Síða 1 af 1

Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 09:53
frá frikki
Félagar mig vantar langar felgurær með bolta á endanum.
Hvar fæ ég svona rær .
Vantar 8 st ætla að beigja flatjárn og setja á endanum á þeim.

Kv
Frikki

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 11:39
frá jeepcj7
Ertu að meina bara felgu bolta sem skrúfast í en ekki rær ?Ég man í svipinn eftir að td.Lada var með þann háttinn á líklega 12mm. boltar og ca.50 mm.heildarlengd með haus og öllu.

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 18:35
frá Sævar Örn
Þetta er í nánast öllum frönskum og þýskum fólksbílum, partasölur mjög odýrt

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 18:38
frá Sævar Örn
Benz fólksbílar eru oft með langa felgubolta, gæti trúað sirka 8cm á lengd, fáranlega langir.

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 19:33
frá Fordinn
N1 fellsmúla er gríðarlega öflugir i öllum felguróm og boltum fer alltaf þangað þegar eg er að vesenast med svona dot

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 20:35
frá frikki
takk fyrir

En er búinn að redda þessu.
Þetta er fyrir úrhleypibúnað.
kv
Frikki

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 27.okt 2010, 23:18
frá ellisnorra
Ég býst við að flestir séu að misskilja, en þú ert að leita af venjulegri ró, með bolta á endanum sem snýr út, til að setja flatjárn á (til að hafa hnéð fyrir utanáliggjandi úrhleypingabúnað yst í felgunni) og svo (skinnu) og ró á þann bolta. Er það rétt skilið hjá mér? Ef ég er að skilja þig rétt, hvernig reddaðiru þessu þá?

Re: Hvar fæ ég langar felgurær með bolta á endanum

Posted: 28.okt 2010, 08:14
frá frikki
Fæ þetta hjá góðum dreng sem fekk þetta hja Tryggva í Styrivelaþjónustunni.
Já þetta er rétt skilið hjá þér.
Færanlegur úrleipibúnaður á milli felga.(Dekkja)