Síða 1 af 1

aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 23.okt 2010, 23:07
frá Andri M.
góða kvöldið gott fólk,

eg er hérna með hilux 93 mdl 2,4 bensín

en eg var áðan úti aðeins að leika mer, og eg prófaði að setja í lokurnar og setja í 4wd, allt virkar fínt og eðlilega, nema þegar eg er að beygja og er búinn að leggja svoldið á hann, þetta er einhvern veginn svona klikk/högg hljóð, þetta kemur bara þegar eg er með hann í fjórhjóladrifinu,

mer datt fyrst í hug hjöruliðskrossinn,

en hvað haldið þið ??

svo er annað vandamál sem eg tók eftir áðan þetta gerðist eftir að eg hafði verið í smá sulli, að þá sýnir snúningshraðamælirinn snúning þegar eg gef inn, en aflið skilar sér ekki út í hjól, þetta varði bara í smástund, en er núna hætt og allt virkar eðlilega

þið hilux serfræðingar sem og aðrir megið endilega ausa úr viskubrunnunum og segja mer hvað geti verið að, og hvað sé hægt að gera í því

með fyrirfram þökkum, Andri

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 23.okt 2010, 23:51
frá Stebbi
Gætir prufað að taka lokurnar í sundur og þrífa þær og smyrja uppá nýtt. Ef að loka er tæp á því að halda þá getur hún hljómað eins og ónýtur kúluliður. Mundu bara að þær eiga ekki að vera stappfullar af koppafeiti, bara smyrja í með puttanum á slitfleti.

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 24.okt 2010, 12:56
frá Einar
Þetta með snúningshraðann eftir sull í vatni:
Þetta er bara einfaldlega vatn í kúplingunni og vegna þess að hún er blaut snuðar hún. Þegar hún þornar aftur verður allt í lagi.
Þegar ég var að læra að keyra var mér kennt að kúpla aldrei meðan bíllinn er í vatna, það er möguleiki að kúplingin hætti alveg að virka og þá geta menn setið fastir úti í miðri á.
Það er til flökkusaga um bónda sem lenti í þessu vandamáli á traktor og sat fastur úti í á fyrir vikið. Hann var dreginn í land af nágranna sínum og vélin skilin eftir í gangi á árbakkanum en þeir félagarnir fóru heim á bæ að fá sér kaffi eftir svaðilfarirnar. Þegar þeir komu út aftur var dráttarvélinn horfin. Skýringin var sú að hún hafði verið skilin eftir gangi og í gír og meðan félagarnir drukku kaffið sitt þornaði kúplingin og tengdi og vélin rölti sjálf af stað. Hún fanst síðan á hvolfi ofan í skurði hálfan kílómetra í burtu.
Hvað hljóðið varðar, ef þú ert heppinn gætirðu verið með ónýtan hjöruliðskross, ef þú ert óheppinn ertu með skemmt mismunadrif.

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 24.okt 2010, 16:26
frá Andri M.
ok, takk fyrir svörin, vonandi verða þau fleirri,

en þetta hljóð kemur bara þegar eg er með hann í framdrifinu, en venjulega þegar hann er bara í afturdrifinu þá heyrist ekkert,

en vonandi er þetta bara einhvað litið einsog of mikil koppafeiti í lokum, eða einsog þú sagðir ónýtur hjöruliðskross, en hvernig er best að einangra vandann ??? er hægt að gera það án þess að þurfa að rífa allt í drasl

og svo er annað í sambandi við kúplinguna, að þá var eg að keyra í bæinn í hádeginu, og þá datt þetta vandamál inn í smátíma frá hringtorginu við hveragerði að kömbunum, en svo varð aftur allt í lagi,

þannig að getur þá kannski verið að kúplinginn sé farinn að verða leleg og þetta sé bara fyrirboði um kúplingsslit ???

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 24.okt 2010, 17:48
frá Einar
Já það gæti alveg passað.

