Síða 1 af 1
Stilla olíuverk
Posted: 30.okt 2010, 10:46
frá isak2488
Góðan daginn. ég er með 88' af 2,4 disel hilux, og þarf að láta stilla olíuverkið hjá mér. Er einhver lúnkinn bílakarl hérna á spjallinu sem væri til í að taka þetta að sér fyrir money?
Re: Stilla olíuverk
Posted: 30.okt 2010, 18:55
frá Stebbi
Hvað meinarðu með að stilla? Hvað er vandamálið?
Það stillir engin olíuverk heima á plani, það er gert í sérstökum bekk.
Re: Stilla olíuverk
Posted: 30.okt 2010, 19:54
frá isak2488
málið er að ég skipti um pakkninguna á lokinu og inngjafaröxlinum í olíuverkinu, en eftir það byrjaði hann að reykja heilt helvíti. maður hérna á spjallinu sagði að hann hefði þurft að stilla inngjöfina og hægaganginn saman.
Re: Stilla olíuverk
Posted: 30.okt 2010, 20:41
frá Brjótur
Er ekki bara að prufa að skrúfa niður í því með stilliskrúfunni fyrir magnið inn? getur það ekki verið byrjun , einföld aðgerð
Re: Stilla olíuverk
Posted: 31.okt 2010, 18:13
frá Stebbi
isak2488 wrote:málið er að ég skipti um pakkninguna á lokinu og inngjafaröxlinum í olíuverkinu, en eftir það byrjaði hann að reykja heilt helvíti. maður hérna á spjallinu sagði að hann hefði þurft að stilla inngjöfina og hægaganginn saman.
Það var víst ég sem sagði þér það, ef þú hefur getað rifið þetta í sundur og komið þessu saman aftur þá ættirðu ekki að vera í vandræðum með að stilla þetta. Það sem þú þarft að gera fyrst er að minka við hann olíuna í hægaganginum þangað til að hann hættir að reykja þar. Þá þarftu að stilla inngjöfina rétta og þá gætirðu þurft að taka hjólið af öxlinum aftur og færa það um nokkrar tennur. Það hjálpaði mér mikið að aftengja barkann sem fer í olíugjöfina og snúa svo þar til bíllinn gengur nokkuð rétt og tengja svo aftur olíubarkann.