Síða 1 af 1
metan í eldri jeppa?
Posted: 23.jan 2014, 22:44
frá helgierl
Vitið þið hvort það er raunhæft að setja metanbúnað í "eldri" bensínjeppa og hverjir væri að flytja inn búnað í það?
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 23.jan 2014, 23:05
frá gislisveri
Ekki mikið eldri en 2000 líklega, aðeins misjafnt eftir tegundum.
Ég á svona búnað til sölu, getur sent mér skilaboð ef þú vilt athuga það eitthvað.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 23.jan 2014, 23:17
frá helgierl
Er ekki alveg sér búnaður fyrir hverja bíltegund eða vélartegund?
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 23.jan 2014, 23:36
frá gislisveri
Almennt ekki nei, en oft þarf að aðlaga sérstaklega að bílnum, sérstaklega í nýlegum.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 01:28
frá kjartanbj
Er þetta samt eitthvað að borga sig í Fjallajeppa? aukin þyngd, takmörkuð drægni og meira sem getur bilað, kannski í borgarjeppa að þetta borgi sig, en drægni á þessum meðal metantanki er sáralítil
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 06:45
frá gislisveri
Það fer helst eftir því hvað bíllinn er mikið notaður á ársgrundvelli. Fjallajeppi sem er aðallega notaður í fjallaferðir hefur lítið á þessu að græða, en ef menn eru með breyttan bíl sem þeir nota dagsdaglega, þá getur þetta verið fljótt að borga sig.
Drægnin er almennt mun styttri en á bensíntanknum, en menn eru á góðu tímakaupi við dæluna.
Svo þarf auðvitað að meta hvort menn vilja missa innanrými undir kúta, því oftast er takmarkað pláss undir bílnum.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 07:54
frá ellisnorra
Er ekkert mál að hafa þessa kúta svona inni í bílnum? Ég hélt að það væri bannað að hafa eldsneytisgeyma inni í farþegarými, þó það sé svosem stundum svoleiðis original, allavega á gömlum willysum sem ég man eftir þó þeir séu eldri en flestar reglugerðir :)
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 08:16
frá gislisveri
Ef að rétt er gengið frá þeim er það í góðu lagi. Það er reyndar ekki alltaf gert, því miður.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 09:15
frá Hjörturinn
Kosturinn við þetta er einmitt að menn geta verið á metaniinu hérna í bænum og svo ekið á bensíni á fjöllum, að fara í fjallaferð á metaninu einu saman er ekki praktískt, kannski hægt á burðarmiklum bíl en þessir kútar kosta augun úr, gætir ferðast í áratug á bensíni fyrir kostnaðinn að breyta bíl þannig hann hafi sambærilegt eldsneytismagn og 200L af bensíni.
Orkuþéttleiki metans er sirka 9MJ per L en bensín er sirka 36MJ per L, þannig þú þarft 4 sinnum meira magn af metan en af bensíni, þannig 200l af bensíni = 800L metan.
Bara muna að vera með smur drip og fylla á það relgulega, annars er voðin vís.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 10:18
frá gislisveri
Smur drip er alls ekki nauðsynlegt í alla metanbíla, amk. ekki ef búnaðurinn er sæmilegur og rétt stilltur.
OEM metanbílar eru t.a.m. ekki með smurkerfi.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 11:20
frá Hjörturinn
OEM metan bílar og breyttir bílar eru töluvert ólíkar skepnur.
í venjulegum bíl er treyst á bensínið til að "smyrja" ventlana og ventlasætin, það gerist ekki með metani, ef menn skipta um ventla og ventlasæti þá þarf ekki smurdrip, en annars myndi ég ekki hætta á að vera ekki með það.
átti töluvert magn af greinum frá SAE þar sem þetta var kannað, málið er það sem gerist þegar bensín fer framhjá ventli er að það myndast örþunn húð á ventlinum sem kemur í veg fyrir að hann bíti sig í sætið.
Þessu er ekki til að tjalda þegar bílum er breytt í metan.
Hef alltaf ráðlagt fólki sem vill metanbíl að einfaldlega kaupa bara þannig bíl, þetta breytta dót getur bara aldrei keppt við OEM bíla á gæðagrundvelli.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 12:27
frá helgierl
OEM er semsagt.....?
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 12:36
frá Hjörturinn
OEM er Original Equipment Manufacturer, semsagt bílaframleiðandinn sjálfur
SAE er Society of Automotive Engineers.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 12:40
frá gislisveri
Ég er sammála því, skástu metanbílarnir eru þeir sem eru hannaðir þannig í upphafi. Hins vegar eru margir í þeirri stöðu að vera með eyðslufreka bíla sem þeir losna ekki við með góðu móti, eða vilja ekki losna við og þá er breyting einn kostur.
