Síða 1 af 2
Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 01:42
frá Hr.Cummins
Lindemann wrote:þetta er nú eitthvað skrítin fullyrðing hjá Viktori með skurðinn á kúrfunum. Togkúrfa er alltaf mismunandi eftir hverri vél og hestaflakúrfan sker hana á mismunandi stað.
En með 33000 lb-ft þá skiptir öllu máli í því samhengi að þetta er á mínútu.
Þ.e. afl er alltaf mælt sem vinna á tímaeiningu
Dynobekkur mælir tog og umreiknar það yfir í hestöfl...
tökum sem dæmi, bensínvél togar 500nm @ 3800rpm (BMW S62?)... 500nm eru 369lb.ft reiknum þá út hestöfl við sama snúning... þá gerum við það þannig:
369 x 3800 / 5252 = ~267hp (þetta eru crank hp nota bene)
ef að við síðan skoðum þetta dyno graph:

þá sjáum við að hestöfl og tog (hp & lb.ft) skarast á 5252rpm eins og ég tók áður fram, einnig þá sjáum við að mótorinn togar ~265ft.lbs @ ~6650rpm (mestu hestöflin eru þar) skvt grænu kúrvunni...
reiknum þetta aftur 265 x 6650 / 5252 = ~335.5hp sem að stenst samkvæmt grafinu...
tog og hestöfl haldast því ALLTAF í hendur elsku drengirnir mínir, það er hinsvegar misjafnt HVAR togið er og hversu fljótt það er að fade-a....
Ég held kannski áfram að henda inn fróðleik í þennan þráð ef að menn þyrstir í meira...
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 02:18
frá Hr.Cummins
ef að menn hafa enn efasemdir:
hérna er algjörlega óskylt dyno graf..

á þessu grafi sjáum við ~290ft.lbs tog (rauða línan) við 4250rpm, og einnig að línan skarast við 5252rpm...
ákvað að reikna hestöflin við hámarks tog, þar sem að hámarks hestöfl eru c.a. við skörun / 5200-5300rpm...
290 x 4250 / 5252 = 234hp
Þegar að horft er á hestöflin @ 4250rpm eru þau einmitt 234hp...
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 02:37
frá Hr.Cummins
Navigatoramadeus wrote:af einskærri forvitni og áhuga, hvernig fara þessar kúrvur að þessu ?
ef þetta er fært í kW-Nm töflu skerast þessar línur þar líka ?
er heldur ekki að ná reikningnum við hp í 33.000 pund fet, viltu útskýra betur takk.
er að kenna vélfræði í vélskólanum og það væri flott að fá nýja vídd í fræðina takk :)
Þú spurðir og ég svara:
Hestöfl er eining sem að var fundin upp af manni að nafni James Watt (meira um það hér;
http://en.wikipedia.org/wiki/Horsepower)...
Benchmarkið var sett með hesti úr sveitinni sem að var látinn ganga á "treadmill" ef að minnið svíkur ekki sem að var látin knýja áfram einhverskonar dælu...
ft.lb og lb.ft er svo ekki sama einingin in theory, en hestafl eins og ég tjáði mig um áður stendur alltaf fyrir 33.000ft.lb af vélrænni orku á mínútu...
1lb.ft af togi er jafnt 6.283320639756283ft.lb af vélrænni orku, skilur þú þá kannski betur hvað ég á við ?
svo reiknum við...
33.000 / 6.283320639756283 = 5252rpm
tilviljanakennt ?
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 10:21
frá Steinmar
Nú ætla ég ekki að fara að gera mig breiðan í vélfræði (er reyndar vélstjóri) en er með eina spurningu.
Þú talar um að tog og hestaflatala mætist alltaf í 5252 sn/mín; gott og vel. Ef við tökum td. Benz mótor eins og er í Sprinter 519, þá er sá mótor, standard, 190 hestöl og togar 440 Nm. Það sem passa ekki inn í þessa teoríu, að mínu viti, er að þessi mótor snýst að hámarki 4250 sn/mín.
Hvernig fengirðu þann mótor til að passa inn í þitt reikningsdæmi ?
Kv. Steinmar
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 10:32
frá ellisnorra
Sama spurning og Steinmar, nema með original 6bt cummins?
