Íslenskur bílaþáttur

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Íslenskur bílaþáttur

Postfrá hobo » 26.okt 2010, 08:59

Nei það er ekki að byrja nýr íslenskur bílaþáttur í sjónvarpinu og er það miður.
Þátt eftir þátt horfir maður á Discovery rásinni, bæði breska og ameríska, misgáfulega þó, sem einkennast af ófyndnum einstaklingum. Þættirnir eru yfirleitt um þrautir, byggja bíl á fáránlega stuttum tíma og svo er keppt á þessu hálfkláraða "drasli".

Alveg er ég viss um það að ef búinn væri til metnaðarfullur íslenskur bílaþáttur með góðri myndatöku, góðu hljóði og góðum húmor, þá væri búið að jarða öll fyrri met um áhorf á íslandi. Allir karlmenn væru límdir við skjáinn, jafnvel þeir sem mæta í jakkafötum í vinnuna. Flest allar konur myndu líka horfa þar sem þátturinn yrði vandaður með góðum húmor.

Uppáhaldsþátturinn minn er Wheelers Dealers sem er tvo breta sem kaupa slappar drossíur, gera við það sem er að og selja þær svo fyrir sem mestan hagnað. Fínn þáttur, engar ýkjur, bara plain bílaþáttur með smá húmor.

Er ekki einhver kvikmyndagerðarmaður í hópnum sem getur bara reddað þessu fyrir þjóðina?

kv Hörður

p.s: Hafið þið séð bílaþáttinn á ÍNN? Það er ákkúrat andstæðan við það sem ég er að tala um :)



User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2490
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Íslenskur bílaþáttur

Postfrá hobo » 26.okt 2010, 09:21

hobo wrote:Uppáhaldsþátturinn minn er Wheelers Dealers sem er tvo breta sem kaupa slappar drossíur, gera við það sem er að og selja þær svo fyrir sem mestan hagnað. Fínn þáttur, engar ýkjur, bara plain bílaþáttur með smá húmor.


Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan Top Gear. Þar vantar reyndar ekki ýkjurnar, en húmorinn bætir það upp..


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 42 gestir