Síða 1 af 1

Vatnskassi LC 80 bensín - passar USA kassi?

Posted: 29.jan 2014, 06:02
frá fauskur
Howdy,

Vantar vatnskassa í LC 80 Bensín árg 94. Innfluttur nýr af umboði. Er með OEM númerið (1640066040) en leit á neti (þ.á.m. á ýmsum erlendum varahlutasíðum) skilar í niðurstöðum bæði USA og Evrópu "merktum" kössum. USA verðið er mun lægra heldur en Evrópu.

Vil því í fáfræði minni spyrja LC 80 gúrúana hér hvort það er einhver munur á þessum vatnskössum og þá hvort USA útgáfan passar?

Kveðja,
Gunnlaugur

Re: Vatnskassi LC 80 bensín - passar USA kassi?

Posted: 29.jan 2014, 13:06
frá Polarbear
ég er að flytja svona kassa inn í minn LC 80 "as we speak", nákvæmlega þetta partanúmer. hann passar líka í HDJ80, eina sem þarf að breyta þar er að búa til smá mililstykki fyrir festingarnar á trektinni. annað er eins.

svo ég get ekki ímyndað mér annað en að þessi kassi passi beint í bílinn þinn án breytinga. líklega heitir bíllinn þinn þá FZJ80 ef mér skjátlast ekki.

ég verð kominn með hann í hendurnar eftir nokkra daga. get selt þér hann ef svo ólíklega vildi til að hann passi ekki í minn :)

Re: Vatnskassi LC 80 bensín - passar USA kassi?

Posted: 29.jan 2014, 13:41
frá Polarbear
ég er s.s. að flytja inn frá USA. miðað við þetta ættirðu alveg að geta notað Dísel kassa ef þú villt, þótt númerið sé annað, með minniháttar veseni. Eru plast toppur og botn á kassanum hjá þér eða er hann "all-metal" eins og sagt er? ef þú ert með málm-botn og topp þá getur Grettir vatnskassar skipt út elementinu.

Re: Vatnskassi LC 80 bensín - passar USA kassi?

Posted: 29.jan 2014, 20:05
frá fauskur
Þakka þér fyrir svarið, Polarbear.
Held að kassinn sé all-metal, er reyndar ekki í nálægð við gripinn sem stendur en nokkuð viss um það. Var búinn að fara í Gretti en sú heimsókn var ekki góð nýting á tíma mínum!
Já, sendu mér skilaboð ef kassinn passar ekki hjá þér.