Síða 1 af 1

Xenon í Patrol Y-60

Posted: 18.jan 2014, 21:52
frá kjhunter
Vantar að fá upplýsingar um reynslu manna af Xenon í aðaljósum í Patrol Y-60.
Það eru 55w spennar í bílnum og allar lagnir til staðar fyrir Xenon.
Þarf að ljósastilla aðalljósin aftur? Hvaða perum mæla menn með? Ert mest að spà í hvort 6000 k sé hentugt?
Eru menn ekkert að lenda í vandræðum með að fà skoðun à bílinn með Xenon?
Ég held að framljósin séu örugglega glerljós!

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 18.jan 2014, 22:35
frá villi58
Ég veit ekki með Patrol en þekki svolítið til í öðrum, gler ljósker sem eru ekki slétt en eru með skurði sem ég kalla. það er þannig að um mitt gler kemur rönd í glerinu miðju lárétt, þessi rönd dreyfir geislanum rétt. Ef glerið er þannig hjá þér þá getur hugsast að þetta gangi, að vera með ljós sem eru alveg slétt þá dreyfist geislinn út um allt. Svo þarf að velja réttar perur sem eru með krómaðri hlíf utanum glerið, þessi hlíf er lokuð að ofan en opin að neðan og beinir geyslanum niður í spegil ljóskers, þetta er til að geyslinn lýsi ekki út um allt. Ég hef farið í gegnum skoðun athugasemdalaust það er vegna þess að það er skurður í glerinu og perur með hlíf. Þeir í Audio vita allt um þetta, 6000 k er heldur of mikið að mínu mati, frekar asnaleg byrtan en 4300 k er nær þeirri byrtu sem mér finnst best en skiptar skoðanir eru á þessu eins og flestu.
Nú er ég hættur því það er örugglega farið að sjást bara í hvíturnar í augunum á þér. Kveðja!

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 00:51
frá kjartanbj
sagt það oft og segi það enn, Aftermarket xenon á ekki heima í ljóskerjum sem eru ekki hönnuð fyrir Xenon punktur

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 01:37
frá villi58
kjartanbj wrote:sagt það oft og segi það enn, Aftermarket xenon á ekki heima í ljóskerjum sem eru ekki hönnuð fyrir Xenon punktur

Ef engar athugunarsemdir eru gerðar í skoðun, ljósastillingu og ef allt passar rétt og endist, því þá ekki að notast við Aftermarket kit. Ég horfði í ljósastillingartækið og varð ánægður, var bara eins og það átti að vera.
Það hafa margir tjáð sig hér á spjallinu og því miður þá eru flestir að rífa sig og reynsluna vantar.
Ég vil vara menn við að skoða mjög vel svona ljósakit, vegna þess að þetta gengur bara ekki í marga bíla þar sem að gler og speglar henta ekki. Í Hilux ´90 árgerðina og svo líka einhver módel yngri þá gengur þetta vel upp ef það rétta er keypt.
Það sem ég keypti fékk ég í Audio, perur með krómuðum málm hlífum sem beina ljósgeyslanum niður í spegilinn, svo passleg gler í lugtunum eins og ég skrifaði hér ofar. Ég er líka búinn að prufa að setja svona í ljós með sléttu gleri og óvarðri peru (vantar hlífina utanum peruna) og þá fékk ég að sjá það sem margir hérna hafa talað um, ljósgeyslinn út um allt og svo er öll kit dæmd eftir því, drasl.

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 09:52
frá Stebbi
Það að sleppa með þetta í gegnum skoðun og finnast þetta bara fínt breytir því ekki að samkvæmt lögum þá má bara nota þá peru sem ljósið er hannað fyrir. Sem á 99% bíla er H4 og H7 halogen. Þetta er svolítið eins og að fara yfir á rauðu þegar það er engin umferð, það skeður ekkert en samt ólöglegt.

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 10:18
frá kjhunter
Þakka góðar upplýsingar villi58, en hefur virkilega enginn prófað Xenon í Y-60' Patrol?
Þessir bílar eru ekkert með alltof góða lýsingu í svartasta skammdeginu með orginal ljósabúnaði, spurning um að bæta við góðum kösturum eða setja 100/55 w H4 peru í staðinn!
En samt gaman hvað jeppamenn eru skemmtilega ósammàla um àgæti Xenon í aðalljósum, greinilegt að þetta hentar ekki í öll halogen ljós!

