Síða 1 af 1

Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 16:29
frá ralbertsson
Jæja félagar nú er ég með f250 2006 árgerðina og er með arb lás að framan sem stendur á sér ss. hann er fastur í lás og því ókeyrsluhæfur í 4x4 drifinu. Það er bara loftslanga sem liggur inn í keisinguna og allt læsingar unitið er inni í henni. Þarf ég að rífa lokið af og liðka upp á dótinu eða er þetta bilun í loftloka eða eitthvað slíkt?

mbkv
Robbi

Re: Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 18:13
frá JonHrafn
Ef þú leggur við hlustir þá áttu að heyra þegar loftlásinn "kveikir á sér" við að fá loftþrýsting, ef þú heyrir það ekki þá gætir þú þurft að láta taka hann upp. Vertu líka viss um að hann sé að fá nóg loft áður en þú byrjar að rífa eitthvað.

Re: Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 19:23
frá ralbertsson
Loftlásinn er fastur inni ss. hann gengur ekki til baka eftir að ég læsti honum síðast. Yfirleitt kemur hviss þegar lásinn gengur til baka en hann gerir það ekki núna...

Re: Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 19:28
frá Brjotur
þa er hann stiflaður af skit sjalfsagt og litið annað að gera en taka hann ur og þrifa upp

Re: Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 19:32
frá ralbertsson
Þarf ég þá ekki að rífa lokið af keisingunni til að komast að þessu? Hef nefnilega ekki komið við loftlása áður...

Re: Vantar smá upplýsingar

Posted: 12.jan 2014, 21:36
frá JonHrafn
Fastur vegna drullu og eða gormanir brotnir sem draga kransinn til baka og jebb lokið af. Í síðasta lás sem ég opnaði þá hafði plasthúsið sem er innan í keisingunni brotnað, og bráðnað inní , það leit ekki vel út. Rauða dótið í á þessari mynd sem gormarnir festast í.

http://www.offroaders.com/tech/images/a ... mation.gif