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 10:36
frá Navigatoramadeus
Hvað mr. Watt varðar þá bætti hann gufuvélina og til að geta borið afköst hennar við þekkta stærð
(hesta sem drógu upp efni úr námum) og selt þannig námueigandanum vélina, fann Watt út að einn hestur
gæti dregið 75kg um 1 metra á sekúndu svo þaðan er komið 75kg*9,81m/s2 (g=gravity) = 736Nm/s
eða 736 Wött sem er 1 hestafl.
en ég var smá tíma að skoða á síðunni góðu sem þú bentir á og rakst á sniðugan hlut sem
útskýrir hvaðan 5252 er komið.
þetta er einfaldlega einföldun á formúlunni hp = tog (pund*fet) * snúninga (á mínútu)/5252
það er líka hægt að snúa þessu sem; 5252 = tog (pund*fet) * snúninga (á mínútu)/hp
þetta er bara þægileg námundun fyrir formúluna, stytting og einföldun
en það útskýrir hvernig ft.lbs og hp kúrvur skerast á 5252 rpm,
það er ekki annað hægt þegar þetta er nefnarinn :)
þeas ef notast er við þennan "einfaldara" þá verður skurðarpunkturinn ALLTAF 5252rpm, enda segir sú tala
akkurat EKKERT nema að notast hafi verið við "einfaldarann" !
það verður augljóst þegar skoðaðar eru vélar sem snúast hægar en 5252rpm en ef reiknað verður upp
snúninginn munu afl og togkúrvur skerast við 5252rpm þó vélin væri löngu farin á vit feðra sinna !
formúlan í SI (alþjóðakerfið) er Pa (W) = N*m*2*pí*n
en þetta síðasta dæmi er ég ekkert að skilja;
33.000 pund*fet / 6,28 pund*fet = rpm ?
maður deilir ekki x með x og fær út y ?
held þetta sé bara hluti af fyrri formúlu, 6,28 pund.fet á að vera á sekúndu og það fékkst út með því
að deila 33.000 (sem er líka námundun) pund.fet á mínútu í 5252 "the magic number" svo ef maður snýr
formúlunni hina leiðina fær maður upphaflega nefnarann (5252), ekkert skrýtið við það.
skemmtilegar pælingar í morgunsárið, ég er búinn að læra eða amk skilja og hafa gaman af,
aðallega lærði ég nú hvað það er þægilegt (og nauðsynlegt) að hafa eitt gott kerfi, þurfa ekki
að vera að læra (eða leggja á minnið) fleiri kerfi og hlakka til þegar kaninn sér ljósið !
takk fyrir svörin Mr. Cummins :)
svo fæ ég að henda inn minni útskýringu á hvernig brunaþrýstingur verður að afli á sveifarás.
aflið sem fæst út á sveifarás er tekið úr orku eldsneytisins sem er mælt í Joulum (J)
í upphafi er bruni í strokknum,
þá myndast þrýstingur þegar loft/eldsneytis blandan brennur.
p * A = F
þrýstingur (p=pressure) er afurð brunans,(Pa=Pascal)
kraftur (F=Force) á topp stimpilsins ýtir honum niður (N=Newton)
(A=Area) er flatarmálið ofaná topp stimpilsins (m2)
krafturinn (N) ýtir stimplinum niður einhverja vegalengd (mæld í metrum, m)
og stimpilstöngin er tengd hjámiðju á sveifarás,
þannig verður til snúningsvægi (Newton*metrar, Nm)
þessi hreyfing býr til snúning á sveifarás, sá snúningur (n) (á tímaeiningu-sekúndu)
er mældur með 2*pí*n (2 pí er jafngildir 360 gráðum í hringferli og sinnum snúningana)
þá eru komnir Nm/s sem er vinna á tímaeiningu eða Watt.
þannig að fræðilega (ef bruninn er alltaf eins = sami þrýstingur = sami kraftur)
verður aflið línulegt sem margfeldi af snúningshraða og fyrrnefndu vægi (Nm)
en það er auðvitað ekki raunin, sérstaklega fyrir vélar með forþjöppum og nákvæmlega stýrðri
innsprautun eldsneytis, þá er hægt að "klæðskerasauma" tog og þannig aflkúrvur að væntanlegum
ökumanni, upp að einhverju marki.
ps. varðandi innlegg frá Steinmar; þarna ertu kominn í SI kerfið og ekki hægt að notast við 5252 í því !
kv. Jón Ingi
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 10:48
frá gislisveri
Vel gert drengir, meira svona.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 11:47
frá Steinmar
Sælir
Gaman að þessum pælingum og þakkir fyrir upprifjunina Jón Ingi.
