Síða 1 af 1
"Hópkaup" handstöðvar
Posted: 18.jan 2014, 23:29
frá Taui
Ég stofnaði þráð inn á f4x4.is um magnkaup á handstöðvum. Núna eru um 34 stöðvar komnar og enn er hægt að pannta.
http://www.f4x4.is/spjallbord/umraeda/h ... ost-444359
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 13:42
frá atte
Nú spyr ég kannski kjánalega að einhverra mati en við hvaða aðstæður eru menn helst að nota handstöðvar (geri ráð fyrir að flestir sem eru að panta stöð séu með stöð í bílnum hjá sér).
kv Theodór
ps: finnst þetta flott verð sem er komið á þessar handstöðvar
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:00
frá villi58
atte wrote:Nú spyr ég kannski kjánalega að einhverra mati en við hvaða aðstæður eru menn helst að nota handstöðvar (geri ráð fyrir að flestir sem eru að panta stöð séu með stöð í bílnum hjá sér).
kv Theodór
ps: finnst þetta flott verð sem er komið á þessar handstöðvar
Það eru nú ekki allir akandi og eins getur þú þurft að bregða þér úr bílnum og hjálpa öðrum og fl.og fl.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:11
frá atte
Er einmitt búinn að reyna að sannfæra sjálfan mig um að mig vanti þetta en það er ekki að takast,
sé bara ekki hvenær ég þyrfti að nota handtalstöð, en gaman að fá að vita við hvaða aðstæður menn eru að nota þær,
en í þeim jeppaferðum sem ég hef farið í (mættu vera fleiri) að þá eru nú allir í bílum og þar eru stöðvar.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:12
frá Refur
Veiðar, sjómennska, smalamenskur o.sfr.v.
Á eina svona stöð og mæli hiklaust með henni.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:15
frá atte
Kannski maður skelli sér á eina bara svona fyrir dótastuðulinn
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:16
frá villi58
atte wrote:Er einmitt búinn að reyna að sannfæra sjálfan mig um að mig vanti þetta en það er ekki að takast,
sé bara ekki hvenær ég þyrfti að nota handtalstöð, en gaman að fá að vita við hvaða aðstæður menn eru að nota þær,
en í þeim jeppaferðum sem ég hef farið í (mættu vera fleiri) að þá eru nú allir í bílum og þar eru stöðvar.
Ég er á sama stað og þú, er að reyna að heila sjálfan mig til að finna virkilega ástæðu til að fjárfesta í stöð. Ein stöð er betri en engin og tvær alveg nauðsinlegar :)
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:17
frá atte
villi58 wrote:atte wrote:Er einmitt búinn að reyna að sannfæra sjálfan mig um að mig vanti þetta en það er ekki að takast,
sé bara ekki hvenær ég þyrfti að nota handtalstöð, en gaman að fá að vita við hvaða aðstæður menn eru að nota þær,
en í þeim jeppaferðum sem ég hef farið í (mættu vera fleiri) að þá eru nú allir í bílum og þar eru stöðvar.
Ég er á sama stað og þú, er að reyna að heila sjálfan mig til að finna virkilega ástæðu til að fjárfesta í stöð. Ein stöð er betri en engin og tvær alveg nauðsinlegar :)
Hehe of mikið er nóg
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:25
frá peturin
Gott að hafa hana og mikið öriggi ef að það þarf að ganga á undan bílum í lélegu skyggni, til dæmis.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 14:57
frá atte
Náði að sannfæra mig og pantaði 2stk það hlýtur að duga ;)
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 20:45
frá Sira
Eg fekk mer eina handstöð um jólinn.
Gott að grípa hana þegar maður fer í fjallgöngu, smalamensku og þegar farið er á milli bíla
ofl
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 19.jan 2014, 21:17
frá ellisnorra
Svo eru líka dæmi þess að menn kaupi svona stöð til að geta hent í ferðafélaga sem er ekki með nógu háan dótastuðul.
