Síða 1 af 1
GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 00:29
frá Subbi
Eru einhverjir svona á klakanum
þessir vikta ekki nema um 5.5 tonn og væru ábyggilega geðveikir á 54 tommuni
Fordarnir stóru eru flottir en þessir væru geggjaðir spurning að fá sér einn svona he he

Re: GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 09:57
frá jongud
Það er bara því miður orðið ómögulegt að flytja inn bíla frá USA vegna vottorðafargans.
Re: GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 11:51
frá Subbi
Skilst nú að vottorðafarganið sé aðalega vegna þess að menn voru að misnota og flyta út bíla sem töldust vart bílar lengur í Ameríkuhreppi þeas bílar sem ekki mátti skrá þar aftur vegna tjóna
En menn fluttu inn dopíur hér af haugtjónuðum bílum og smíðu kannski einn úr fimm :) held það sé minnsta mál að flytja inn bíl ef hann er í lagi og rúllandi á götuni í ameríkuni löglega skoðaður og ekki stolinn
Ef það er Pappírsflóð þá er það bara slagur sem menn verða að standa í en öllu verra ef pappírinn kostar einhvern helling á hverjum stað
Re: GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 12:09
frá Styrmir
Þetta er ekkert vandamál þú þarft bara að senda bílinn til Brussel og fá þar stimpil á hann þá geturðu flutt hann heim ;)
Re: GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 12:42
frá valsari
það er einn til allavega eða svipaður með bílaflutningapall... stóð lengi á bílasölu uppá höfða
Re: GMC Topkick
Posted: 12.jan 2014, 14:27
frá Stebbi
Styrmir wrote:Þetta er ekkert vandamál þú þarft bara að senda bílinn til Brussel og fá þar stimpil á hann þá geturðu flutt hann heim ;)
Týpísk EB heimska í gangi þar, ef að íslenskir jeppamenn stjórnuðu þessu þá myndu þeir að sjálfsögðu senda stimpilinn til ameríku. :)