Síða 1 af 1
Ramsey spil
Posted: 17.jan 2014, 23:24
frá DanniGutt
Góðan daginn
Er einhver hér sem þekkir Ramsey spil? Ég eignaðist patrol núna í haust og á honum er þetta spil en það er ekki tengdur í því plúsin og svo vantar mig fjarstýringuna fyrir það og þess háttar. Ef einhver á svoleiðis þá væri það mjög vel þegið að fá að versla það af þeim hinum sama. Það væri líka rosalega gott ef að einhver gæti deilt reynslu og þekkingu sinni á þessu.
Re: Ramsey spil
Posted: 18.jan 2014, 13:36
frá Gunnar00
Re: Ramsey spil
Posted: 18.jan 2014, 14:30
frá villi58
Ég nota snúru í spilið með stýringu, þetta er svipaður stjórnrofi og er á rafmagnstalíum fæst t.d. Poulsen.
Það væri þæginlegra að vera með þetta þráðlaust svo að ekki þurfi að vera með opna rúðu, en svo fer eftir því hvað spilið er mikið notað hvað á að eyða í þetta.
Breyti stöðunni ef ekki þarf að kaupa vinnu við að tengja þetta, stýring + vinna = ??????
Re: Ramsey spil
Posted: 18.jan 2014, 17:39
frá kjartanbj
Ég keypti þráðlausa fjarstýringu á mitt Come-up spil í arctic trucks, sama tengi á því og mörgum öðrum spilum , hún kostaði á fullu verði einhvern 15þ kall og svo fá flestir einhvern afslátt, kostaði mig 11þ ca með afslætti, svo getur hvaða api sem er tengt mótakarann sjálfur
Svo ma skoða Ebay líka
Re: Ramsey spil
Posted: 18.jan 2014, 21:39
frá DanniGutt
Málið er nú aðalega það fá þetta þannig að ég geti dregið það út og svona til þess bara að athuga hvort að það sé í lagi. Það er svona fyrir mér fyrsta skref og ég ætti ekki að þurfa að tengja allt nema plúsin til þess er það nokkuð?
Re: Ramsey spil
Posted: 19.jan 2014, 00:52
frá kjartanbj
átt alveg að geta dregið það út með því að kúppla frá, en að draga það inn aftur þá þarftu fjarstyringuna nattúrulega, hlýtur að vera einhver sem getur lanað þér til að prufa, taktu mynd af tenginu og settu her inn
Re: Ramsey spil
Posted: 19.jan 2014, 10:50
frá oggi
settu inn mynd af tenginu ég á fjarstýringu af einhverju spili kanski passar það en annars ef þú ætlar að prófa hvort það sé i lagi með spilið þá færð þú þér rafmagnskapal og 12volta rofa og tengir þá eru komin með fjarstýringu
Re: Ramsey spil
Posted: 19.jan 2014, 11:50
frá jongud
DanniGutt wrote:Málið er nú aðalega það fá þetta þannig að ég geti dregið það út og svona til þess bara að athuga hvort að það sé í lagi. Það er svona fyrir mér fyrsta skref og ég ætti ekki að þurfa að tengja allt nema plúsin til þess er það nokkuð?
Það vantar greinilega gír-arminn á spilið, þennan sem er notaður til að kúpla tromlunni frá mótornum.
Það á að vera hægt að fá varahluti hérna;
http://www.ramseystore.comAllar tækniupplýsingar eru hér;
http://www.ramsey.com
Re: Ramsey spil
Posted: 19.jan 2014, 16:48
frá DanniGutt
Hérna eru mynd af tenginu en svo er líka mynd af stönginni sem á að geta losað vírinn en hann er fastur og ég er að velta fyrir mér hvort að hann losni ef ég tengi við hann rafmagn en svo er náttla spurningin bara svo hvort að maður þurfi bara að taka á stóra sínum en fyrst prófar maður hitt.
Re: Ramsey spil
Posted: 19.jan 2014, 17:11
frá jongud
Æ!
Ég sá ekki að armurinn var á hliðinni.
Það er hins vegar alltaf betra að beita lagni áður en maður tekur á honum stóra.
Hérna er "manualinn" fyrir þetta spil (inniheldur 8000, 10000 og 12000 punda spilin)
http://www.ramsey.com/Content/documents/models-re-8000-re-10000-re-2000-re-12000x-owners-manual-for-front-mount-electric-winch-912476-0802-d.pdfSegullokarnir eru undir 4-ra póla tenginu.
Svo sést á bls. 10-11 hvernig er hægt að prófa mótor og segulloka.