grindar sirka um mitt afturhjól og hætti þá þetta hljóð. Við nánari greiningu er þarna púði sem eyðist og þarf að skipta um. Var það gert á alvöru verkstæði og var slatti vinna og karlinn sefur núna áhyggjulaus og brosir hringin og hefur mikið álit á okkur skúrakörlunum og varahlutunum okkar sem eru ódýrir eða ein lítil spýta. kveðja guðni


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá grimur » 03.feb 2014, 01:30

Jahá, áhugavert, gott að vita af þessu.
Þetta er meira svona hlaup í drifrás dæmi hjá mér....og steinhættir þegar maður læsir millikassanum, þannig að ég tel að þetta sé framan/aftan við hann vegna þess að hlaupið nær ekki að slá borð í borð þegar hinn öxullinn heldur við....ég vona að þetta skiljist....

Takk Guðni, kveðja í dótakassann!!

Grímsi

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá Hfsd037 » 03.feb 2014, 04:04

Athugaðu gúmmípúðanna sem eru undir millkassanum, það gæti verið að það vanti annan þeirra :)
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur


halli28
Innlegg: 8
Skráður: 02.okt 2012, 08:20
Fullt nafn: Þórhallur Jóhannsson
Bíltegund: Landcruiser 80
Staðsetning: Akureyri

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá halli28 » 03.feb 2014, 08:31

Á svona bil er með sömu einkenni mér finst þetta vera í drifrásinni
hef samt ekki atugað það neitt nákvæmlega hann fer að fara í
skoðun hjá Toy á Ak og verður öllum fóðringum og gúmium í
stýri og klöfum skipt út ef eitthvað slit finnst og öxlar og
drifsköft skoðuð.


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá bjornod » 30.maí 2014, 17:50

grimur wrote:Jahá, áhugavert, gott að vita af þessu.
Þetta er meira svona hlaup í drifrás dæmi hjá mér....og steinhættir þegar maður læsir millikassanum, þannig að ég tel að þetta sé framan/aftan við hann vegna þess að hlaupið nær ekki að slá borð í borð þegar hinn öxullinn heldur við....ég vona að þetta skiljist....

Takk Guðni, kveðja í dótakassann!!

Grímsi



Grímur,

Hvar var slagið/höggið? Er að finna þetta í 5 gíra beinskiptum.

BO


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Högg í 90 cruiser

Postfrá grimur » 30.maí 2014, 19:46

Stöðuskýrsla:

Fékk skoðunarmanninn hjá Frumherja í Reykjanesbæ til að setja í afturábak og áfram til skiptis og sá þá töluvert hlaup á framskaftinu, semsagt það snerist kannski ca 15-20 gráður áður en það tók í sitthvora áttina.
Með það taldi ég víst að drifið væri orðið haugslitið og við það að fara í mask.
Þar sem erfitt reyndist að finna svona drif á skikkanlegu verði (7.5" reverse 1:4.30), þá dróst þetta svolítið og kom að því að rúlla á Siglufjörð m.a. til að kíkja á Hulk. Til að friða samviskuna ákvað ég að tappa allavega af drifinu og setja nýja olíu, það myndi allavega ekki spilla. Olían sem kom af drifinu var tærari en nýja olían sem ég var með klára til að setja á, ekki arða af svarfi neins staðar og það litla sem ég sá um gatið voru tennur sem eru fullkomlega mátaðar á móti pinjón. Hellings léttir og um leið umhugsunarefni.
Við að rannsaka þetta aðeins betur komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta slag sé bara samanlagt hlaup í öllu draslinu....kúluliðum, rílum og þessháttar.
Ætli ég rífi ekki öxlana einhvern tímann og endurnýji feitina í þeim, þeir hafa bara gott af því.
Ég ákvað semsagt að hafa ekki frekari áhyggjur af þessu, það er heldur minna mál ef rílustykki eða öxulliður gefur sig heldur en drifið(hef heyrt að þessi drif geti stútað millikassanum ef þau fara, sel það svosem ekki dýrar en ég keypti það).

Semsagt, ég slapp við slatta basl þarna, enda hvorki gaman að rífa þetta drif undan né að stilla inn drif í svona samloku.

Ég fór að velta betur fyrir mér hvernig 8" drif færi þarna undir. Það þarfnast frekari rannsókna ef vel á að vera, en við fyrstu sýn er það ekki alveg eitthvað sem steinliggur. Líklega alveg hægt samt.
Helstu atriði:
Balnce stöng er fyrir. Henni má fórna.
Þyrfti að vera reverse drif ef vel á að vera til að sleppa betur við stýrisganginn, það er svosem til í 70 og 80 cruiser.
Öxlarnir eru viðrini, rílustykki í stað 6 bolta flangsa. Þarf að mixa það eitthvað úr LC90 líffæragjafa. 27 rílu held ég, meðan 8" er 30 rílu. Kannski er hægt að blanda saman 4Runner/Hilux öxlum við LC90 öxlana, skipta út innri liðnum kannski? Þekkir það einhver hérna? Plássið er samt ekkert yfirdrifið þarna til að koma fyrir svona flöngsum, enda kannski þess vegna sem þetta er sett saman eins og í fólksbíl.

Gott í bili,

kv Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 22 gestir