Lengja grind


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Lengja grind

Postfrá toni guggu » 26.jan 2014, 20:32

Sælir félagar.
Ég er að velta fyrir mér ef maður lengir bílgrind hvort það þurfi að láta röntgenmynda suður og hvernig er svona lenging gagnvart skoðun ?

kv Toni.



User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lengja grind

Postfrá Hordursa » 26.jan 2014, 21:35

Sæll Toni.

þú þarft ekkert annað að gera heldur en að lengja grindina, ekkert mál varðandi suðurnar bara að þær líti þokkalega út þá geta skoðunarmenn ekkert sett út á þær.

kv Hörður


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengja grind

Postfrá grimur » 26.jan 2014, 21:37

Mér skilst að þetta sé ekkert meiriháttar mál skoðunarlega séð, svo lengi sem suðurnar eru teknar út af þar til bærum aðila(var Iðntæknistofnun). Svo er möguleiki að það sleppi að suðumaður með réttindi dugi, er þó ekki alveg með það á hreinu.

User avatar

Hordursa
Innlegg: 131
Skráður: 07.feb 2010, 14:20
Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
Staðsetning: Kópavogur

Re: Lengja grind

Postfrá Hordursa » 26.jan 2014, 21:56

Ég hef farið með lengdan bíl i skoðun og það er ekkert varðandi sérstaka skoðun eða úttekt á suðum í lengingu á grind í skoðunarhandbók. Suður vegna lengingar á grind eru ekkert krítískari heldur enn til dæmis suður á stífuturnum og fleiru álíka.
Ég hef unnið töluvert við skráningarmál bíla og hef notað mikinn tíma í yfirlegu á evrópureglugerðum og hef hvergi séð neitt varðandi myndatökur eða kröfur á réttindi varðandi suður á grind.

kv Hörður


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Lengja grind

Postfrá grimur » 26.jan 2014, 22:06

Það eru þá mýtur einar, sem er bara gott, enda alveg hárrétt að það er margt mikið krítískara en suður í grind vegna lengingar. Þverstífuturnar að framan eru til dæmis með því krítískara en ekki teknir sérstaklega fyrir á meðan stýrisgangur er allur vottunarskyldur.

Takk fyrir að leiðrétta þetta Hörður

Kv
Grímur

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Lengja grind

Postfrá jeepcj7 » 26.jan 2014, 22:10

Það er samt þannig að ef skoðunarmanni líst ekki á suður (bara sjónskoðun) að þá getur hann farið fram á vottun/gegnumlýsingu var mér sagt er það ekki rétt?
Það er sem sagt málið að þetta looki sæmilega og þá er allt í goodí.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Lengja grind

Postfrá Startarinn » 27.jan 2014, 09:47

Það er nú líka til alltof mikið af bílum á götunni sem var breytt af mönnum sem hafa enga hæfileika í meðferð rafsuða.
Hvort sem þeir hafa heimildina eða ekki, þá finnst mér í lagi að þeir vísi einhverju frá innan skynsemismarka, en svo eru alltaf hártoganir um hvar þau mörk liggja

Svo get ég bent á það að bílaframleiðendur eru ekki alltaf barnanna bestir, þegar ég skar fjaðrahengslin af hiluxinum mínum voru 2 af 4 suðum á öðru hengslinu eins og svampur, nánast eins þær hefðu verið soðnar án hlífðargass en voru samt sléttar á yfirborðinu.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
toni guggu
Innlegg: 124
Skráður: 08.maí 2011, 11:44
Fullt nafn: Anton Guðmundsson

Re: Lengja grind

Postfrá toni guggu » 27.jan 2014, 20:39

það sem ég er að spá hvort það þyrfti að láta gera þetta á verkstæði og framvísa einhverjum pappír um það eða hvort góður suðumaður mætti gera þetta í skúrnum, ég heyrði í einum í gær sem lét lengja grind í bíl og það var gert heima í skúr og ekkert sett útá það í skoðun en auðvitað eiga skoðunarmenn að setja útá ef suður í svona dæmi eru algjör froða.

kv Toni.


