Síða 1 af 1

Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 16:28
frá aggibeip
Góðan dag.

Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Ég er með iPad mini 16gb WIFI. Pælingin er hvort að það sé hægt að tengja iPadinn saman með GPS tækinu og sleppa þannig við að eyða plássi í að hafa tölvu.

Ef þetta er ekki hægt með iPad, vitið þið þá um einhverja aðra spjaldtölvu sem þetta gæti verið hægt með ?

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 16:31
frá Óskar - Einfari
stutta svarið er nei.... hvort að það sé hægt að nota þetta með einhverri annari gerð af spjaldtölvu fer bara eftir því hvernig GPS tæki þú ert með og hvaða tengimöguleikar eru á því.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 16:44
frá andrijo
Nýja tækið hjá garmin býður upp á speglun yfir á ipad og þú getur unnið á tækið í gegn um ipadinn. Þetta sagði rikki upp í garmin þegar ég skoðaði umrætt tæki. Bara snilld notar app sem heitir helm.

http://www.rsimport.is/?p=2995

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 16:53
frá aggibeip
Óskar - Einfari wrote:stutta svarið er nei.... hvort að það sé hægt að nota þetta með einhverri annari gerð af spjaldtölvu fer bara eftir því hvernig GPS tæki þú ert með og hvaða tengimöguleikar eru á því.


Heldurðu að það væri ekki einusinni hægt að nota spjaldtölvu sem styðst við windows ?

t.d.
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... ce-2-32GB/
eða
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... -Tab-10.1/

.. Pælingin er að hafa lítið gps tæki (göngutæki) og hafa það þá usb tengt

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 17:31
frá Óskar - Einfari
Já og nei. Svarið mitt átti aðalega bara við ipad. Ef þú ert með gps tæki sem er bara með serial eða usb tengi þá er hægt að nota það við spjaldtölvu sem keyrir á windows 8 pro. Það hefur hinsvegar ekki verið hægt með spjaldtölvum sem keyra á windows 8 RT eins og báðar tölvurnar sem þú linkar á hèrna fyrir ofan.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 17:42
frá Subbi
Samsung Galaxy tab er með Innbygðan GPS og er held ég komin út mjög góður kortagrunnur sem hægt er að hlaða inn í hann

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 21:02
frá stebbi1
Sælir veit ekki með Ipad, en það var þráður í gangi fyrir ekki margt löngu um spjaldtölvumálin, nennti reyndar aldrei að lesa hann.
En félagi minn er búinn að græja svona í Lc 90 hjá sér. einhverja þokkalega spjaldtölvu með windows 8 og endaði svo á því að kaupa usb gps loftnet.
Ég verð að hvetja hann til þessa að koma myndum af þessu hingað inn.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 13.jan 2014, 21:45
frá GeiriLC
er ekki komið neitt app sem gerir gps tækið óþarft?

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 00:58
frá AgnarBen
Vandamálið finnst mér við spjaldtölvurnar og þann siglingahugbúnað (GPS hugbúnað) sem hægt er að fá í þær er að það er svo leiðinlegt að vinna með gögn inn á þeim. Ef menn vilja bara sjá punkt á skjánum sem sýnir hvar þeir eru á korti þá ertu í góðum málum en ef menn vilja vinna með og safna ferlum og hafa möguleikann á því að sækja þá á auðveldan hátt í tækinu, blanda þeim saman, klippa osfrv þá hef ég bara ekki ennþá séð neinn hugbúnað í spjaldtölvu sem gerir þetta almennilega og til eru almennileg kort í.

Ég er ennþá á því að besta setup-ið í dag fyrir þá sem ferðast mikið á veturna sé 10-12" Notebook fartölva og usb tengt GPS tæki (göngutæki eða pungur) eða bara Garmin bátatæki.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 15:49
frá streykir
Hef séð gps garmin tæki tengt í ipad, virkaði bara vel! Eitthvað app í ipadinum sem tengdist við gps...