Þessi "smurning" milli ventils og ventlasætis gegnir aðallega því hlutverki að leiða hita frá ventli og ventlasæti í heddið. Það er því í raun ekki verið að minnka viðnám, því það á þannig séð ekki að eiga sér stað núningur þegar ventillinn skellur í sætið.
Í bílum sem eru með tiltölulega hörð ventlasæti skiptir þetta engu máli. Þegar blýblöndun bensíns var bönnuð fóru sumir framleiðendur að nota ódýrari málma í ventla og sæti, það eru þeir bílar sem eru í hættu, aðrir ekki. Þetta á gjarnan við um asíska bíla, en það er þó ekkert góð viðmiðunarregla.
Um daginn sá ég hedd á Kangoo sem var búinn að aka líklega um 40.000km á metani. Það fór í honum tímareim og þurfti að skipta um einhverja ventla. Ventlasætin voru í fullkomnu standi, ekki meira slitin en við var að búast á bensínbíl.
Sjálfur hef ég breytt eða tekið þátt í að breyta yfir 100 metanbílum. Smurbúnaður fór í ca. 30% þeirra. Það hafa ýmis vandamál komið upp, en ekki eitt einasta tengt slitnum ventlum eða ventlasætum.
Svo er annað mál að smurbúnaðurinn er mjög misgóður og falskt öryggi að vera með ódýrustu gerð slíks búnaðar.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 12:44
frá gislisveri
Hjörturinn wrote:OEM er Original Equipment Manufacturer, semsagt bílaframleiðandinn sjálfur
SAE er Society of Automotive Engineers.
Þarna má bæta því við að bílaframleiðandinn framleiðir sjaldnast íhluti metankerfisins sjálfur, það kemur mest allt frá stórum aftermarket framleiðendum, s.s. Bosch, Landi Renzo og fleirum.
Þarna er þó helsti kosturinn að sama tölvan stýrir bensín og metaninnspýtingu, kútunum er betur fyrirkomið, ventlaopnun og kveikjutími hentar metaninu betur og þjappan er hærri.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 14:37
frá ellisnorra
Frábær þráður!
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 14:39
frá Navigatoramadeus
Hjörturinn wrote:Kosturinn við þetta er einmitt að menn geta verið á metaniinu hérna í bænum og svo ekið á bensíni á fjöllum, að fara í fjallaferð á metaninu einu saman er ekki praktískt, kannski hægt á burðarmiklum bíl en þessir kútar kosta augun úr, gætir ferðast í áratug á bensíni fyrir kostnaðinn að breyta bíl þannig hann hafi sambærilegt eldsneytismagn og 200L af bensíni.
Orkuþéttleiki metans er sirka 9MJ per L en bensín er sirka 36MJ per L, þannig þú þarft 4 sinnum meira magn af metan en af bensíni, þannig 200l af bensíni = 800L metan.
Bara muna að vera með smur drip og fylla á það relgulega, annars er voðin vís.
ekkert vandamál að fá metanið í vökvaform ? ;)
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 15:25
frá gislisveri
Navigatoramadeus wrote:Hjörturinn wrote:Kosturinn við þetta er einmitt að menn geta verið á metaniinu hérna í bænum og svo ekið á bensíni á fjöllum, að fara í fjallaferð á metaninu einu saman er ekki praktískt, kannski hægt á burðarmiklum bíl en þessir kútar kosta augun úr, gætir ferðast í áratug á bensíni fyrir kostnaðinn að breyta bíl þannig hann hafi sambærilegt eldsneytismagn og 200L af bensíni.
Orkuþéttleiki metans er sirka 9MJ per L en bensín er sirka 36MJ per L, þannig þú þarft 4 sinnum meira magn af metan en af bensíni, þannig 200l af bensíni = 800L metan.
Bara muna að vera með smur drip og fylla á það relgulega, annars er voðin vís.
ekkert vandamál að fá metanið í vökvaform ? ;)
Metan verður ekki að vökva nema það sé kælt í -160°C cirka. Við fasaskiptin minnkar rúmmál þess verulega og ekki þörf til að geyma það við jafn háan þrýsting og ókælt gas.
Svona búnaður er hins vegar ekki til á Íslandi og er úti aðeins notað á flutningabíla held ég. Miklu dýrara en hefðbundinn búnaður, en gefur möguleika á mun betri drægni.
Kv.
Gísli.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 15:25
frá gislisveri
elliofur wrote:Frábær þráður!
Jæja, gott að einhver nennir að lesa þetta :)
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 15:35
frá Hjörturinn
ekkert vandamál að fá metanið í vökvaform ? ;)
Tja það er hægt en búnaðurinn sem þarf til að kæla það niður um þessar 100 ogeitthvað gráður sem þarf til að það sé í fljótandi fasa er ekki beint fyrirferðalítill :)
Verð að viðurkenna að ég er rosalega fordómafullur fyrir öllum þessum breytingum þar sem maður hefur séð svo margar gerðar með rassgatinu, bara framkvæmt eina svona breytingu sjálfur, reyndi að vinna hana með höndunum eftir fremsta megni.