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Lengja grind

Postfrá cruser 90 » 27.jan 2014, 21:16

suða sem lítur vel út gétur líka verið ónít
ég persónulega mindi láta vanan mann sjóða grindina þannig að hún sé gégnumsoðin
Jóhann V Helgason S:8408083


lecter
Innlegg: 1010
Skráður: 02.des 2012, 02:05
Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
Bíltegund: kaiser M715 44"

Re: Lengja grind

Postfrá lecter » 28.jan 2014, 00:36

það eiga bara fagmenn að koma nálægt suðuvinnu ,, þið sem eruð ekki jarnsmiðir eiga bara að sleppa þvi ,,

skoðunar men hafa flestir einga þekkingu á suðum enda bifvélavirkjar

þvi miður eru margir sem telja sig kunna að sjóða málma en kunna ekki neitt ,,,

hér áður fekk maður að vita hvaða stál eða ál maður var að fara að sjóða ,, þá valdi maður vir við hæfi það hefur eingin breyting orðið á þvi ,,,

það væri kanski ekki vitlaus hugm að halda suðunámskeið fyrir jeppa men hér á spallinu og fá kanski aðstöðu i einhverjum iðskólanum men gætu skráð sig hér á jeppa spallinu ,, og fin upprifjun fyrir suma lika

User avatar

Hfsd037
Innlegg: 968
Skráður: 20.aug 2010, 08:26
Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
Bíltegund: Toyota Hilux 3.0

Re: Lengja grind

Postfrá Hfsd037 » 28.jan 2014, 04:20

lecter wrote:það eiga bara fagmenn að koma nálægt suðuvinnu ,, þið sem eruð ekki jarnsmiðir eiga bara að sleppa þvi ,,

skoðunar men hafa flestir einga þekkingu á suðum enda bifvélavirkjar

þvi miður eru margir sem telja sig kunna að sjóða málma en kunna ekki neitt ,,,

hér áður fekk maður að vita hvaða stál eða ál maður var að fara að sjóða ,, þá valdi maður vir við hæfi það hefur eingin breyting orðið á þvi ,,,

það væri kanski ekki vitlaus hugm að halda suðunámskeið fyrir jeppa men hér á spallinu og fá kanski aðstöðu i einhverjum iðskólanum men gætu skráð sig hér á jeppa spallinu ,, og fin upprifjun fyrir suma lika



Er viss um að það yrði tekið vel í það.
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur

User avatar

jongud
Innlegg: 2626
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Lengja grind

Postfrá jongud » 28.jan 2014, 08:54

Hfsd037 wrote:
lecter wrote:það eiga bara fagmenn að koma nálægt suðuvinnu ,, þið sem eruð ekki jarnsmiðir eiga bara að sleppa þvi ,,

skoðunar men hafa flestir einga þekkingu á suðum enda bifvélavirkjar

þvi miður eru margir sem telja sig kunna að sjóða málma en kunna ekki neitt ,,,

hér áður fekk maður að vita hvaða stál eða ál maður var að fara að sjóða ,, þá valdi maður vir við hæfi það hefur eingin breyting orðið á þvi ,,,

það væri kanski ekki vitlaus hugm að halda suðunámskeið fyrir jeppa men hér á spallinu og fá kanski aðstöðu i einhverjum iðskólanum men gætu skráð sig hér á jeppa spallinu ,, og fin upprifjun fyrir suma lika



Er viss um að það yrði tekið vel í það.