Ég er persónulegfa fylgjandi því að nota SI kerfið, svona til einföldunar, en það er líka nauðsynlegt að hafa smá innsýn í SAE kerfið.
Kv. Steinmar
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 12:11
frá Navigatoramadeus

hérna er ágætis lesning um samhengi snúningsvægis (Nm/pund*fet), hestafla og snúningshraða.
ég var búinn að setja inn línur fyrir nokkra bíla (vélar) sem ég kannaðist við;
dæmi;
efsta lína til hægri er Ford Focus, 1600cc vél, 100hp við 6000sn/mín, stikan fer á þessi hnit og þá færðu út snúningsvægið (tog-Nm-pund.fet) á vinstri kvarðanum.
þið sjáið samhengið en ég leyfði mér að breyta vinstri kvarðanum í Nm með námundun, (notaði 10 í stað 9,81 fyrir g, m/s2) svo þetta er amk nærri lagi en ef það er sett línustika þarna milli vægis og snúningshraða er útkoman hestafl og eitt hestafl er 0,736kW sbr. fyrra innlegg.
svo mátti kannski koma fram að 1 Nm er jafngildi 1 Joule,
svo 1 Joule/sek er 1 Watt
er jafngilt 1 Nm/sek = 1 Watt.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 13:04
frá Hr.Cummins
elliofur wrote:Sama spurning og Steinmar, nema með original 6bt cummins?
Orginal eða ekki, hérna er dyno graf fyrir 6BT (ISB / Commonrail):

eins og glöggt sést ná línurnar ekki að skarast, en EF vélin hefði nóg snúnings-svið myndu línurnar skarast við 5252rpm...
Þetta er eins og Jón Ingi bendir á SAE kerfi, en ég er hlynntur notkun þess eins og flestir hljóta að geta lesið af skrifum mínum...
Ég er að vinna í smá ritgerð handa ykkur um áhrif knastása á hestöfl og tog, og þá sérstaklega snúnings-svið (powerband) en í sömu grein mun ég skrifa um stroke og bore... muninn á short stroke og long stroke með sama slagrými...
Gott að fá þetta innlegg frá þér Jón sem að útskýrir brunaþrýsting og hvernig hann verður að afli á sveifarás, en ég er einnig að vinna í smá klausu um drive-pressure og áhrif þess krafts á endingar véla, þá sérstaklega hvernig Detroit Diesel menn klúðruðu 6.5 TD vélinni sem að GM menn þekkja með of smáu afgashúsi og takmörkuðu þannig afköst vélarinnar og möguleika á aflaukningu.
En ég held að þetta klúður hjá GM/Detroit hafi orðið þeim að falli á þeim samkeppnismarkað sem að stefnt var á en menn eru að sprengja botninn úr 6.5 með því að auka of mikið boost á orginal túrbínu...
Á sama tíma hafa menn skipt út Borg Warner GMx túrbínunum fyrir Holset HX35 og Holset HX40 með góðum árangri, um leið stækkað spíssa og verið að blása 25-30psi með fylgjandi aflaukningu og verið mjög ánægðir...
Allt um það seinna, en þú gerir athugasemd við reikninginn minn á "x deilt með x jafnt og y" en það var bara svona dæmi sem að ég prófaði að reikna og fékk útkomuna 5252rpm, sem að var smá tilviljun :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 14:30
frá Navigatoramadeus
já það er gaman að skoða allar hliðar á þessu, fleiri en ein leið að flá kattarræksnið !
og þetta " x deilt með x geri y" var reyndar eitt sem mig langar að koma inná bara almennt á þessu spjallborði og öðrum þar sem fjallað er um tæknileg og flókin hugtök, það er að láta fylgja einingar og helst útskýringar/dæmi ef menn geta/nenna.
