Síða 1 af 1

gpsmap 60 csx við litla fartölvu

Posted: 16.jan 2014, 13:42
frá hallithorri
Ef einhver gæti gefið mér góð ráð varðandi gps, er með gpsmap 60 csx í bílnum og langar að nota við litla fartölvu,hvernig er best að snúa sér í því?

Re: Gps

Posted: 16.jan 2014, 13:50
frá Polarbear
ég er með nákvæmlega sama tæki og þú. er svo með tölvu með og hef það þannig að gps tækið sýnir track-up en kortið á tölvuni North-up.

Ég nota ennþá gamla íslandskortið frá Garmin, version 2009 NT. og nota með því gamla góða nRoute sem fylgdi. það gengur ekki alltaf áfallalaust að láta þetta drasl tala saman því miður. en það er hægt með smá yfirlegu.

áhugaverður kostur í þetta combo er nýja íslandskortið frá gpsmap.is. þetta sem hægt er að kaupa í fyrir nroute. hef ekki skoðað það samt.

Re: Gps

Posted: 16.jan 2014, 14:00
frá hallithorri
Ok takk fyrir , en varðandi tengingar á milli tækja og straum,þarf væntanlega inverter osfrv.

Re: Gps

Posted: 16.jan 2014, 14:34
frá Polarbear
það fer bara eftir því hvernig þú setur þetta upp. það eru til sérstakar bílatölvur sem tengja má beint í 12 volt en margir eru með inverter og venulegar fartölvur.

gpsmap 60 csx er þeim þæginlega eiginleika búið að það tekur straum í gegum USB tengið, svo það er eina tengingin frá tölvuni í tækið sem þú þarft... venjuleg USB snúra.

Hitt fer svo bara eftir því hvaða tölvu þú ert með...