Síða 1 af 1

SOS Vantar í Nissan!

Posted: 10.jan 2014, 16:57
frá Hfsd037
Sælir, mig bráðnauðsynlega vantar fremri boltann fyrir fremri fjaðrafestinguna á Nissan D/C, passar úr 96-02

7768201

Re: SOS Vantar í nissan!

Posted: 12.jan 2014, 15:03
frá Hfsd037
Á enginn svona til? Umboðið er svo lélegt að þeir hafa aldrei átt þetta til.

Re: SOS Vantar í Nissan!

Posted: 12.jan 2014, 15:12
frá Sævar Örn
Nágranni þinn í Íshellu 4 (Jeppapartar) áttu svona bíl fyrir umþb. 2 árum, þá stóð hann fyrir miðju porti blár á litinn...


Hvort boltinn næst úr eftir að hafa verið 20 ár á sínum stað er önnur saga, en eru ekki einhverjar líkur á að þetta sé samskonar og t.d. í Isuzu pickup eða Mitsubishi pickup á svipuðum aldri?

Ég veit að fjaðraboltinn og hengslið kostaði undir 10 þúsund úr Heklu fyrir MMC L200 bíl

Re: SOS Vantar í Nissan!

Posted: 12.jan 2014, 15:53
frá Hfsd037
Sævar Örn wrote:Nágranni þinn í Íshellu 4 (Jeppapartar) áttu svona bíl fyrir umþb. 2 árum, þá stóð hann fyrir miðju porti blár á litinn...


Hvort boltinn næst úr eftir að hafa verið 20 ár á sínum stað er önnur saga, en eru ekki einhverjar líkur á að þetta sé samskonar og t.d. í Isuzu pickup eða Mitsubishi pickup á svipuðum aldri?

Ég veit að fjaðraboltinn og hengslið kostaði undir 10 þúsund úr Heklu fyrir MMC L200 bíl



Ég leit við hjá honum en hann átti þennan bolta ekki til.
Eftir margra klukkustunda leit í RVK endaði ég hjá Stál og Stönsum rétt fyrir lokun og við bárum boltann saman við bolta úr Hilux, þeir voru svipaðir en það hefði þurft að breyta honum í rennibekk, það er bara of mikið ævintýri að fara að breyta öðrum bolta í rennibekk því það hlýtur einhver að liggja á svona hræi eitthverstaðar.

Ég hringdi í Fossberg og þeir áttu ekki 18mm bolta til, ef þeir hefðu átt hann þá hefði ég bara soðið skinnu á ytra gatið og víkkað innra gatið fyrir boltanum.

Þetta er efsti boltinn á myndinni. Image

Re: SOS Vantar í Nissan!

Posted: 12.jan 2014, 16:27
frá HaffiTopp
Voru Hjónakornin hér á spjallinu ekki með nokkra Nizzan pallbíla?

Re: SOS Vantar í Nissan!

Posted: 12.jan 2014, 16:49
frá Hfsd037
HaffiTopp wrote:Voru Hjónakornin hér á spjallinu ekki með nokkra Nizzan pallbíla?



Jú það passar, ég fékk fjaðrirnar í gegnum hann. Hann ætlaði að hafa samband við mig ef hann næði að redda svona bolta.