það eru ekkert endilega allir sem eru með SAE/DIN/ISO staðla og einingar á hreinu, tommur hér og Pascal þar
og er ég ekki undanskilinn en það verður mun skiljanlegra og skemmtilegra að lesa :)
hlakka til að lesa þessa ritgerð frá þér mr. cummins, þú ert greinilega með á (vélfræði)nótunum :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 18:59
frá Brjotur
Hvað borðið þið eiginlega :) hahaha goðir strakar þo eg nenni ekki að skilja þetta :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 19:01
frá Forsetinn
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 25.jan 2014, 20:29
frá ellisnorra
Jón Ingi bara að láta þig vita að ég breytti póstinum þínum, ég tók út eitt g á einum lykilstað, þú skrifaðir cummings en ég breytti því fyrir þig í cummins svo Viktor fari nú ekki á taugum :)
Annars mjög skemmtileg og fróðleg lesning.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 09:13
frá Hr.Cummins
hehe, góður Elli :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 11:43
frá Startarinn
Það er alltaf gaman að fá smá upprifjun
Navigatoramadeus wrote:...var reyndar eitt sem mig langar að koma inná bara almennt á þessu spjallborði og öðrum þar sem fjallað er um tæknileg og flókin hugtök, það er að láta fylgja einingar og helst útskýringar/dæmi ef menn geta/nenna.
það eru ekkert endilega allir sem eru með SAE/DIN/ISO staðla og einingar á hreinu, tommur hér og Pascal þar
og er ég ekki undanskilinn en það verður mun skiljanlegra og skemmtilegra að lesa :)
Sammála þessu, þá verður þetta aðgengilegra fyrir þá sem eru ekki alveg með þetta á hreinu og auðveldara að læra af því ;)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 14:06
frá Navigatoramadeus
elliofur wrote:Jón Ingi bara að láta þig vita að ég breytti póstinum þínum, ég tók út eitt g á einum lykilstað, þú skrifaðir cummings en ég breytti því fyrir þig í cummins svo Viktor fari nú ekki á taugum :)
Annars mjög skemmtileg og fróðleg lesning.
alltaf sama fasistaritskoðunin hérna Elliovur ;)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 14:33
frá firebird400
Hp og tog kúrvur mætast ekki alltaf á 5252 sn/min
Og hvernig er hægt að umbreyta togi í hestöfl? Sitt hvor einingin. Ekki umbreytum við kílóum í metra.
Hestöfl miðast við vinnu per tímaeiningu en tog er bara mælieining á styrk eins og ég skil þetta.
Sem sagt, til að gefa einhverja samlíkingu, hve hratt við getum pumpað 10 kg handlóðin 10 sinnum vs það hve þungu handlóði við getum lyft.
Ef ég er alveg í bullinu hérna þá megið þið endilega fræða mig
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 15:37
frá jongud
firebird400 wrote:Hp og tog kúrvur mætast ekki alltaf á 5252 sn/min
Og hvernig er hægt að umbreyta togi í hestöfl? Sitt hvor einingin. Ekki umbreytum við kílóum í metra.
Hestöfl miðast við vinnu per tímaeiningu en tog er bara mælieining á styrk eins og ég skil þetta.
Sem sagt, til að gefa einhverja samlíkingu, hve hratt við getum pumpað 10 kg handlóðin 10 sinnum vs það hve þungu handlóði við getum lyft.
Ef ég er alveg í bullinu hérna þá megið þið endilega fræða mig
Eins og stendur hér að ofan:
hp = tog (pund*fet) * snúningar (á mínútu)/5252
Ef tog- og hestaflakúrvurnar mætast ekki við 5252 snúninga þá er verið að mæla með einhverjum öðrum mælieiningum en pund-fetum og hestöflum.
Hestöflin eru reiknuð út frá toginu og snúningum á mínútu.
Kúrvurnar mætast yfirleitt ekki ef venjulegar vélar eru mældar í Kílówöttum og Newtonmetrum af því að þar þarf að snúa vélinni upp í 9550 snúninga á mínútu til að þær mætist.
Það má t.d. leika sér á þessari síðu með tölur til að sjá samhengið.
http://www.wallaceracing.com/HP-TQ-RPM%20Calc.php
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 16:50
frá grimur
Þetta hefur bara með það að gera hvaða kvarðar eru notaðir til að plotta línurnar.
Meginatriðið er það að tog í otto hreyfli fellur um leið og snúningshraðinn eykst(hvar það gerist fer eftir vélinni).
