Síða 1 af 1

Tyredog loft mælir

Posted: 24.jan 2014, 13:17
frá Baldur Pálsson
Sælt jeppafólk hefur einhver verið að prufa þessa mælistöð hér á Íslandi, væri gaman að vita hvernig þetta væri að koma út með endingu og nákvæmni í mælingu.Ég veit einhverjir hafa prufað mæla sem eru límdir inn í felgur .Þessa er hægt að fá bæði sem hettur á ventla og innbyggt í ventli.
http://www.tyredog.com.au/store/
kv
Baldur

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 24.jan 2014, 13:51
frá villi58
Baldur Pálsson wrote:Sælt jeppafólk hefur einhver verið að prufa þessa mælistöð hér á Íslandi, væri gaman að vita hvernig þetta væri að koma út með endingu og nákvæmni í mælingu.Ég veit einhverjir hafa prufað mæla sem eru límdir inn í felgur .Þessa er hægt að fá bæði sem hettur á ventla og innbyggt í ventli.
http://www.tyredog.com.au/store/
kv
Baldur

Er með TD - 1000A-X og það gengur ekki að vera með hettur á ventlum inní felgum en gengur að vera með á ytri ventlum.
Sendarnir á ventlunum ná illa sambandi inní felgunum en ytri þá gengur það.
Gallinn við að þurfa vera með hetturnar á ytri ventlum er að þá eru þær í mikilli hættu að brotna þar sem þetta er örþunnt plast þá treysti ég ekki þeim þar. Nota einn sendi á ventlakystuna sem dugar þegar er opið á milli allra dekkja.
Náhvæmni er ásættanleg og ekkert meira en það.
Mundi taka dýrari týpuna um von að sendarnir séu sterkari og þoli hnjaskið við að keyra í snjó á úrhleyptu.

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 24.jan 2014, 14:12
frá jongud
Væri ekki hægt að útbúa hlíf utan um stuttan ventil, svona svipað og maður sér á vinnuvélum?
Og skrúfa svo sendinn í þann ventil?

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 24.jan 2014, 14:16
frá villi58
jongud wrote:Væri ekki hægt að útbúa hlíf utan um stuttan ventil, svona svipað og maður sér á vinnuvélum?
Og skrúfa svo sendinn í þann ventil?

Jú það væri mjög gott, veitir ekki af að hlífa þessu.

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 25.jan 2014, 11:20
frá jongud
villi58 wrote:
Baldur Pálsson wrote:Sælt jeppafólk hefur einhver verið að prufa þessa mælistöð hér á Íslandi, væri gaman að vita hvernig þetta væri að koma út með endingu og nákvæmni í mælingu.Ég veit einhverjir hafa prufað mæla sem eru límdir inn í felgur .Þessa er hægt að fá bæði sem hettur á ventla og innbyggt í ventli.
http://www.tyredog.com.au/store/
kv
Baldur

Er með TD - 1000A-X og það gengur ekki að vera með hettur á ventlum inní felgum en gengur að vera með á ytri ventlum.
Sendarnir á ventlunum ná illa sambandi inní felgunum en ytri þá gengur það.
Gallinn við að þurfa vera með hetturnar á ytri ventlum er að þá eru þær í mikilli hættu að brotna þar sem þetta er örþunnt plast þá treysti ég ekki þeim þar. Nota einn sendi á ventlakystuna sem dugar þegar er opið á milli allra dekkja.
Náhvæmni er ásættanleg og ekkert meira en það.
Mundi taka dýrari týpuna um von að sendarnir séu sterkari og þoli hnjaskið við að keyra í snjó á úrhleyptu.


Hvernig er það?
Þola svona mælar að þrýstingurinn sé rokkandi upp og niður eins og getur gerst þegar úrhleyptum dekkjum er ekið yfir ójöfnur?
Önnur spurning;
Myndi virka að hafa þetta á úrhleypibúnaðinum og þá á lögninni inn á hvert dekk?
Þá fær maður mælingu á öll dekkin hvort sem krani er opinn á ventlakistunni eða ekki.

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 25.jan 2014, 13:35
frá villi58
jongud wrote:
villi58 wrote:
Baldur Pálsson wrote:Sælt jeppafólk hefur einhver verið að prufa þessa mælistöð hér á Íslandi, væri gaman að vita hvernig þetta væri að koma út með endingu og nákvæmni í mælingu.Ég veit einhverjir hafa prufað mæla sem eru límdir inn í felgur .Þessa er hægt að fá bæði sem hettur á ventla og innbyggt í ventli.
http://www.tyredog.com.au/store/
kv
Baldur

Er með TD - 1000A-X og það gengur ekki að vera með hettur á ventlum inní felgum en gengur að vera með á ytri ventlum.
Sendarnir á ventlunum ná illa sambandi inní felgunum en ytri þá gengur það.
Gallinn við að þurfa vera með hetturnar á ytri ventlum er að þá eru þær í mikilli hættu að brotna þar sem þetta er örþunnt plast þá treysti ég ekki þeim þar. Nota einn sendi á ventlakystuna sem dugar þegar er opið á milli allra dekkja.
Náhvæmni er ásættanleg og ekkert meira en það.
Mundi taka dýrari týpuna um von að sendarnir séu sterkari og þoli hnjaskið við að keyra í snjó á úrhleyptu.



Hvernig er það?
Þola svona mælar að þrýstingurinn sé rokkandi upp og niður eins og getur gerst þegar úrhleyptum dekkjum er ekið yfir ójöfnur?
Önnur spurning;
Myndi virka að hafa þetta á úrhleypibúnaðinum og þá á lögninni inn á hvert dekk?
Þá fær maður mælingu á öll dekkin hvort sem krani er opinn á ventlakistunni eða ekki.

Mælirinn hjá mér hefur þolað mismunandi þrýsting við að aka yfir ójöfnur.
Þú getur alveg verið með sendinn á lögninni á leiðinni að dekki án vandræða, sama tóbakið ef lagnir eru nógu sverar.
Þó að sé bara einn sendir á ventlakistunni þá er auðvelt að mæla í hverju dekki fyrir sig með því að nota kranana að dekkjunum. Þetta er aðalega hugsað fyrir venjulega notkun án þess að vera með slöngur (úrhleypibúnað)

Re: Tyredog loft mælir

Posted: 25.jan 2014, 14:27
frá villi58
Meira um mælinn, hann mælir ekki stöðugt, heldur með áhveðnu millibili sem ég man ekki núna, held að sé einhverjar sekúntur á milli þannig að aka á ósléttu hefur lítið áhrif á aflestur. Hann mælir það ört að maður verður nánast ekkert var við það og ekkert að pirra mig.