Svo bara alltof margir ókostir við þetta, man þegar ég var í korter að fylla 2x 90L kúta úti á N1, fyrir utan að hafa beðið ég veit ekki hvað lengi eftir helvítis dælunni.
Skal reyna að moka upp þessar greinar sem ég las, en jú auðvitað þarf ekki að "smyrja" ventilinn sem slíkann, þetta er í raun örþunn tæringarhúð sem kemur á yfirborðið sem myndar lag á milli ventils og ventlsætis.
En hinn vinkillinn er svo víst hitamyndun, hafa menn ekki verið að setja sodium fyllta ventla í svona bíla? var minnir mig ein grein sem skoðaði kosti þess.
Svo finnst er líka rosalega mismunandi hvernig menn mappa vélarnar eftir svona breytingu, litlar vélar eiga það til að verða hrikalega máttlausar eftir svona breytingu, en þá er alltaf gaman að eiga "turbotakkann" inni (skipta á bensínið).
Þarna má bæta því við að bílaframleiðandinn framleiðir sjaldnast íhluti metankerfisins sjálfur, það kemur mest allt frá stórum aftermarket framleiðendum, s.s. Bosch, Landi Renzo og fleirum.
Þarna er þó helsti kosturinn að sama tölvan stýrir bensín og metaninnspýtingu, kútunum er betur fyrirkomið, ventlaopnun og kveikjutími hentar metaninu betur og þjappan er hærri.
Bílaframleiðendur í dag eru meira eða minna bara assembly plants, gríðarleg hagræðing sem næst með því, en þetta er spurning um að allt kerfið sé hannað sem heild.
Minnir að metan þoli alveg uppí 17:1 þjöppu án þess að fá compression ignition.
Rafmagnsbílar eru alfarið málið ef mönnum er illa við olíuna :)
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 15:38
frá Hjörturinn
Metan verður ekki að vökva nema það sé kælt í -160°C cirka. Við fasaskiptin minnkar rúmmál þess verulega og ekki þörf til að geyma það við jafn háan þrýsting og ókælt gas.
Svona búnaður er hins vegar ekki til á Íslandi og er úti aðeins notað á flutningabíla held ég. Miklu dýrara en hefðbundinn búnaður, en gefur möguleika á mun betri drægni.
Menn nota þetta líka til að kæla farminn á trukkunum, eitthvað gert í svíþjóð. þeas þegar metanið fer af kútnum þá kólnar allt draslið þar og það er notað til að taka varma frá kassanum, ofsa sniðugt stöff
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 16:37
frá nobrks
Skal reyna að moka upp þessar greinar sem ég las, en jú auðvitað þarf ekki að "smyrja" ventilinn sem slíkann, þetta er í raun örþunn tæringarhúð sem kemur á yfirborðið sem myndar lag á milli ventils og ventlsætis.
En hinn vinkillinn er svo víst hitamyndun, hafa menn ekki verið að setja sodium fyllta ventla í svona bíla? var minnir mig ein grein sem skoðaði kosti þess.
En hvernig er m ventlana í vélum m innsprautun í brunahólfið ?
...GDI, FSI, TFSI. Ofl
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 17:34
frá Hjörturinn
En hvernig er m ventlana í vélum m innsprautun í brunahólfið ?
Ætli þeir séu þá ekki með ventla úr öðrum efnum en venjulega, eins og örugglega OEM metan bílarnir.
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 18:25
frá helgierl
Gaman hvað þetta varð líflegur þráður en þetta er líka mjög áhugavert mál. Allt sem getur gert jeppa hæfa til brúks innanbæjar er spennandi. En þetta er trúlega bara til ógagns í fjallaferðum.
Ég átti samtal í dag við afar viðræðugóðan mann hjá Bílahlutum Eldhöfða 4. Þeir eru eitt af þjónustuverkstæðum fyrir eitthvað sem heitir BRC.
http://www.brc.is/default.htm Hann tjáði mér að þeir hefðu sett metanbúnað í ýmsar týpur af jeppum með þokkalegum árangri en það væri vissulega misjafnt hvernig bilarnir tækju þessu. Sumir bílar væru áberandi vandamálalitlir en aðrir viðkvæmari. Almennt væri meiri áhætta með stóru vélarnar "þurftarfrekar" vélar (nefndi samt að v8 toyotur hefðu tekið þessu mjög vel) búnir að breyta nokkrum slíkum.
Varðandi eldri jeppa væri aðal skilyrðið að hann væri með beinni innspítingu......
Re: metan í eldri jeppa?
Posted: 24.jan 2014, 19:19
frá Startarinn
elliofur wrote:Frábær þráður!
Sammála Ella, það er alltaf gaman að lesa þræði með nýjum upplýsingum ;)