Hestöfl(eða wött), eru fall af snúningshraða og togi. Snúningshraðinn er frekar hrein og bein stærð, sem gerir það að verkum að hestöfl eru alfarið háð toginu.
5252 er bara fasti sem kemur til af þessum asnalegu einingum sem eru hestöfl, pund, fet og mínútur, ekkert af þessu passar almennilega saman og út koma furðulegar tölur.
Þess má geta að gamni að rafmótorar hafa í eðli sínu lang mest tog við minnsta snúningshraðann, sem fellur svo jafnt og þétt með auknum snúningshraða. Þannig gefa rafmótorar nokkuð jafnt afl(hestöfl, wött) yfir ansi breitt svið snúningshraða. Vegna þessa eiginleika eru gírkassar næstum óþarfir í rafbílum.
kv
Grímur
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 18:15
frá Navigatoramadeus
grimur wrote:5252 er bara fasti sem kemur til af þessum asnalegu einingum sem eru hestöfl, pund, fet og mínútur, ekkert af þessu passar almennilega saman og út koma furðulegar tölur.
hahaha... þetta er það sem ég hugsaði þegar ég var að skoða þetta í morgun nema orðaði það nettar ;)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 18:23
frá Navigatoramadeus
grimur wrote:Þess má geta að gamni að rafmótorar hafa í eðli sínu lang mest tog við minnsta snúningshraðann, sem fellur svo jafnt og þétt með auknum snúningshraða. Þannig gefa rafmótorar nokkuð jafnt afl(hestöfl, wött) yfir ansi breitt svið snúningshraða. Vegna þessa eiginleika eru gírkassar næstum óþarfir í rafbílum.
kv
Grímur
svo rakst ég á þetta í næstu línu, þú áttir væntanlega við að togið sé nokkuð jafnt yfir snúningssviðið, vegna þessa eiginleika eru gírkassar næstum óþarfir í rafbílum :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 19:05
frá Navigatoramadeus
þessi síða lofar góðu;
http://craig.backfire.ca/pages/autos/horsepower"5252RPM is not a significant point in a physical sense. It is merely the RPM at which a graph of torque in pound-feet and power in horsepower would cross when drawn on the same piece of paper. If different units were used, the curves would cross at a different point, yet the principles of operation would remain unchanged. "
"Using metric units, the unit conversion constant is 9549, not 5252 like it was when pound-feet and horsepower were being used. This means that a graph of power and torque versus revs using metric units would have crossing curves at 9549RPM instead of 5252RPM. "
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 21:47
frá grimur
Nei ég átti einmitt við að togið í rafmótor fellur með snúningshraða, þannig að úttakið í W er tiltölulega jafnt yfir sviðið, þegar snúningurinn eykst eykst viðnámið í mótornum líka. Það er gaman að prófa þetta með því að raðtengja tvo DC mótora, ef annar er bremsaður niður bætir hinn í snúninginn. Það er vegna þess að viðnámið í þeim sem er bremsaður minnkar og spennufallið yfir hann minnkar. Þá hefur hinn meiri spennu til að vinna og snýst hraðar. Nokkurs konar rafrænt mismunadrif.
Kv
Grímur
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 22:12
frá Startarinn
grimur wrote:Nei ég átti einmitt við að togið í rafmótor fellur með snúningshraða, þannig að úttakið í W er tiltölulega jafnt yfir sviðið, þegar snúningurinn eykst eykst viðnámið í mótornum líka. Það er gaman að prófa þetta með því að raðtengja tvo DC mótora, ef annar er bremsaður niður bætir hinn í snúninginn. Það er vegna þess að viðnámið í þeim sem er bremsaður minnkar og spennufallið yfir hann minnkar. Þá hefur hinn meiri spennu til að vinna og snýst hraðar. Nokkurs konar rafrænt mismunadrif.
Kv
Grímur
Fer þetta ekki mikið eftir því hvernig mótor þú ert með?, það eru jú til nokkrar gerðir (og þá er ég ekki að meina mismunandi framleiðendur) af bæði DC og AC mótorum, ég gæti ímyndað mér að þetta sé rétt með t.d. startara þar sem þeir halda áfram að auka snúningshraðann þartil fullri straumlestun er náð.