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 13:05
frá jeepson
Kristján ég skal renna til þín við tækifæri og taka þig á rúntinn á frúar pattanum. Er með 6000k sett í honum eins og þú veist. Þetta xenon drasl virkar allavega ekki í mínum bíl.

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 14:11
frá villi58
Stebbi wrote:Það að sleppa með þetta í gegnum skoðun og finnast þetta bara fínt breytir því ekki að samkvæmt lögum þá má bara nota þá peru sem ljósið er hannað fyrir. Sem á 99% bíla er H4 og H7 halogen. Þetta er svolítið eins og að fara yfir á rauðu þegar það er engin umferð, það skeður ekkert en samt ólöglegt.

Það er þannig að það eru til hlutir, ekki bara jeppatengdir sem bara virka hvað sem reglugerðarhaugurinn segir, reglugerðir fylgja ekki strax nýjum hlutum. Ég segi ef hluturinn virkar og ekkert hægt að setja út á hann, mælist í lagi hvað er þá að ?
Ég vil taka fram að xenon kit gengur ekki í flest ljósker og það getur verið erfitt að finna það rétta.
Hvað er að þegar ekkert er að ???????????????

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 20:37
frá Stebbi
villi58 wrote:Hvað er að þegar ekkert er að ???????????????


Blessaður vertu haltu bara áfram að rembast við þetta, þetta er og verður ólöglegt þangað til bæði ég og þú verðum komnir í kistuna. Fyrir utan hvað þetta er óþolandi að mæta bílum með þetta kínadrasl sama hvað þú ert tilbúin að sannfæra sjálfan þig um. Það að 4300k xenon frá einhverjum einum framleiðanda sé mögulega þolanlegt í einni bíltegund gerir þetta ekkert minna ólöglegt.

Afhverju í ósköpunum heldurðu að allir seljendur á þessu með einhvern vott af sjálfsvirðingu merki þetta 'For off-road use ONLY".

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 19.jan 2014, 23:51
frá Kiddi
Hvað eru sver ljós í þessum Patrolum? Spurning hvort það sé hægt að nota aftermarket ljós ætluð fyrir nýja Wranglerinn, það er hægt að fá ljós í þá sem eru gerð fyrir Xenon (HID).

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 20.jan 2014, 01:39
frá jeepson
Pattinn er með 7" ljósum. Ég keypti einhver after market ljós sem kostuðu tæpar 10 þús komið heim til mín. Og grýtti þeim svo inní horn inní skúr. Þau voru ætluð fyrir xenon en það var eins og ég væri a lýsa í gegnum rimla með þeim. Maður sá bara rákir í veginum og háuljósin voru lítið skárri lágu ljósin eru orginal á patrol. Þetta lookaði alveg hrikalega vel, en ekkert meir en það. Ég hugsa að ég kaupi bara nýjar hella luktir frá bílanaust. Þær kosta rúmar 7000kr stk. Svona var breytingin á lookinu með nýju lutkunum. Það breytti engu hvort að ég var með xenon eða glóperur í nýjuljósunum. Þetta kom ílla út. En ef að einhver vill þá get ég látið nýju ljósin á 5þús. Annars endar þetta bara á haugunum seinna.

Image

Image

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 20.jan 2014, 12:04
frá Kiddi
Mikið af þessu aftermarket dóti er auðvitað rusl en þá er spurning um að kynna sér hvað menn hafa fengið til að virka út í heim

Þessi ljós eru að ég held sama stærð og í nýja Wranglernum en ég ætla ekki að fullyrða það, ég semsagt ætla ekki að sætta mig við hótanir og þess háttar ef menn panta þannig fyrir stórfé og það passar ekki :-)

t.d. má skoða þetta http://www.pirate4x4.com/tech/usmcdoc/lights/

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 20.jan 2014, 13:44
frá MixMaster2000

Re: Xenon í Patrol Y-60

Posted: 24.jan 2014, 10:37
frá Höfuðpaurinn
Ég er með 4300K 35W Xenon í mínum Y-60 og það var þvílíkur munur að skella því í hann, kom loksins eitthvað ljós úr framljósunum.
En hef líka heyrt af mönnum sem fengu útvarpstruflanir og gátu því ekki notað þetta, en ætli það sé ekki meira spurning um gæði Xenon kerfisins sjálfs.
Hef sett Xenon í slatta af bílum, gömlum sem nýjum, bara einu sinni lent í því að lýsing versnaði, en í sambandi við H4, þá er mín reynsla sú að þær verða að vera skermaðar eins og áður hefur komið fram.