Síða 1 af 1

Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 01.feb 2014, 16:51
frá TF-NPK
Sælir spjallverjar

Ég fékk mér Hyundai H1 Starex 4x4 með 2,5 CRDI dísel vélinni í haust og ég er alls ekki sáttur með eyðsluna hjá honum. Hann er að eyða milli 14-15 lítrum á hundraði í blönduðum akstri. Eitthvað af því er þegar hann er í fjórhjóladrifinu en það skýrir aldrei hvers vegna hann eyðir 50% meira en hann er gefin upp fyrir. Hann kom orginal með Webasto olíukyndingu sem fer í gang þegar hann er gangsettur og slekkur á sér sjálf. Ég velti fyrir mér hvort hún gæti verið biluð.

Hver er reynsla ykkar sem þekkja þessa bíla? Er þetta ekki of mikil eyðsla? Það væri vel þegið að fá reynslu sögur og uppástungur um hvað getur verið að valda þessu áður en ég fer að láta kíkja á hann.

Kveðja
Páll

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 01.feb 2014, 17:01
frá Járni
Það hefur verið töluvert um spíssavandræði í þessari vél.
Eru einhverjar gangtruflanir, vélarljós eða annað óvenjulegt í gangi? (fyrir utan eyðslu)

Þetta er of mikil eyðsla, þessir bílar eru mjög eyðslugrannir.

Persónulega myndi ég byrja á aflestri.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 01.feb 2014, 22:35
frá TF-NPK
Takk fyrir þetta. Nei, það hefur ekki verið neinn ljósagangur í mælaborðinu og gangurinn í bílnum er alveg ágætur, amk fyrir aukvissa eins og mig. Ég prófaði að setja Abro spíssahreinsi í hann í von um að það myndi bæta úr en það gerði ekki neitt fyrir eyðsluna.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 01.feb 2014, 23:56
frá brich
Ég er með 2004 árgerð af svona bíl. Hann liggur í besta falli í 11 í blönduðum akstri. Myndi kanna hvort webastoinn sé alltaf í gangi þó það ætti ekki að bæta nema 1L við.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 02.feb 2014, 10:43
frá TF-NPK
Akkúrat. Ég hef hreinlega verið að spá að fá frekar fjarstýringu á Webasto svo að hann sé bara í gangi þegar ég vil hafa hann í gangi og að ég geti forhitað bílinn. Hafið þið reynslu á slíku, þ.e. að setja fjarstýringu á olíukyndingar sem koma svona útbúnar?

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 02.feb 2014, 12:13
frá Navigatoramadeus
TF-NPK wrote:Akkúrat. Ég hef hreinlega verið að spá að fá frekar fjarstýringu á Webasto svo að hann sé bara í gangi þegar ég vil hafa hann í gangi og að ég geti forhitað bílinn. Hafið þið reynslu á slíku, þ.e. að setja fjarstýringu á olíukyndingar sem koma svona útbúnar?



setti Webasto með fjarstýringu í Muzzo um daginn, fjarstýringarhlutinn kostaði um 40þkr, mjög einfalt og hann Páll uppí Bílasmið sýnir þér hvernig á að tengja þegar þú ert búinn að finna tengið.

ég varð nettskúffaður að eyðslan jókst um 1-2L/100km en ef maður keyrir frekar stutt er olíufýringin að fara oft í gang og hún er að taka um 0,6L/h.

núna nota ég fýringuna skemur (ca 10-15mín í stað 20-30mín), aðeins til að ylja vélinni í staðinn fyrir að bræða allann ís af rúðum og þá munar um 1L/100km frá fyrri eyðslu án webasto.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 09.feb 2014, 21:47
frá TF-NPK
Takk fyrir svörin strákar. Ég ætla að fara með bílinn í aflestur og svo setja fjarstýringu á olíukyndinguna.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 09.feb 2014, 22:27
frá HaffiTopp
Er bíllinn nokkuð með framdrifslokurnar fastar? Þá snýr hann drifinu og framdrisskaptinu sem væntanlega eykur eiðsluna eitthvað líka.
Til hvers að hafa fýringu án fjarstýringar? Hélt að þær fylgdu alltaf með. Hefði haldið að menn væri aðallega með þennan búnað til að forhita vélarnar og innanrýmið. Ekki til að láta þær malla með vélina í gangi.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 09.feb 2014, 23:01
frá StefánDal
HaffiTopp wrote:Er bíllinn nokkuð með framdrifslokurnar fastar? Þá snýr hann drifinu og framdrisskaptinu sem væntanlega eykur eiðsluna eitthvað líka.
Til hvers að hafa fýringu án fjarstýringar? Hélt að þær fylgdu alltaf með. Hefði haldið að menn væri aðallega með þennan búnað til að forhita vélarnar og innanrýmið. Ekki til að láta þær malla með vélina í gangi.


Margir díselbílar í dag koma með olíufýringu sem fer í gang þegar bíllinn gengur hægagang. Orkunýtni nýrra díselvéla er orðin svo mikil að þær halda ekki sjálfar hita í hægagangi.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 10.feb 2014, 01:14
frá Ingójp
Terracan 2.5 hjá gamla lét svona það var margt skoðað eftir allt var loftsían einfaldlega pökkuð

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 10.feb 2014, 18:07
frá Grímur Gísla
Smá forvitni. Á hvaða snúningi ertu að keyra bílinn innanbæjar, það er að segja á hvaða snúningi skipturðu um gír?

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 03.mar 2014, 23:02
frá TF-NPK
Sælir aftur

Ég fór með hann í aflestur og það kom ekkert úr því. Spíssarnir voru innan marka var mér sagt.

Framdrifslokur. Þegar ég keypti hann þá var búið að festa hann í lokunum svo að það fyrsta sem ég gerði var að losa þær. Annars væri ég alveg til að ræða aðeins við þann sem datt í hug að hafa framdrifsbúnaðin svona hannaðan. Þvílíkt og annað eins.

Fýring án fjarstýringar. Hann kom svona orginal. Þetta er það næsta sem ég geri.

Loftsía. Ég skipti strax og ég fékk bílin um loftsíu.

Ég er að skipta um gír svona þegar hann er að nálgast 3.000 snúninga. Hann þolir ekki að gera það við mikil lægri snúning.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 04.mar 2014, 01:39
frá svarti sambo
Hann er greinilega ekki að torka neitt. Heldurðu að hann geti nokkuð verið að blása niður. er púst lykt frá önduninni eða er hann kannski að blása út í lofthreinsarann. Ég myndi einnig skoða ventlabilið þar sem að ventlastillingin er mjög sérkennileg á þessum bílum eða allavega á 2,4l vélinni ásamt því að skoða merkin á tímagírnum ef einhver hefur verið að skifta um reim og það kannski misfarist um eina tönn á olíuverkinu.Veit ekki hvort að þetta hefði komið fram í þessum aflestri hjá þér, þar sem að ég er með eldri bíl.

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 04.mar 2014, 22:22
frá TF-NPK
Takk fyrir þetta. Getið þið mælt með einvherjum hérna á höfðuborgarsvæðinu sem eru sérfræðingar í svona vandamálum?

Re: Vandamál með eyðslu - Starex 4x4 CRDI

Posted: 05.mar 2014, 08:34
frá gislisveri
Almenna bílaverkstæðið, Skeifunni 5.
Þeir eru Hyundai sérfræðingar.