Ég man rafmagnsfræðina ekki vel fyrir mótorana, en ég held með Navigatoramadeus í þessu máli
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 26.jan 2014, 22:21
frá baldur
Í grundvallaratriðum þá er torktalan einskins virði og segir þér EKKERT um vinnsluna í mótornum eða hans getu til þess að hreyfa bíl, skriðdreka eða fjöll.
Það sem segir þér hvernig mótorinn vinnur er númer eitt hvað hann er mörg hestöfl og í öðru lagi hvernig torkkúrfan er í laginu, hvernig hestöflin dreifast yfir snúningssviðið. Torktalan er bara eitthvað sem þú þarft að spá í þegar þú ferð að versla þér kúplingu.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 27.jan 2014, 00:05
frá jeepcj7
Loksins einhver sem ég get haldið með er alveg að fíla innleggið hans Baldurs finnst ég skilja það best. ;O)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 27.jan 2014, 00:23
frá Hr.Cummins
haha, flott baldur...
Þetta er einmitt það sem að ég er að reyna að benda á... menn verða að lesa dyno gröf til að geta ákveðið hvernig á að nota mótor...
Fyrir jeppa með mikið afl, þarf stóran mótor ef að nota á pushrod amerískan, allt önnur saga ef að menn eru það múraðir að geta keypt t.d. S62 eins og ég tók í dæminu hérna að ofan.... 500nm tog þangað til að kúrvan mætist :')
Torktalan er samt aldrei einskis virði Baldur, þvert á móti... ef að menn lesa rétt úr dyno gröfunum er hægt að ákveða hvernig bíllinn á að vera settur upp...
Ég stakk t.d. upp á knastás fyrir mann hérna á jeppaspjallinu sem að var að hugsa um V8 318 Magnum swap í Patrol, og þá miðaði ég valið á ásnum við að hann myndi nota stock stall converter...
Ef að menn eru svo að fara í meira og grimmara power þarf converter með hærra stall til þess að ná inn á powerbandið... þetta á btw við mótora sem að eru ekki nýmóðins (VVTi, VANOS, VALVETRONIC etc,.)
Það er samt algengur misskilningur að tog og hestöfl séu sitthvor hluturinn, einn er afleiðing af hinum... þetta er staðreynd !
Ég hélt þetta sjálfur framundir tvítugt, eða þangað til að bíla og véladellan heltók mig algjörlega en ég tel að skilningur minn á vélum og virkni þeirra hafi batnað til muna þegar að ég fékk útskýringu á þessu og þá fyrst var búið að kynda undir í bálinu :)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 27.jan 2014, 09:27
frá Startarinn
Eftir allann þennan lestur er ég dauðfegin að þurfa ekkert að pæla í þessu í vinnunni. Þar gengur rokkurinn bara sína 725 snúninga og skilar sínum 2200 Kw (3000 hö) þegar á þarf að halda og ekkert kjaftæði
Hvað er það í togi fyrir þá sem nenna að reikna?

- P1011635.JPG (177.93 KiB) Viewed 14777 times
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 27.jan 2014, 10:18
frá jongud
Startarinn wrote:Eftir allann þennan lestur er ég dauðfegin að þurfa ekkert að pæla í þessu í vinnunni. Þar gengur rokkurinn bara sína 725 snúninga og skilar sínum 2200 Kw (3000 hö) þegar á þarf að halda og ekkert kjaftæði
Hvað er það í togi fyrir þá sem nenna að reikna?
28977 Nm
256467 Lb/in
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 27.jan 2014, 12:43
frá baldur
Hr.Cummins wrote:haha, flott baldur...
Þetta er einmitt það sem að ég er að reyna að benda á... menn verða að lesa dyno gröf til að geta ákveðið hvernig á að nota mótor...
Fyrir jeppa með mikið afl, þarf stóran mótor ef að nota á pushrod amerískan, allt önnur saga ef að menn eru það múraðir að geta keypt t.d. S62 eins og ég tók í dæminu hérna að ofan.... 500nm tog þangað til að kúrvan mætist :')
Torktalan er samt aldrei einskis virði Baldur, þvert á móti... ef að menn lesa rétt úr dyno gröfunum er hægt að ákveða hvernig bíllinn á að vera settur upp...