Eða konuna ef maður er svo leiðinlegur að hún þarf að koma á öðrum bíl. Glansinn reyndar farinn af því fyrir hana ef maður kjaftar endalaust í talstöðina á meðan :)
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 20.jan 2014, 14:15
frá kjartanbj
ég nota mína oft, kóarinn hefur þurft að ganga á undan bílnum í slæmum aðstæðum og skyggnum, stundum þarf að ganga töluvert á undan og skoða aðstæður og hvort að mögulegt sé yfir höfuð að fara ákveðna leið , þá þarf kóarinn ekki að ganga aftur til baka heldur getur hann verið í sambandið við mann.
stundum lána ég hana þeim sem eru ekki með stöð í ferðum, eða þegar stöð bilar hjá öðrum, svo er þetta líka bara backup backup stöð hjá mér, er með 2 bílstöðvar
tvisvar lent í því núna að það brotni hjá mér loftnetsfótur , annað skiptið upp á vatnajökli þar sem ég lenti svo í kolvitlausu veðri og hefði ekki gott að vera talstöðva laus
hitt skiptið núna nýlega á leið úr setrinu
ófá skipti sem maður getur nýtt sér svona handstöð
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 20.jan 2014, 16:19
frá scweppes
Ég tók þá ákvörðun að vera með handstöð í dokku í bílnum hjá mér, tengda við útiloftnet. Ástæðan er að ég vil geta gripið stöðina með þar sem ég er töluvert að bardúsa frá bíl, ganga á fjöll, klifra ofl. Sama gildir um veiðimenn osfrv.
Einnig fínt fyrir björgunarsveitarmenn að hafa fjarskiptatæki sem er hægt að grípa með í einkabílnum, kemur fyrir annað slagið að menn fá útköll í nágrenni við sína staðsetningu á ferðalögum.
Þessar stöðvar eru náttúrulega aðallega dyrasími milli bíla á ferðalögum hvort sem er og hefur ekki komið að sök hjá mér að vera ekki með bílastöð, dregur prýðilega á útiloftnetinu.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 20.jan 2014, 16:42
frá kjartanbj
að mínu mati kemur Handstöð á 5w ekki í stað bílstöðvar sem er að senda á 25w , hægt að bjarga sér á handstöð en alls ekki eitthvað sem ég myndi treysta á einungis
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 20.jan 2014, 23:03
frá Lindemann
Þetta er allt spurning um hvað menn nota þetta í. Þeir sem eru á minni jeppum og eru einungis að fara í stuttar ferðir geta vel látið svona handstöð nægja. Allavega þegar er verið að ferðast margir saman og aðrir í hópnum eru með bílstöðvar.
En það er engin spurning að hún kemur ekkert algjörlega í staðinn fyrir bílstöð.
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 21.jan 2014, 00:37
frá scweppes
Mikið rétt, þetta er allt spurning um notkun. Í raun þyrfti maður að vera með gervihnattasíma ef maður ætlaði alltaf að vera í sambandi. Búinn að vera með ýmislegt í bílunum hjá mér, Gufunes, CB, NMT, VHF bílastöð og VHF handstöð. Gufunesið kom oft sterkt inn. NMT kerfið var sérstaklega gott á vélsleðanum, bara rúlla upp á næsta fjall og maður var yfirleitt í sambandi. Gervihnattasíma hef ég bara notað erlendis, nær náttúrulega allsstaðar en ansi pirrandi verkfæri þar sem hann dettur yfirleitt fljótlega út.
En þetta er einn valmöguleiki, hentar mér í augnablikinu, hentar kannski einhverjum en alls ekki öllum. Þetta getur þá skapað meira öryggi fyrir þá sem fara mikið langt frá bílnum.
Björgunarmönnum er amk. miskunnarlaust hent út uppi á reginfjöllum með VHF handstöð að vopni :)
Svo væri líka spurning hvort maður ætti hreinlega að vera með SPOT í bílnum fyrir neyðartilfelli?
Re: "Hópkaup" handstöðvar
Posted: 21.jan 2014, 20:49
frá Stebbi
Flott að sjá það að ákveðið var að kaupa commercial stöðvar í staðin fyrir að grípa eitthvað kenwood klón á aliexpress.