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 24.okt 2010, 18:21
frá Grétar
Getur ekki verið að það þurfi bara að stilla kúpplinguna? Ef kúpplingin slítur alveg efst uppi, eða strax og þú stígur á hana, þarf að stilla hana. Annars er hætta á að hún eyðileggist á skömmum tíma.

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 24.okt 2010, 20:45
frá Andri M.
getur svo sem verið að hún taki full ofarlega, því eg heyri að hún byrjar að snuða af því einu að rétt svo tilla vinstri löppinni á kúplinguna, en er mikið mál að stilla kúplinguna ??

og svo varðandi hljóðið að þá er eg búinn að einangra það og það virðist bara vera vinstra meginn, þannig að er þá ekki möguleiki á að þetta sé ekki mismunadrifið ???

heldur bara krossinn í öxlinum v/m ??

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.okt 2010, 17:53
frá Hlynurh
sendi þér email um með mynd hvernig á að stilla kúplinguna
kv Hlynur

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.okt 2010, 21:38
frá Stebbi
Er ekki kúplingsdæla í hilux ?

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.nóv 2010, 18:03
frá Andri M.
eg var um daginn að spjalla við einn félaga minn, og spurja hann út í þetta, og hann sagðist halda að í framdrifsbúnaðinum sé einhver hálfgerð læsing, sem fari á þegar maður setur í lokurnar, og læsingarnar séu ekki ætlaðar í að maður sé mikið að leggja á bílinn, og því gæti þetta hljóð komið af þeim sökum

haldiði að það sé einhvað til í því, ???

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.nóv 2010, 18:14
frá draugsii
ÞAð er engin læsing að framan allavega ekki á mínum og hann er 93 en mér dettur í hug að þetta geti verið ytri liðurinn á öxlinum ef þetta er klafabíll
kv Hilmar

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.nóv 2010, 22:06
frá Izan
Er gamli lúx ekki með opin liðhús?

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 25.nóv 2010, 22:19
frá Baldur Örn
Ég lenti í þessu sama með að heyra þessa smelli í 4runner dísel 94, mér var bennt á að þetta væru dragliðirnir í klafadótinu. Niðurstaðan var hins vegar að þegar ég prufaði að taka olíuna af framdrifinu var eintómt glamur af brotnum tönnum úr mismunadrifinu, mismunadrifið var orðið algerlega tannlaust og nokkrar tennur í kambinum voru líka brotnar, vona þín vegna að þetta sé ekki reyndin hjá þér.
Kv
Baldur Örn

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 26.nóv 2010, 08:45
frá Izan
Sæll

já þetta er bensínhælúx og þar af leiðandi klaufabíll.

Þá liggur vandinn þar. Það koma svona gobbitigobb hljóð úr ónýtum öxulliðum þegar þú leggur á hann og gefur aðeins. Dragliðirnir eru inn við kassa og hending ef þeir bili en ytri liðirnir eru mun viðkvæmari og svona getur heyrst í þeim.

Þetta endar svo á því að liðurinn fer í sundur og trúðu mér, þá verðurði að hjakka þig úr skafli.

Það er svolítið vesen að skipta um þetta en liðirnir eiga ekki að vera svo dýrir. Þú þarft að taka allavega annanhvorn spindilinn úr sambandi og öxulinn úr legunni. Flest sæmileg undirvagnsverkstæði gætu örugglega gefið þér tilboð í þetta.

Kv Jón Garðar

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 26.nóv 2010, 11:48
frá HaffiTopp
..

Re: aukahljóð og vesen sem eg er ekki að fýla,

Posted: 29.nóv 2010, 13:08
frá Andri M.
eg veit að það var sett út á stýrisupphengju í skoðun, en eg hef sjálfur ekkert skoðað þetta neitt almennilega,

en svona gróflega skotið, ef við gerum ráð fyrir hinu versta, hvað gætum við þá verið að tala um í varahluta kostnaði og vinnu ??