Ég stakk t.d. upp á knastás fyrir mann hérna á jeppaspjallinu sem að var að hugsa um V8 318 Magnum swap í Patrol, og þá miðaði ég valið á ásnum við að hann myndi nota stock stall converter...
Ef að menn eru svo að fara í meira og grimmara power þarf converter með hærra stall til þess að ná inn á powerbandið... þetta á btw við mótora sem að eru ekki nýmóðins (VVTi, VANOS, VALVETRONIC etc,.)
Það er samt algengur misskilningur að tog og hestöfl séu sitthvor hluturinn, einn er afleiðing af hinum... þetta er staðreynd !
Ég hélt þetta sjálfur framundir tvítugt, eða þangað til að bíla og véladellan heltók mig algjörlega en ég tel að skilningur minn á vélum og virkni þeirra hafi batnað til muna þegar að ég fékk útskýringu á þessu og þá fyrst var búið að kynda undir í bálinu :)
Já það er nú það sem ég átti við, torktalan er eitthvað sem þarf að spá í þegar verið er að hanna vélina og það sem tengist við hana en hún gefur enga vísbendingu um hversu vel mótorinn hreyfir bílinn sem hann er settur í.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 13:07
frá heidar69
Sælir reiknimeistarar..
Ég legg þann skilning um kraft að á þeimur meiri snuningi sem krafturinn er gefinn þeimum betra...
Spurning:
Ef ég er með tvær vélar önnur A 300hp-4500sn of hin B 300hp-6000snuning
bíllarnir er á 100km hrað vél a á 4500sn og vél b á 6000sn
bílarnir eru jafn þúngir en annar er lærra giraður svo þeir eru á max afli á 100km/k
Er ekki rétt skilið hjá mér að bíllin sem gefur aflið á hærri snuning sé kraftmeiri?
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 13:44
frá jwolf
Sé nú ekki annað en að þessir Cummins snillingar séu meiri "Thinkerear en Doerar"
Hélt að formúlan væri einföld "það á ekkert að takmarka afl út í hjól nema hve fast er stígið á gjöfina".
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 15:29
frá baldur
heidar69 wrote:Sælir reiknimeistarar..
Ég legg þann skilning um kraft að á þeimur meiri snuningi sem krafturinn er gefinn þeimum betra...
Spurning:
Ef ég er með tvær vélar önnur A 300hp-4500sn of hin B 300hp-6000snuning
bíllarnir er á 100km hrað vél a á 4500sn og vél b á 6000sn
bílarnir eru jafn þúngir en annar er lærra giraður svo þeir eru á max afli á 100km/k
Er ekki rétt skilið hjá mér að bíllin sem gefur aflið á hærri snuning sé kraftmeiri?
Nei, aflið er mælieining á hversu hratt vélin vinnur. Vélin sem snýst hraðar þarf bara meiri niðurgírun til að skila sömu hröðun.
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 18:19
frá Startarinn
heidar69 wrote:Sælir reiknimeistarar..
Ég legg þann skilning um kraft að á þeimur meiri snuningi sem krafturinn er gefinn þeimum betra...
Spurning:
Ef ég er með tvær vélar önnur A 300hp-4500sn of hin B 300hp-6000snuning
bíllarnir er á 100km hrað vél a á 4500sn og vél b á 6000sn
bílarnir eru jafn þúngir en annar er lærra giraður svo þeir eru á max afli á 100km/k
Er ekki rétt skilið hjá mér að bíllin sem gefur aflið á hærri snuning sé kraftmeiri?
Nei, miðað við þessar forsendur er aflið nákvæmlega jafnt,
Ef þeir hinsvegar skiluðu sama togi á þessum mismunandi snúningum væri sá sem snýst hraðar mun kraftmeiri, þar sem hestöflin eru margfeldi togs og snúningshraða
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 19:53
frá Heddportun
Svona til að flækja þetta ferkar...
