Framhásing í Musso
Posted: 22.jan 2014, 00:11
Framhásing í Musso
Sælir bíllinn hjá mér er þannig í snjó að ef ég keyri hann rólega þar til hann stoppar í djúpum snjó þá bara get ég yfirleitt ekki bakkað út úr því og sit fastur. Síðan þarf annað hvort að moka undan öllu framstellinu eða rétt kippa í hann til þess að losa hann. Þetta er sjálfsagt algengt vandamál en mér finnst hann bara setjast á kviðinn þ.e hlífarnar og klafana að framan og nær því engu gripi. Hann er ekki læstur að aftan (á til no-spin) en mér finnst bara svo óþægilegt að vita til þess að ef ég stoppa þá mun ég þurfa að láta kippa í hann eða moka allan bílinn upp.
Ég spurðist fyrir og mér skilst að fáist mikið út úr því að annað hvort klafasíkka hann eða hásingavæða að framan. hvortveggja er töluverð vinna og spurning hvort sé ekki sterkara að fara bara í hásingu?
Þá er önnur spurning hvaða hásingu á að taka er það bara D44 með vinstri kúlu undan wagoneer eða er nóg að nota D35 undan jeep og er eitthvað til af þessu á lausu fyrir skynsamlegt verð
Kv Aron
Sælir bíllinn hjá mér er þannig í snjó að ef ég keyri hann rólega þar til hann stoppar í djúpum snjó þá bara get ég yfirleitt ekki bakkað út úr því og sit fastur. Síðan þarf annað hvort að moka undan öllu framstellinu eða rétt kippa í hann til þess að losa hann. Þetta er sjálfsagt algengt vandamál en mér finnst hann bara setjast á kviðinn þ.e hlífarnar og klafana að framan og nær því engu gripi. Hann er ekki læstur að aftan (á til no-spin) en mér finnst bara svo óþægilegt að vita til þess að ef ég stoppa þá mun ég þurfa að láta kippa í hann eða moka allan bílinn upp.
Ég spurðist fyrir og mér skilst að fáist mikið út úr því að annað hvort klafasíkka hann eða hásingavæða að framan. hvortveggja er töluverð vinna og spurning hvort sé ekki sterkara að fara bara í hásingu?
Þá er önnur spurning hvaða hásingu á að taka er það bara D44 með vinstri kúlu undan wagoneer eða er nóg að nota D35 undan jeep og er eitthvað til af þessu á lausu fyrir skynsamlegt verð
Kv Aron