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 16:08
frá johnnyt
Mér var bent á að nota Oruxmaps fyrir Android með korti frá Gpsmap.is.
Hef reyndar ekki prófað það sjálfur en hef heyrt að þetta virki eitthvað
http://gpsmap.is/gps/index.php?option=c ... 6:fraedsla

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 16:29
frá aggibeip
Okei, það myndi þá sennilega virka fyrir android spjaldtölvu líka.. Ætli það sé hægt að setja inn GPS ferla í það ? hmm..

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 17:31
frá johnnyt
Samkvæmt því sem ég hef lesið um þetta oruxmaps þá á það að vera hægt. http://www.oruxmaps.com/oruxmapsmanual_en.pdf hérna er manualinn og það sem ég hef lesið um þetta. En semsagt hef ég ekki prófað þetta en er svolítið hrifinn af þessu ef þetta virkar

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 14.jan 2014, 20:29
frá ivar
Ég er með Galxy tab 10.1 og Oruxmaps með kort frá GPSmaps.is

Virkar og hef ekkert beint út á það að setja en hefur sína kosti og galla.
Bara búinn að nota þetta í eina ferð en skal gefa uppdate þegar komin verður almennileg reynsla.
Nota þetta svo með RAM festingu og er ánægður með það.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 15.jan 2014, 00:24
frá AgnarBen
ivar wrote:Ég er með Galxy tab 10.1 og Oruxmaps með kort frá GPSmaps.is

Virkar og hef ekkert beint út á það að setja en hefur sína kosti og galla.
Bara búinn að nota þetta í eina ferð en skal gefa uppdate þegar komin verður almennileg reynsla.
Nota þetta svo með RAM festingu og er ánægður með það.

Hvernig er að vinna með ferla í þessu, snikka þá til og leita í ferkasafninu þínu ? Er einhver möppustrúktúr í boði ? Er hægt að sjâ lengd ferla á skjánum og mæla vegalengdir frá td staðsetningunni þinni og að einhverjum punkti á skjánum ?

Bara forvitni um hvernig þetta virkar :-)

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 16:28
frá th.
Nei er ekki rétta svarið.
http://www.icelandicmaps.com/

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 17:38
frá AgnarBen
th. wrote:Nei er ekki rétta svarið.
http://www.icelandicmaps.com/


Icelandic maps notar innbyggða GPS-ið í spjaldtölvunum/símunum. Það eru til mörg ´Öpp´ sem geta þetta, meðal annars frá OziExplorer sem margir fjallamenn þekkja vel.

Spurt var hvort hægt væri að nota Ipad sem "skjá" fyrir GPS tæki (eins og Garmin) og svarið við því er held ég nei .......

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 19:10
frá Magni
Flott setup getur verið t.d. Garmin 276c sem trackar og spjaldtalva með innbyggðu gps sem segir manni hvar maður er. Það er þá hægt að taka trökk af gps og vinna með þau í heimilistölvu.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 19:19
frá AgnarBen
Til hvers að vera með tvö tæki þegar hægt er að vera með eina 10-12" fartölvu :-)

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 19:24
frá Magni
AgnarBen wrote:Til hvers að vera með tvö tæki þegar hægt er að vera með eina 10-12" fartölvu :-)


Ætli það sé ekki auðveldara að réttlæta kaup á 10" spjaldtölvu á heimilið heldur en 10" fartölvu ;) meiri not fyrir spjaldtölvuna. Það fer líka minna fyrir henni í jeppanum, léttari.

Ég er með 276c og 10" tölvu. Í styttri ferðir þá nenni ég ekki að taka tölvuna með, nota bara garmin tækið.

Re: Ætli það sé hægt að nota iPad sem skjá fyrir GPS ?

Posted: 17.jan 2014, 20:36
frá AgnarBen
Það er alveg rétt, spjaldtölva með Ozi Appinu eða PDF maps með kortum frá IcelandicMaps er flott í sumarferðirnar og stutta útsýnistúra upp að Skjaldbreið !