Það hafa verið haldin góð kvöldnámskeið í tækniskólanum síðastliðin ár.
Grunn-námskeið og framhaldsnámskeið. (sjá hér)
http://www.tskoli.is/malmsuda-grunnur/
http://www.tskoli.is/malmsuda-framhald/

Ég er búinn að taka bæði.
Að vísu spurði kennarinn mig og tvo aðra hvað við værum að gera á svona námskeiði af því að við höfðum greinilega allir soðið helling áður, en okkur fannst öllum betra að fá einhverja pappíra upp á þetta og læra þetta alveg rétt


cruser 90
Innlegg: 122
Skráður: 25.júl 2010, 23:59
Fullt nafn: Jóhann V Helgason

Re: Lengja grind

Postfrá cruser 90 » 05.feb 2014, 14:14

[quote="lecter"]það eiga bara fagmenn að koma nálægt suðuvinnu ,, þið sem eruð ekki jarnsmiðir eiga bara að sleppa þvi ,,

skoðunar men hafa flestir einga þekkingu á suðum enda bifvélavirkjar

þvi miður eru margir sem telja sig kunna að sjóða málma en kunna ekki neitt ,,,

hér áður fekk maður að vita hvaða stál eða ál maður var að fara að sjóða ,, þá valdi maður vir við hæfi það hefur eingin breyting orðið á þvi ,,,

það væri kanski ekki vitlaus hugm að halda suðunámskeið fyrir jeppa men hér á spallinu og fá kanski aðstöðu i einhverjum iðskólanum men gætu skráð sig hér á jeppa spallinu ,, og fin upprifjun fyrir suma lika[/quote
Nákvæmlega vel orðað
Jóhann V Helgason S:8408083

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengja grind

Postfrá íbbi » 08.feb 2014, 00:33

iðan hefur verið með fín suðunámskeið, ég tók 80 tíma TIG náskeið hjá þeim síðasta sumar og er þessa dagana í 80 tíma MIG/MAG

maður fær svo viðurkenningaskjal frá iðuni um að maður hafi lokið námskeiðinu
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

íbbi
Innlegg: 1453
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Lengja grind

Postfrá íbbi » 08.feb 2014, 00:39

tók einmitt mynd á tig námskeiðinu af suðum á lokaverkefninu mínu, það er ekkert búið að eiga við þær (pússa e-h slíkt)

Image
Image

MIG/MAG
Image
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


einsik
Innlegg: 116
Skráður: 24.jún 2011, 19:15
Fullt nafn: Einar S. Kristjánsson

Re: Lengja grind

Postfrá einsik » 08.feb 2014, 00:49

Ég fór með gamlann Hilux í skoðun fyrir nokkrum árum sem ég lengdi.
Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að benda Frumherjamönnum á að ég væri búinn að lengja bílinn um rúma 60 sm. En þeir höfðu samt mestan áhuga á að ég væri ekki með undirakstursvörn. Endaði með því að ég borgaði 1500 kall og bíllinn skráður með nýju lengdinni.
En þetta var reyndar um ca 2000. Veit ekki hvað er í gangi í dag.
Einar Kristjánsson
R 4048


Hlynurn
Innlegg: 88
Skráður: 11.feb 2013, 14:10
Fullt nafn: Hlynur Nökkvi Hlynsson
Bíltegund: Hilux

Re: Lengja grind

Postfrá Hlynurn » 08.feb 2014, 03:55

einsik wrote:Ég fór með gamlann Hilux í skoðun fyrir nokkrum árum sem ég lengdi.
Til að gera langa sögu stutta þá þurfti ég að benda Frumherjamönnum á að ég væri búinn að lengja bílinn um rúma 60 sm. En þeir höfðu samt mestan áhuga á að ég væri ekki með undirakstursvörn. Endaði með því að ég borgaði 1500 kall og bíllinn skráður með nýju lengdinni.
En þetta var reyndar um ca 2000. Veit ekki hvað er í gangi í dag.


Þeir hafa rosalegann áhuga á undirakstursvörnum hjá Frumherja, Var með bíl í endurskoðun hjá þeim um daginn og þeir höfðu þörf fyrir að mæla þetta og láta mig vita að hún væri uþb 7 cm of há á bílnum (þetta var ekki eitt af endurskoðunar atriðiunum svo ég keyrði sáttur út með flottann miða)


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 49 gestir