Nú hafa allir hert niður hluti en þegar hert er niður er verið að torka vel en engin hestöfl eru sköpuð sem slík
Tork kemur frá cyllender þrýsting sem er það sem vélin gengur á en hestöfl eru lýsing á vinnu á tíma í snúningum en þau lýsa eiginleikum hennar um hröðun á henni sjálfri en það er margt annað sem spilar inn í eftir að hún er kominn í bíl með gíra um hvað er besta vélin en sú sem togar mest hefur bestu möguleikana á að nýtast vel
Hægt er að hafa mótor sem snýst heilan helling en hraðar ekki vel þar sem hún þarf að draga vikt sem þarf að yfirstíga þyngdina í drifrás og viðnám yfirbyggingar í hröðunn svo tog er það sem þarf
í Cricle track racing þá er stærri mótor alltaf bestur þar sem hann mun hafa meira tog og getur þar með yfirstigið heildar viðnám og þyngd hraðar sem er hröðun
5252 er samnefnari sem SAE notar og er mjög þægilegt að skoða milli mismunandi véla gröfin fyrir samanburð
Þegar verið er að meta saman vélar er best að hafa sömu mælieiningar þar sem 500nm hljómar vel en er nú bara lítil 368lbs/ft
Menn þurfa nú ekki að vera mjög múraðir t.d LT1 skilar sama eða meira peak togi en Orginal BBC,S62 ect.. ef ég man rétt en þær voru underrated fra verksmiðunni og þarf nú ekki mikið til að komast í 400lbs ft með að losa sig við oem pústgreinarnar
Heiðar:
Mótorinn sem þarf að snúast hraðar til að framhvæma sama afl er þá kraftminni og mun eyða meiru
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 20:28
frá heidar69
Startarinn wrote:heidar69 wrote:Sælir reiknimeistarar..
Ég legg þann skilning um kraft að á þeimur meiri snuningi sem krafturinn er gefinn þeimum betra...
Spurning:
Ef ég er með tvær vélar önnur A 300hp-4500sn of hin B 300hp-6000snuning
bíllarnir er á 100km hrað vél a á 4500sn og vél b á 6000sn
bílarnir eru jafn þúngir en annar er lærra giraður svo þeir eru á max afli á 100km/k
Er ekki rétt skilið hjá mér að bíllin sem gefur aflið á hærri snuning sé kraftmeiri?
Nei, miðað við þessar forsendur er aflið nákvæmlega jafnt,
Ef þeir hinsvegar skiluðu sama togi á þessum mismunandi snúningum væri sá sem snýst hraðar mun kraftmeiri, þar sem hestöflin eru margfeldi togs og snúningshraða
Ég átti við svipað tork en á sitkvorum snuningnum....
ég sá fyrir mér að ef ég væri að spitta upp brekku á 100km/h Þá gæti ég verið í lægri gír með vélinni sem sníst meira... og fanst þun þá eiga að vera kraftmeiri...
hverninn reiknar maður sligt?
snuningur, afl. gírun, hraði...
( sló inn í töflu 46 dekk.. fyrsti gír 6000 snuningar, fyrsti gír 2.4:1, drif hlutföll 5,15:1, = 100,8km/h en 4500snu, gír 2,4:1, drifhlutfall 3,9:1 = 99,7km/h)
Væri gaman að sjá útreikning...
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 28.jan 2014, 23:40
frá Startarinn
heidar69 wrote:
Ég átti við svipað tork en á sitkvorum snuningnum....
ég sá fyrir mér að ef ég væri að spitta upp brekku á 100km/h Þá gæti ég verið í lægri gír með vélinni sem sníst meira... og fanst þun þá eiga að vera kraftmeiri...
Þetta er réttur skilningur, þessvegna gírar maður niður fyrir brekkurnar ;) ( ef þess þarf!)
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 29.jan 2014, 03:26
frá grimur
Æji strákar...hestöfl eru margfeldi af snúningshraða og togi. Hvorugt er betra en hitt tæknilega séð, en til að búa til afl þarf allavega pínulítið af öðru hvoru og slatta af hinu....skilljíumí? Þetta er ákveðinn "ballans" í hverri vél fyrir sig sem er hægt að mæla og draga upp á graf. Hvernig hestaflakúrfan fyrir einhveja vél lítur út sem fall af snúningshraða þarf ekki endilega að gefa svo skýra mynd af því hvernig vélin kemur út í praxís. Þar koma atriði inn sem er reyndar hægt að reikna út frá kúrfunni en eru ekki augljós þegar svona einfalt graf er skoðað....
kv
G
Re: Hestöfl og Tog og allt það spjall...
Posted: 29.jan 2014, 10:55
frá th.
Amen