Síða 1 af 1

EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 10:19
frá Keizarinn
Sælir, getur einhver frætt mig um það hvort hægt se að hreinsa/þrífa þennan ventil...
Hann kostar heilar 150.000kr i BL...

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 11:11
frá bjornod
Skoðaðu þetta:

http://www.navara.asia/showthread.php?t=3195

Auðvelt að loka leiðinni og skv. flestu stórbatnar eyðslan.

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 11:14
frá firebird400
Blessaður lokaðu þessu bara. Vélin verður allt önnur á eftir.
Við erum með tvo svona bíla og eftir þessu var lokað á öðrum þeirra við vélar upptekt þá var hinn rifinn inn í skúr með það sama og lokinn blokkaður, svo mikill munur var á bílunum

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 12:00
frá villi58
Burt með drasl, vandræða dæmi.

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 13:01
frá Keizarinn
Gleymdi ad taka fram ad hann heitir Egr sensor A

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 16.jan 2014, 15:05
frá Sira
Eru menn að taka ventilinn úr og loka gatinu eða eitthvað annað ? td loka fyrir slöngunar á ventlinum.
hvað segir vélatalvann ?

k.v
SL

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 17.jan 2014, 16:31
frá firebird400
Við settum stálplötu á milli sem við sniðum eftir pakkningunni.
Einfalt og auðvelt

Re: EGR ventill i Navara

Posted: 17.jan 2014, 17:10
frá Stebbi
bjornod wrote:Skoðaðu þetta:

http://www.navara.asia/showthread.php?t=3195

Auðvelt að loka leiðinni og skv. flestu stórbatnar eyðslan.



Það er einn í þessum þræði þarna sem útskýrir þetta mjög vel: "I don't eat my own exhaust, why should my car do it" :)