Síða 1 af 1
Kúplingssett í patrol
Posted: 24.jan 2014, 10:25
frá Ásgeir Þór
Sælir nú fer ég að huga að kaupa nýja kúplingu í patrolin hjá mér og ætlaði því að spyrja með hverju menn mundu mæla ? hvað er ódýrast og best. og hvort það borgi sig að panta frá útlöndum ? þetta er fyrir rd28t vélina.
kv. Ásgeir Þór
Re: Kúplingssett í patrol
Posted: 24.jan 2014, 14:40
frá jeepson
Ef að þú ert meðlimur í 4x4 þá er ódýrast fyrir þig að versla þetta hjá AB varahlutum. Hún kostaði tæp 37þús með afslætti í frúar pattann minn. Hún var dýrust hjá stillingu. Um 60þús Ég þorði ekki að athuga hjá umboðinu.
Re: Kúplingssett í patrol
Posted: 24.jan 2014, 18:02
frá Ásgeir Þór
já okey. eru þessar kúplingar að koma vel út í ab hvað varðar endingu eða ? sýnist á öllu að það sé nú bara sáralítill munur á kúplingum af ebay og ab þá.
Re: Kúplingssett í patrol
Posted: 24.jan 2014, 18:29
frá Ford Racing
Ekkert að kúplingunum hjá AB, svo ef þú myndir fá vitlaust þá er auðveldara að skila og fá rétt hjá AB heldur en einhverjum gæja á Ebay :) Frekar leiðinlegt að vera stopp í lengri tíma útaf því.
Re: Kúplingssett í patrol
Posted: 24.jan 2014, 20:07
frá jeepson
Settið sem að ég fékk heitir borg og beck ef að minnið svíkur ekki. Ég er með þetta í 33" breyttum patta. Og mun kaupa þetta í 38" pattann líka þegar að kemur að því að fara að skipta um í honum.