Síða 1 af 1

Tryggingar og heimreiðin

Posted: 10.jan 2014, 16:09
frá Karvel
Mig langað að spyrja útí, hvort að almenn tryggingar náði yfir skemmdir á bifreið sem liggur kyrrstæði fyrir utan heimilið sitt að annar íbúi á heimilinu verður fyrir því ólukku að skemma bílinn, hvort sem það eru smáskemmdir eða stórar, og hinsvegar ef það verður til skemmdir við t.d fellur tré á bílinn eða snjóhrun af þakinu, s.s að það verða til skemmdir á bifreið sem urðu fyrir öðru en að önnur bifreið verði valdurinn.
koma heimilistryggingar eitthvað við í þessu máli?

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 10.jan 2014, 16:46
frá Big Red
Værum til í að fá svar við þessu líka því gestir nágrannans okkar fannst rosalega sniðugt að fara bara hérna útí götu og stilltu svona gosblysum og sprengjublysum upp nánast fyrir framan jeppann hjá okkur. Húddið sem tekið var í gegn síðasta sumar er allt út svona bruna/sviðablettum niður í járn. Tókum bara ekki eftir skemmdunum fyrr en í dag því við vorum að setja brettin á hann.

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 10.jan 2014, 16:52
frá villi58
Ég held að best sé að hafa samband við þitt tryggingafélag, sá sem skemmir er ábyrgur en ef hann næst ekki þá getur verið að kaskótrygging bæti tjón og er þá hjá mörgum einhver sjálfsábyrð sem þú þarft að blæða. Trygging sem er heimilisvermd gæti bætt vegna trjáa eða snjós en kanski kemur kaskótrygging þar inn. Að venju þá er ekki nokkur leið að hafa þessi tryggingamál á hreinu vegna stöðugra breytinga hjá þeim og þarf að kinna sér árlega skilmála. Eins virðist vera breytilegt á milli félaga. Hringja og fá upplýsingar er ráð frá mér.........

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 10.jan 2014, 21:11
frá ellisnorra
Ég veit til þess að börn kunningja míns bónuðu bílinn hans með drullumalli svo það þurfti að mála bílinn á eftir. Tryggingarnar coveruðu það, ég veit hinsvegar ekki hvað tryggingin hét, hvort það var kaskó eða heimilis. Bíllinn var nýlegur, hvort hann var í kaskó eða ekki veit ég ekki en reikna þó með því.

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 10.jan 2014, 21:23
frá villi58
Ef að börn skemma bíl þá finnst mér líklegt að trygging sem er heimilisvermd gildi en hjá mér er sjálfsábyrgð um 24 þús.
Það er reindar þannig að þessar tryggingar eru mismunandi milli félaga og heita kanski ekki það sama, þess vegna er erfitt að reyna að finna út úr þessu hér og best að tala við sitt tryggingafélag.

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 11.jan 2014, 00:20
frá íbbi
kaskótryggingin gildir ef maður nær að klessa á eigin bíl

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 11.jan 2014, 03:31
frá Karvel
Kaskótrygging á ekki við í þessu máli, enn hinsvegar hef ég ekki sjálfur orðið fyrir svona tjóni, ég fór bara fílosófera þegar littli pjakkurinn á heimilnu fékk það verkefni að moka stéttina og bílinn rétt hliðiná :)

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 11.jan 2014, 10:08
frá rattatti
Ég hef lent í því tvisvar að krakkar rispa bíl hjá mér meðan hann stendur í heimkeyrslu.. ef mig misminnir ekki þá var það heimilistrygging hjá foreldrum sem coveraði það i bæði skiptin. Bíllinn fór í sprautun og eg fékk bílaleigubíl á meðan. Ég þurfti ekki að leggja til krónu í þetta.

Re: Tryggingar og heimreiðin

Posted: 11.jan 2014, 10:29
frá jongud
Passar, það er ábyrgðartrygging inni í flestum heimilistryggingapökkum. Hún er fyrir tjón sem heimilisfólk veldur á eigum annarra.